Þetta þarft þú að vita fyrir drónaflug

Listi byggður á helstu mistökum byrjenda

Við höfum tekið saman lista yfir það helsta sem flestir byrjendur gera vitlaust við fyrstu notkun á dróna. Ef þú varst að fá þinn fyrsta dróna eða ert ný byrjaður að fljúga mælum við sterklega með því að lesa vel yfir alla punktana sem við höfum tekið saman hér að neðan, þessi atriði ættu að minnka líkur á mistökum og óhöppum við fyrstu flug.

Athugaðu hvort spaðar séu tryggilega fastir á og í góðu ásigkomulagi.

Passaðu að nota fullhlaðna rafhlöðu fyrir hvert flug.

Athuga vindhraða, ágætt er að nota App fyrir iOS og Android sem kallast Windy til að sjá vindhraða á þeim stað sem þú ert að fara að fljúga drónanum. Vindhraði er oftast meiri því hærra sem fogið er, því er mikilvægt að lækka flugið og setja drónann í sport mode ef að dróninn ræður ekki við vindinn. Hér er listi yfir hámarks vindhraða eftir dróna týpum:

Smelltu hér fyrir hámarks vindhraða

Vertu viss um að dróninn hafi náð tengingu við að minnsta kosti 12 gervitungl áður en þú ferð á loft. Ef ekki er beðið nógu mörgum gervitunglum mun dróninn ekki berjast á móti vindi og mun ekki ná heimapunkti á réttum stað.

Hafðu í huga að stilla RTH (Return to Home) í meiri hæð en hæsti punktur á svæðinu þar sem þú ert að fara að júga. Til dæmis ef að klettur er í c.a 90m hæð og þú ert að fara að fljúga í nágrenni við hann hafðu þá RTH í stillt á 120m.

Passaðu að ekki sé sandur undir eða í kringum drónann vegna þess að sandur getur þyrlast upp og farið í mótorana og gimbal þegar tekið er á loft eða lent og ollið hættu á því að mótorar og gimbal hætti að virka í flugi. Við mælum með því að nota lendingarmottu.

Varast skal að fljúga í þoku eða rigningu en ef dróninn verður regnblautur eftir flug er mikilvægt að þerra hann með klút og láta hann standa í nokkra klukkutíma í stofuhita áður en honum er pakkað niður í tösku. Ef að dróninn fer rakur ofan í tösku þá er mikil hætta á að raki berist inní drónann sem gæti leitt til þess að móðurborð og skynjarar verða ónýtir.

Þegar komið er að því að lenda drónanum er best að snúa drónanum þannig að myndavélin snúi frá þér, en ástæðan fyrir því er að ef að myndavélin snýr að þér þá eru stýringarnar öfugar þegar þú ert ekki að stýra eftir skjánum og því talsvert meiri líkur á óhöppum við lendingu.

Fleiri færslur frá okkur

Scroll to Top