Nánari upplýsingar

Allur pakkinn

Yfirlit

Hinn adrenalínfulli FPV dróni DJI Avata 2 býður upp á bætta myndatöku, öryggi og rafhlöðuendingu. Hækkaðu í fjörinu þegar þú notar Avata 2 með hinum nýju DJI Goggles 3 og DJI RC Motion 3.

DJI Goggles 3

Framsýn bylting
DJI Goggles 3 býður nú upp á Real View PiP. Fylgstu með umhverfinu án þess að taka gleraugun af þér fyrir aukið öryggi og gagntekningu. Micro-OLED háskerpuskjár og ofurlág sendingartöf færa þér heiminn í beina sjón.

DJI RC Motion 3

Skynjaðu hvert flug
Framkvæmdu flóknar hreyfingar í lofti eins og ekkert sé með hjálp DJI RC Motion 3. Nýir flugstjórar geta framkvæmt ótrúlega kollhnísa og fleira í þeim dúr.

Veltur við hverjum steini

Einfalt ACRO [2]

Rístu, dýfðu og veltu drónanum til að skapa ótrúlegt myndefni, allt með einum smelli. Það hefur aldrei verið auðveldara að fanga frábært FPV myndefni á filmu með DJI RC Motion 3 og Avata 2.

Snúningur með einum smelli Velta með einum smelli 180° rek með einum smelli
Snýr drónanum um 360° fram eða aftur og gefur myndefninu þínu mikinn lit. Snýr drónanum um 360° til vinstri eða hægri og umbreytir hvaða senu sem er úr hversdagslegri í töfrandi. Háhraðarek um 180° fram hjá hlutum skapar dramatísk sjónræn áhrif.

Hreyfingar fyrir lengra komin

Fljúgðu fimlega um þröng rými með DJI FPV Remote Controller 3 á Manual-stillingu til að sýna fram á flugdirfsku [3] og djarfa sköpun.

Þétt skot í ofurbreiðu 4K

Skapaðu hrífandi myndefni með 155° sjónsviði Avata 2 og getu hans til að nálgast og fjarlægjast viðfangsefni snögglega. Nýir flugstjórar geta fljótlega orðið meistarar í listflugi og tekið hröð kvik skot í lágri flughæð sem aðrir drónar geta ekki.

1/1,3″ myndflaga

Ný 1/1,3″ myndflaga stækkar lýsingarbreytisvið myndefnis sem skilar sér í betra myndefni í litlu ljósi. [4]

 • Upplausn: 12 MP
 • Utankerfishristivörn: Gyroflow [6]

Gagntekning endurhugsuð

4K/60p HDR myndbönd [7]

Leystu úr læðingi þinn sanna flugmátt. 4K/60p HDR myndbandsupptaka Avata 2 fangar allt sem fanga þarf í háhraðaflugi. Í gleraugunum getur þú stillt skerpu og suðhreinsunarstyrk til að fínpússa myndböndin þín.

RockSteady

Avata 2 kemur með nýjasta hristivarnarreikniriti DJI og tekur upp mjúkt, stöðugt myndefni jafnvel þegar flogið er á miklum hraða eða í vindi.

HorizonSteady

HorizonSteady höndlar lárétta snúninga um allt að 360° og tryggir að myndefnið læsi sig á sjóndeildarhringinn jafnvel þó dróninn taki krappa beygju eða sveiflist mikið.

155° ofurbreitt sjónsvið

Magnaðu upp sjónina þína og auktu gagntekningu háhraðaflugs í lágri flughæð. Avata 2 býður upp á ofurbreitt sjónsvið, breitt sjónsvið og venjulegt sjónsvið svo þú hafir möguleikann á að aðlaga þig að aðstæðum.

10-bita D-Log M

Fangaðu smáatriði í ljósum og dökkum hlutum myndefnisins og fjölgaðu möguleikum í eftirvinnslu, auk þess að greiða fyrir litvinnslu.

Öryggið á oddinn

Heildaröryggi

Ný spaðavarahönnun Avata 2 gerir drónann léttari og fimari og gerir honum kleift að fljúga frjálslega við þröngar aðstæður. [4] Að sleppa inngjöfinni á RC Motion 3 eða að smella á læsingartakkann stöðvar drónann undireins, svo þú getur átt við óvæntar aðstæður á yfirvegaðan hátt. Þar að auki er sjálfvirkur heimkomueiginleiki (RTH) virkjaður þegar hleðsla drónans er lítil eða ef merki tapast, sem bæti við aukaöryggislagi. [8]

Háþróuð staðsetning með nýjum skynjurum

Nýir tvíaugna fiskaugaskynjarar gera sjónræna staðsetningu bæði niður á við og aftur á við mögulega í flugi í lítilli flughæð og flugi innandyra, sem bætir flugöryggi.

Skjaldbökustilling

Avata 2 getur sjálfkrafa snúið sér aftur í flugtaksstellinguna þegar hann er á hvolfi þegar kveikt er á skjaldbökustillingu (Turtle mode), svo þú getir tekið á loft tafarlaust.

Skarar fram úr á öllum sviðum

Lengra flug, færri takmarkanir

Avata 2 getur flogið í allt að 23 mínútur [9] og styður PD hraðhleðslu svo þú getur fljótlega hlaðið hann og tekið aftur á loft.

DJI Avata 2 Two-Way Charging Hub [3] hefur samansöfnunareiginleika sem gerir mögulegt að flytja orku sem er eftir í mörgum rafhlöðum yfir á þá sem hefur mesta hleðslu [10] og þannig veitt þér „aukarafhlöðu“ í áríðandi tilfellum.

O4 myndbandssending, bætt skynjun

Bættur stöðugleiki DJI O4 myndbandssendingarinnar gerir þér kleift að sökkva þér alveg í hvert einasta flug og veitir einnig aukið öryggi. Tveggja-senda, fjögurra-móttakara, fjögurra-loftneta-hönnun tryggir mikla truflanavörn og veitir allt að 13 km drægni, [11] töf allt niður í 24 ms, [12] 1080p/100fps háskerpumyndgæði og allt að 60 Mb/s bitahraða. [13]

Takmarkalaus ástríða

Horfðu á beint streymi DJI Goggles 3 frá Avata 2 í DJI Fly appi snjalltækisins þíns. [14] Tengstu úr allt að 5 m fjarlægð. [15] Það hefur aldrei verið auðveldara að deila FPV-spennunni og að læra að fljúga hefur aldrei verið aðgengilegra.

Geymdu meira, deildu meiru


Avata 2 kemur með 46 GB af innra geymsluminni sem getur geymt u.þ.b. 90 mínútur af 1080p/60p myndböndum, sem tryggir að þú festir á filmu bestu hluta hvers flugs.

Með Wi-Fi tengimöguleika til hraðra gagnaflutninga yfir á snjallsíma eru klipping og deiling lokaútkomunnar afar skilvirk.

Tæknibrellur í einum smelli með LightCut

LightCut appið tengist beint við DJI Avata 2 með Wi-Fi og gerir þér kleift að bæta Sky VFX við myndböndin í eftirvinnslu á snjallan hátt, byggt á flugleiðinni sem farin var. Þannig getur þú á auðveldan hátt skapað aðlaðandi loftmyndbönd. Engin þörf er á að hala myndefninu niður til að klippa það í appinu og þökk sé ‌One-Tap Edit eiginleikanum gerir það þér kleift að framleiða fínpússað efni án nokkurrar fyrirhafnar.

Sky VFX One-Tap Edit Þráðlaus tenging
Eftir að hafa tengt tækið og flutt inn myndefnið getur þú valið Sky VFX til að bæta efni ofan á myndbandið, bæta við texta, sýndarstjórnklefa og mælaborðsáhrifum og þannig aukið á gagnvirkni myndbandanna þinna. Notast við gervigreind til að þekkja myndbandstegundir og þemu og gerir þér kleift að sía út og velja áhersluatriði með mjúkum hreyfingum og framúrskarandi samsetningu. Með hjálp mikils úrvals þemasniðmáta getur þú framleitt fínpússað efni. Appið býður einnig upp á snjallar hljóðbrellur, litaendurheimt, viðbót vatnsmerkja með einum smelli, kreditlista og fleira. Þegar Avata 2 er tengdur þráðlaust við LightCut getur þú forskoðað myndböndin í appinu og klippt þau án þess að þurfa að hala því niður og sparað þannig dýrmætt geymslupláss snjallsímans þíns.

Hvað hentar þér? – vöruyfirlit

DJI Avata 2 Fly More Combo (Single Battery)

Inniheldur DJI Avata 2 drónann, Goggles 3, RC Motion 3 og fleira. Þessi pakki gerir þér kleift að koma þér af stað með Avata 2 og upplifa gleðina sem felst í gagntakandi flugi.

DJI Avata 2 Fly More Combo (Three Batteries)

Samanborið við DJI Avata 2 Fly More Combo (Single Battery) inniheldur þessi pakki að auki Two-Way Charging Hub, tvær rafhlöður og hliðartösku. Hann býður þannig upp á yfirgripsmeiri pakka sem gerir þér kleift að fljúga án drægniáhyggna og skoða fleiri flugmöguleika.

DJI FPV Remote Controller 3 [3]

Auk Normal- og Sport-stillinga býður DJI FPV Remote Controller 3 upp á Manual-stillingu sem hentar betur lengra komnum flugstjórum sem vilja æfa sig og verða meistarar í flóknari færni.

DJI Avata 2 ND Filters Set [3]

ND 8/16/32 síur tækla ýmiss konar birtuskilyrði og tryggja að birta og birtuskil séu viðeigandi, sem skilar sér í hágæðaútkomu.

Þetta helst – vörusamanburður

DJI Avata 2 DJI Avata
Easy ACRO

Flip, Roll, 180° Drift

1/1,3″ CMOS ofurvíðlinsumyndavél 1/1,7″ ofurvíðlinsumyndavél
4K/60p HDR myndbönd [7] 4K/60p myndbönd
10-bita D-Log M litastilling D-Cinelike litastilling
Sjónræn staðsetning niður á við og aftur á bak Sjónræn staðsetning niður á við
Allt að 23 mínútna flugtími[9]

Dróninn styður PD hraðhleðslu.

Allt að 18 mínútna flugtími[16]

DJI O4 myndbandssending

Hámarksdrægni sendingar: 13 km [11]

Hámarksbitahraði sendingar: 60 Mb/s [13]

DJI O3+ myndbandssending

Hámarksdrægni sendingar: 10 km [16]

Hámarksbitahraði sendingar: 50 Mb/s [16]

46GB innra geymslupláss

QuickTransfer fyrir háhraðagagnaflutning

20GB innra geymslupláss

Smáa letrið

* Öll gögn á þessari síðu voru mæld með framleiðsluútgáfu DJI Avata 2 í stýrðu umhverfi. Raunveruleg upplifun fer eftir umhverfi, notkunartilfelli og fastbúnaðarútgáfu.
** Öll myndbönd og myndir á þessari síðu voru tekin af fagfólki með DJI Avata 2 í ströngu samræmi við svæðisbundin lög og reglugerðir og hefur verið breytt í eftirvinnslu á ýmsan hátt. Myndböndin og myndirnar eru aðeins til viðmiðunar; raunveruleg útkoma getur verið mismunandi. Fylgið alltaf svæðisbundnum lögum og reglugerðum og gangið úr skugga um að dróninn hafi öðlast viðeigandi vottanir og flugleyfi áður en flogið er.
*** Allar myndir, myndbönd og myndir af skjá vörunnar sjálfrar á þessari síðu eru aðeins til viðmiðunar. Raunverulegir eiginleikar vörunnar (þar með talið en ekki takmarkað við útlit, lit og stærð) og myndir af ská (þar með talið en ekki takmarkað við bakgrunni, viðmót og teikningar) geta verið mismunandi.

 1. Krefst vöru úr DJI RC Motion-línunni eða DJI Goggles-línunni, sem eru seld sér í lagi eftir þörfum. Athugið vörusíðuna á vef DJI fyrir frekari upplýsingar.
 2. Krefst vöru úr DJI RC Motion-línunni, sem eru seld sér í lagi eftir þörfum. Athugið vörusíðuna á vef DJI fyrir frekari upplýsingar.
 3. Fylgir ekki.
 4. Samanborið við DJI Avata.
 5. Á við um DJI Mini 4 Pro og DJI Air 3 myndavélardrónana.
 6. Til að nota Gyrowflow hristivörn skal slökkt á rafrænni hristivörn í valmynd gleraugnanna fyrir flug og sjónsviðið stillt á breitt (wide-angle) til að ganga úr skugga um að Gyrowflow geti túlkað myndefnið og gert það stöðugt á áhrifaríkan hátt.
 7. HDR myndbönd eru í boði í tveimur tilfellum: A. Slökkt á EIS, tekið upp í 4K/2,7K/1080p@60/50/30p með 16:9 myndhlutföll eða 4K/2,7K/1080p@30p með 4:3 myndhlutföll. B. EIS er stillt á RockSteady eða HorizonSteady, tekið upp í 4K/2,7K/1080p@30p með annað hvort 16:9 eða 4:3 myndhlutföll.
 8. DJI Avata 2 er stillt í verksmiðju á að framkvæma sjálfkrafa heimkomu (RTH) ef merki drónans aftengist. Notendur geta breytt stillingunni svo dróninn svífi eða lendi fyrir flugtak, í samræmi við raunverulegar aðstæður hverju sinni.
 9. Hámarksflugtími drónans er mældur við stöðugan 21,6 km/klst. flughraða í vindlausu umhverfi við sjávarmál, með myndavélina stillta á 1080p/30p, slökkt á myndbandsstillingu, frá því að rafhlaðan var í 100% hleðslu þar til hún náði 0%. Gögn eru aðeins til viðmiðunar. Fylgist alltaf með áminningum á skjá gleraugnanna á meðan á flugi stendur.
 10. EKKI tengja hleðslutækið eða jaðartæki eða setja í eða fjarlægja rafhlöður á meðan að samansöfnun orku á sér stað.
 11. 13 km drægni er aðeins hægt að ná undir FCC-staðli þegar mælt er í opnu umhverfi utandyra án truflana. Gögnin hér að ofan sýna hámarkssamskiptadrægni fyrir flug aðra leið samkvæmt hverjum staðli. Fylgist með heimkomuáminningum á skjá gleraugnanna á meðan á flugi stendur.
 12. Mælt með 1080p/100p myndbandssendingu, prófað utandyra í opnu truflanalausu umhverfi.
 13. Prófað í opnu umhverfi utandyra án truflana. Bitahraði myndbandssendingarinnar fer eftir umhverfinu.
 14. Sum lönd og landsvæði banna notkun 5,1 GHz eða 5,8 GHz tíðnisviðanna, eða beggja. Í sumum löndum og landsvæðum er 5,1 GHz tíðnin aðeins leyfð til notkunar innandyra. Ef 5,1/5,8 GHz tíðnisviðið er ekki í boði (eins og í Japan) er skjádeiling í snjallsíma í gegnum Wi-Fi ekki í boði. Til að ná fram skjádeilingu er mælt með snúrutengingu. Áður en flogið er skal athuga og ganga úr skugga um að farið sé eftir svæðisbundnum reglugerðum.
 15. Prófað í opnu umhverfi utandyra án truflana. Myndbandssendingardrægni fer eftir umhverfinu.
 16. Gögn eru frá rannsóknarstofum DJI og eru aðeins til viðmiðunar. Til að sjá ákveðnar prófunaraðstæður skal skoða viðkomandi vörusíðu á vef DJI.

DJI Avata 2 Fly More Combo (Single Battery)

174.990 kr.

Fly More Combo (Single Battery) inniheldur aukalega DJI RC Motion 3, DJI RC Motion 3 Lanyard, DJI Goggles 3, DJI Goggles 3 Foam Padding, DJI Goggles 3 Additional Forehead Pad, DJI Goggles 3 -2.0D Corrective Lenses (par) og USB-C OTG Cable.

DJI Avata 2

 • Gagntakandi flugupplifun
 • Þægileg hreyfistýring [1]
 • Þétt skot í ofurbreiðu 4K
 • Auðvelt ACRO [2]
 • Innbyggður spaðavari
 • POV-efni án vandræða

Nánari upplýsingar

Allur pakkinn

Yfirlit

Hinn adrenalínfulli FPV dróni DJI Avata 2 býður upp á bætta myndatöku, öryggi og rafhlöðuendingu. Hækkaðu í fjörinu þegar þú notar Avata 2 með hinum nýju DJI Goggles 3 og DJI RC Motion 3.

DJI Goggles 3

Framsýn bylting
DJI Goggles 3 býður nú upp á Real View PiP. Fylgstu með umhverfinu án þess að taka gleraugun af þér fyrir aukið öryggi og gagntekningu. Micro-OLED háskerpuskjár og ofurlág sendingartöf færa þér heiminn í beina sjón.

DJI RC Motion 3

Skynjaðu hvert flug
Framkvæmdu flóknar hreyfingar í lofti eins og ekkert sé með hjálp DJI RC Motion 3. Nýir flugstjórar geta framkvæmt ótrúlega kollhnísa og fleira í þeim dúr.

Veltur við hverjum steini

Einfalt ACRO [2]

Rístu, dýfðu og veltu drónanum til að skapa ótrúlegt myndefni, allt með einum smelli. Það hefur aldrei verið auðveldara að fanga frábært FPV myndefni á filmu með DJI RC Motion 3 og Avata 2.

Snúningur með einum smelli Velta með einum smelli 180° rek með einum smelli
Snýr drónanum um 360° fram eða aftur og gefur myndefninu þínu mikinn lit. Snýr drónanum um 360° til vinstri eða hægri og umbreytir hvaða senu sem er úr hversdagslegri í töfrandi. Háhraðarek um 180° fram hjá hlutum skapar dramatísk sjónræn áhrif.

Hreyfingar fyrir lengra komin

Fljúgðu fimlega um þröng rými með DJI FPV Remote Controller 3 á Manual-stillingu til að sýna fram á flugdirfsku [3] og djarfa sköpun.

Þétt skot í ofurbreiðu 4K

Skapaðu hrífandi myndefni með 155° sjónsviði Avata 2 og getu hans til að nálgast og fjarlægjast viðfangsefni snögglega. Nýir flugstjórar geta fljótlega orðið meistarar í listflugi og tekið hröð kvik skot í lágri flughæð sem aðrir drónar geta ekki.

1/1,3″ myndflaga

Ný 1/1,3″ myndflaga stækkar lýsingarbreytisvið myndefnis sem skilar sér í betra myndefni í litlu ljósi. [4]

 • Upplausn: 12 MP
 • Utankerfishristivörn: Gyroflow [6]

Gagntekning endurhugsuð

4K/60p HDR myndbönd [7]

Leystu úr læðingi þinn sanna flugmátt. 4K/60p HDR myndbandsupptaka Avata 2 fangar allt sem fanga þarf í háhraðaflugi. Í gleraugunum getur þú stillt skerpu og suðhreinsunarstyrk til að fínpússa myndböndin þín.

RockSteady

Avata 2 kemur með nýjasta hristivarnarreikniriti DJI og tekur upp mjúkt, stöðugt myndefni jafnvel þegar flogið er á miklum hraða eða í vindi.

HorizonSteady

HorizonSteady höndlar lárétta snúninga um allt að 360° og tryggir að myndefnið læsi sig á sjóndeildarhringinn jafnvel þó dróninn taki krappa beygju eða sveiflist mikið.

155° ofurbreitt sjónsvið

Magnaðu upp sjónina þína og auktu gagntekningu háhraðaflugs í lágri flughæð. Avata 2 býður upp á ofurbreitt sjónsvið, breitt sjónsvið og venjulegt sjónsvið svo þú hafir möguleikann á að aðlaga þig að aðstæðum.

10-bita D-Log M

Fangaðu smáatriði í ljósum og dökkum hlutum myndefnisins og fjölgaðu möguleikum í eftirvinnslu, auk þess að greiða fyrir litvinnslu.

Öryggið á oddinn

Heildaröryggi

Ný spaðavarahönnun Avata 2 gerir drónann léttari og fimari og gerir honum kleift að fljúga frjálslega við þröngar aðstæður. [4] Að sleppa inngjöfinni á RC Motion 3 eða að smella á læsingartakkann stöðvar drónann undireins, svo þú getur átt við óvæntar aðstæður á yfirvegaðan hátt. Þar að auki er sjálfvirkur heimkomueiginleiki (RTH) virkjaður þegar hleðsla drónans er lítil eða ef merki tapast, sem bæti við aukaöryggislagi. [8]

Háþróuð staðsetning með nýjum skynjurum

Nýir tvíaugna fiskaugaskynjarar gera sjónræna staðsetningu bæði niður á við og aftur á við mögulega í flugi í lítilli flughæð og flugi innandyra, sem bætir flugöryggi.

Skjaldbökustilling

Avata 2 getur sjálfkrafa snúið sér aftur í flugtaksstellinguna þegar hann er á hvolfi þegar kveikt er á skjaldbökustillingu (Turtle mode), svo þú getir tekið á loft tafarlaust.

Skarar fram úr á öllum sviðum

Lengra flug, færri takmarkanir

Avata 2 getur flogið í allt að 23 mínútur [9] og styður PD hraðhleðslu svo þú getur fljótlega hlaðið hann og tekið aftur á loft.

DJI Avata 2 Two-Way Charging Hub [3] hefur samansöfnunareiginleika sem gerir mögulegt að flytja orku sem er eftir í mörgum rafhlöðum yfir á þá sem hefur mesta hleðslu [10] og þannig veitt þér „aukarafhlöðu“ í áríðandi tilfellum.

O4 myndbandssending, bætt skynjun

Bættur stöðugleiki DJI O4 myndbandssendingarinnar gerir þér kleift að sökkva þér alveg í hvert einasta flug og veitir einnig aukið öryggi. Tveggja-senda, fjögurra-móttakara, fjögurra-loftneta-hönnun tryggir mikla truflanavörn og veitir allt að 13 km drægni, [11] töf allt niður í 24 ms, [12] 1080p/100fps háskerpumyndgæði og allt að 60 Mb/s bitahraða. [13]

Takmarkalaus ástríða

Horfðu á beint streymi DJI Goggles 3 frá Avata 2 í DJI Fly appi snjalltækisins þíns. [14] Tengstu úr allt að 5 m fjarlægð. [15] Það hefur aldrei verið auðveldara að deila FPV-spennunni og að læra að fljúga hefur aldrei verið aðgengilegra.

Geymdu meira, deildu meiru


Avata 2 kemur með 46 GB af innra geymsluminni sem getur geymt u.þ.b. 90 mínútur af 1080p/60p myndböndum, sem tryggir að þú festir á filmu bestu hluta hvers flugs.

Með Wi-Fi tengimöguleika til hraðra gagnaflutninga yfir á snjallsíma eru klipping og deiling lokaútkomunnar afar skilvirk.

Tæknibrellur í einum smelli með LightCut

LightCut appið tengist beint við DJI Avata 2 með Wi-Fi og gerir þér kleift að bæta Sky VFX við myndböndin í eftirvinnslu á snjallan hátt, byggt á flugleiðinni sem farin var. Þannig getur þú á auðveldan hátt skapað aðlaðandi loftmyndbönd. Engin þörf er á að hala myndefninu niður til að klippa það í appinu og þökk sé ‌One-Tap Edit eiginleikanum gerir það þér kleift að framleiða fínpússað efni án nokkurrar fyrirhafnar.

Sky VFX One-Tap Edit Þráðlaus tenging
Eftir að hafa tengt tækið og flutt inn myndefnið getur þú valið Sky VFX til að bæta efni ofan á myndbandið, bæta við texta, sýndarstjórnklefa og mælaborðsáhrifum og þannig aukið á gagnvirkni myndbandanna þinna. Notast við gervigreind til að þekkja myndbandstegundir og þemu og gerir þér kleift að sía út og velja áhersluatriði með mjúkum hreyfingum og framúrskarandi samsetningu. Með hjálp mikils úrvals þemasniðmáta getur þú framleitt fínpússað efni. Appið býður einnig upp á snjallar hljóðbrellur, litaendurheimt, viðbót vatnsmerkja með einum smelli, kreditlista og fleira. Þegar Avata 2 er tengdur þráðlaust við LightCut getur þú forskoðað myndböndin í appinu og klippt þau án þess að þurfa að hala því niður og sparað þannig dýrmætt geymslupláss snjallsímans þíns.

Hvað hentar þér? – vöruyfirlit

DJI Avata 2 Fly More Combo (Single Battery)

Inniheldur DJI Avata 2 drónann, Goggles 3, RC Motion 3 og fleira. Þessi pakki gerir þér kleift að koma þér af stað með Avata 2 og upplifa gleðina sem felst í gagntakandi flugi.

DJI Avata 2 Fly More Combo (Three Batteries)

Samanborið við DJI Avata 2 Fly More Combo (Single Battery) inniheldur þessi pakki að auki Two-Way Charging Hub, tvær rafhlöður og hliðartösku. Hann býður þannig upp á yfirgripsmeiri pakka sem gerir þér kleift að fljúga án drægniáhyggna og skoða fleiri flugmöguleika.

DJI FPV Remote Controller 3 [3]

Auk Normal- og Sport-stillinga býður DJI FPV Remote Controller 3 upp á Manual-stillingu sem hentar betur lengra komnum flugstjórum sem vilja æfa sig og verða meistarar í flóknari færni.

DJI Avata 2 ND Filters Set [3]

ND 8/16/32 síur tækla ýmiss konar birtuskilyrði og tryggja að birta og birtuskil séu viðeigandi, sem skilar sér í hágæðaútkomu.

Þetta helst – vörusamanburður

DJI Avata 2 DJI Avata
Easy ACRO

Flip, Roll, 180° Drift

1/1,3″ CMOS ofurvíðlinsumyndavél 1/1,7″ ofurvíðlinsumyndavél
4K/60p HDR myndbönd [7] 4K/60p myndbönd
10-bita D-Log M litastilling D-Cinelike litastilling
Sjónræn staðsetning niður á við og aftur á bak Sjónræn staðsetning niður á við
Allt að 23 mínútna flugtími[9]

Dróninn styður PD hraðhleðslu.

Allt að 18 mínútna flugtími[16]

DJI O4 myndbandssending

Hámarksdrægni sendingar: 13 km [11]

Hámarksbitahraði sendingar: 60 Mb/s [13]

DJI O3+ myndbandssending

Hámarksdrægni sendingar: 10 km [16]

Hámarksbitahraði sendingar: 50 Mb/s [16]

46GB innra geymslupláss

QuickTransfer fyrir háhraðagagnaflutning

20GB innra geymslupláss

Smáa letrið

* Öll gögn á þessari síðu voru mæld með framleiðsluútgáfu DJI Avata 2 í stýrðu umhverfi. Raunveruleg upplifun fer eftir umhverfi, notkunartilfelli og fastbúnaðarútgáfu.
** Öll myndbönd og myndir á þessari síðu voru tekin af fagfólki með DJI Avata 2 í ströngu samræmi við svæðisbundin lög og reglugerðir og hefur verið breytt í eftirvinnslu á ýmsan hátt. Myndböndin og myndirnar eru aðeins til viðmiðunar; raunveruleg útkoma getur verið mismunandi. Fylgið alltaf svæðisbundnum lögum og reglugerðum og gangið úr skugga um að dróninn hafi öðlast viðeigandi vottanir og flugleyfi áður en flogið er.
*** Allar myndir, myndbönd og myndir af skjá vörunnar sjálfrar á þessari síðu eru aðeins til viðmiðunar. Raunverulegir eiginleikar vörunnar (þar með talið en ekki takmarkað við útlit, lit og stærð) og myndir af ská (þar með talið en ekki takmarkað við bakgrunni, viðmót og teikningar) geta verið mismunandi.

 1. Krefst vöru úr DJI RC Motion-línunni eða DJI Goggles-línunni, sem eru seld sér í lagi eftir þörfum. Athugið vörusíðuna á vef DJI fyrir frekari upplýsingar.
 2. Krefst vöru úr DJI RC Motion-línunni, sem eru seld sér í lagi eftir þörfum. Athugið vörusíðuna á vef DJI fyrir frekari upplýsingar.
 3. Fylgir ekki.
 4. Samanborið við DJI Avata.
 5. Á við um DJI Mini 4 Pro og DJI Air 3 myndavélardrónana.
 6. Til að nota Gyrowflow hristivörn skal slökkt á rafrænni hristivörn í valmynd gleraugnanna fyrir flug og sjónsviðið stillt á breitt (wide-angle) til að ganga úr skugga um að Gyrowflow geti túlkað myndefnið og gert það stöðugt á áhrifaríkan hátt.
 7. HDR myndbönd eru í boði í tveimur tilfellum: A. Slökkt á EIS, tekið upp í 4K/2,7K/1080p@60/50/30p með 16:9 myndhlutföll eða 4K/2,7K/1080p@30p með 4:3 myndhlutföll. B. EIS er stillt á RockSteady eða HorizonSteady, tekið upp í 4K/2,7K/1080p@30p með annað hvort 16:9 eða 4:3 myndhlutföll.
 8. DJI Avata 2 er stillt í verksmiðju á að framkvæma sjálfkrafa heimkomu (RTH) ef merki drónans aftengist. Notendur geta breytt stillingunni svo dróninn svífi eða lendi fyrir flugtak, í samræmi við raunverulegar aðstæður hverju sinni.
 9. Hámarksflugtími drónans er mældur við stöðugan 21,6 km/klst. flughraða í vindlausu umhverfi við sjávarmál, með myndavélina stillta á 1080p/30p, slökkt á myndbandsstillingu, frá því að rafhlaðan var í 100% hleðslu þar til hún náði 0%. Gögn eru aðeins til viðmiðunar. Fylgist alltaf með áminningum á skjá gleraugnanna á meðan á flugi stendur.
 10. EKKI tengja hleðslutækið eða jaðartæki eða setja í eða fjarlægja rafhlöður á meðan að samansöfnun orku á sér stað.
 11. 13 km drægni er aðeins hægt að ná undir FCC-staðli þegar mælt er í opnu umhverfi utandyra án truflana. Gögnin hér að ofan sýna hámarkssamskiptadrægni fyrir flug aðra leið samkvæmt hverjum staðli. Fylgist með heimkomuáminningum á skjá gleraugnanna á meðan á flugi stendur.
 12. Mælt með 1080p/100p myndbandssendingu, prófað utandyra í opnu truflanalausu umhverfi.
 13. Prófað í opnu umhverfi utandyra án truflana. Bitahraði myndbandssendingarinnar fer eftir umhverfinu.
 14. Sum lönd og landsvæði banna notkun 5,1 GHz eða 5,8 GHz tíðnisviðanna, eða beggja. Í sumum löndum og landsvæðum er 5,1 GHz tíðnin aðeins leyfð til notkunar innandyra. Ef 5,1/5,8 GHz tíðnisviðið er ekki í boði (eins og í Japan) er skjádeiling í snjallsíma í gegnum Wi-Fi ekki í boði. Til að ná fram skjádeilingu er mælt með snúrutengingu. Áður en flogið er skal athuga og ganga úr skugga um að farið sé eftir svæðisbundnum reglugerðum.
 15. Prófað í opnu umhverfi utandyra án truflana. Myndbandssendingardrægni fer eftir umhverfinu.
 16. Gögn eru frá rannsóknarstofum DJI og eru aðeins til viðmiðunar. Til að sjá ákveðnar prófunaraðstæður skal skoða viðkomandi vörusíðu á vef DJI.
Scroll to Top