Nánari upplýsingar
Næsta kynslóð kortlagningatækni
DJI hefur endurhugsað drónatækni sína frá grunni og afraksturinn er Phantom 4 RTK. Mælingar Phantom 4 RTK eru nákvæmar upp á sentímetra.
Helstu eiginleikar
- RTK-staðsetningarbúnaður
- 1″ CMOS myndflaga
- GS RTK app
- TimeSync
- OcuSync
- Virkar með D-RTK 2 GNSS Mobile Station
Nákvæmni upp á sentímetra
Nýr RTK-búnaður er í Phantom 4 RTK og veitir hann upplýsingar um staðsetningu í rauntíma upp á sentímetra. Undir RTK-móttakaranum er GNSS-búnaður sem hefur það hlutverk að viðhalda stöðugleika á svæðum þar sem RTK-merkið er ekki sem sterkast, til dæmis í borgum. Með hjálpa þessa búnaðar flýgur Phantom 4 RTK öruggar en nokkru sinni fyrr en tryggir á sama tíma að gögnin sem hann safnar séu eins nákvæm og hægt er.
Fáðu nákvæmari gögn með hjálp TimeSync
Til að fullnýta nýja staðsetningarbúnað Phantom 4 RTK var TimeSync búið til. Það hefur það hlutverk að tryggja að flugbúnaður, myndavél og RTK-búnaður séu alltaf á réttum stað. Auk þess festir TimeSync staðsetningargögnin við miðju myndflögunnar, sem bætir nákvæmni þeirra og gerir þau nákvæm upp á sentímetra.
Myndavélarkerfi
Phantom 4 RTK skartar 1″, 20 megapixla CMOS myndflögu. Vélrænn lokari gerir það að verkum að Phantom 4 RTK getur tekið myndir á hreyfingu án þess að hætta sé á óskýrri mynd vegna rúllandi lokara. Þökk sé hárri upplausn nær Phantom 4 RTK GSD (Ground Sample Distance) upp á 2,74 cm í100 m hæð. Til að tryggja nákvæmni er linsa hvers einasta Phantom 4 RTK-dróna stillt og öll röskun á nákvæmni er mæld. Þessar upplýsingar eru síðan notaðar til að leiðrétta myndirnar eftir á svo þær séu sem nákvæmastar.
Sérsniðið app
Nýtt GS RTK-app gerir flugmönnum kleift að stýra Phantom 4 RTK á þrjá vegu. Í boði eru sjálfvirkar „Photogrammetry“ og „Waypoint Flight“-stillingar ásamt hefðbundinni flugstillingu. Sjálfvirku stillingarnar gera flugmönnum kleift að velja hvaða leið dróninn fer og í hvaða hæð og á hvaða hraða, auk annarra stillinga.
GS RTK-appið var smíðað með notendur þess í huga og hefur því marga valmöguleika fyrir sérstök tilfelli. Hægt er að hlaða inn KML-skrám til að skipuleggja flug innanhúss. Auk þess er hægt að stilla lokara myndavélarinnar. Appið varar flugmenn einnig við ef búast má við sterkum vindi.
Mobile SDK
Phantom 4 RTK styður DJI Mobile SDK. Það opnar upp á alls kyns sjálfvirknivæðingu og sérsníðun með hjálp snjalltækja.
OcuSync-sendingakerfi
Með OcuSync fæst stöðug og áreiðanleg myndsending í háskerpu í allt að 7 km fjarlægð.
*Án allra truflana og samkvæmt reglugerðum FCC. Hámarkslengd fer eftir styrk merkis. Fljúgðu alltaf í beinni sjónlínu nema annað sé tekið fram.
Virkar með D-RTK 2 Mobile Station
D-RTK 2 Mobile Station styður við Phantom 4 RTK og tryggir nákvæmni upp á sentímetra við hvaða aðstæður sem er.
Byrjaðu strax í dag
Með innbyggðu appi til að skipuleggja flug (GS RTK) og auðvelda leið til að safna RTK-gögnum (með RTK Network eða D-RTK 2 Mobile Station) hafa flugmenn heildarlausn fyrir ýmiss konar notkun – beint úr kassanum.
Phantom 4 RTK
999.990 kr. 579.990 kr.
Phantom 4 RTK er handhægasta og nákvæmasta lausn DJI fyrir kortlagningu til þessa.
Nánari upplýsingar
Næsta kynslóð kortlagningatækni
DJI hefur endurhugsað drónatækni sína frá grunni og afraksturinn er Phantom 4 RTK. Mælingar Phantom 4 RTK eru nákvæmar upp á sentímetra.
Helstu eiginleikar
- RTK-staðsetningarbúnaður
- 1″ CMOS myndflaga
- GS RTK app
- TimeSync
- OcuSync
- Virkar með D-RTK 2 GNSS Mobile Station
Nákvæmni upp á sentímetra
Nýr RTK-búnaður er í Phantom 4 RTK og veitir hann upplýsingar um staðsetningu í rauntíma upp á sentímetra. Undir RTK-móttakaranum er GNSS-búnaður sem hefur það hlutverk að viðhalda stöðugleika á svæðum þar sem RTK-merkið er ekki sem sterkast, til dæmis í borgum. Með hjálpa þessa búnaðar flýgur Phantom 4 RTK öruggar en nokkru sinni fyrr en tryggir á sama tíma að gögnin sem hann safnar séu eins nákvæm og hægt er.
Fáðu nákvæmari gögn með hjálp TimeSync
Til að fullnýta nýja staðsetningarbúnað Phantom 4 RTK var TimeSync búið til. Það hefur það hlutverk að tryggja að flugbúnaður, myndavél og RTK-búnaður séu alltaf á réttum stað. Auk þess festir TimeSync staðsetningargögnin við miðju myndflögunnar, sem bætir nákvæmni þeirra og gerir þau nákvæm upp á sentímetra.
Myndavélarkerfi
Phantom 4 RTK skartar 1″, 20 megapixla CMOS myndflögu. Vélrænn lokari gerir það að verkum að Phantom 4 RTK getur tekið myndir á hreyfingu án þess að hætta sé á óskýrri mynd vegna rúllandi lokara. Þökk sé hárri upplausn nær Phantom 4 RTK GSD (Ground Sample Distance) upp á 2,74 cm í100 m hæð. Til að tryggja nákvæmni er linsa hvers einasta Phantom 4 RTK-dróna stillt og öll röskun á nákvæmni er mæld. Þessar upplýsingar eru síðan notaðar til að leiðrétta myndirnar eftir á svo þær séu sem nákvæmastar.
Sérsniðið app
Nýtt GS RTK-app gerir flugmönnum kleift að stýra Phantom 4 RTK á þrjá vegu. Í boði eru sjálfvirkar „Photogrammetry“ og „Waypoint Flight“-stillingar ásamt hefðbundinni flugstillingu. Sjálfvirku stillingarnar gera flugmönnum kleift að velja hvaða leið dróninn fer og í hvaða hæð og á hvaða hraða, auk annarra stillinga.
GS RTK-appið var smíðað með notendur þess í huga og hefur því marga valmöguleika fyrir sérstök tilfelli. Hægt er að hlaða inn KML-skrám til að skipuleggja flug innanhúss. Auk þess er hægt að stilla lokara myndavélarinnar. Appið varar flugmenn einnig við ef búast má við sterkum vindi.
Mobile SDK
Phantom 4 RTK styður DJI Mobile SDK. Það opnar upp á alls kyns sjálfvirknivæðingu og sérsníðun með hjálp snjalltækja.
OcuSync-sendingakerfi
Með OcuSync fæst stöðug og áreiðanleg myndsending í háskerpu í allt að 7 km fjarlægð.
*Án allra truflana og samkvæmt reglugerðum FCC. Hámarkslengd fer eftir styrk merkis. Fljúgðu alltaf í beinni sjónlínu nema annað sé tekið fram.
Virkar með D-RTK 2 Mobile Station
D-RTK 2 Mobile Station styður við Phantom 4 RTK og tryggir nákvæmni upp á sentímetra við hvaða aðstæður sem er.
Byrjaðu strax í dag
Með innbyggðu appi til að skipuleggja flug (GS RTK) og auðvelda leið til að safna RTK-gögnum (með RTK Network eða D-RTK 2 Mobile Station) hafa flugmenn heildarlausn fyrir ýmiss konar notkun – beint úr kassanum.