Nánari upplýsingar

Skilgreiningin á krafti og afköstum

Fáguð hönnun

Inspire 3 er atvinnumyndavélardróni með glænýja hönnun sem minnkar loftmótstöðu.

Hámarksdýfuhraðinn eykst úr 9 m/s með Inspire 2 í 10 m/s, á meðan að lóðréttur hækkunar- og lækkunarhraði hefur aukist úr 6 m/s og 4 m/s í 8 m/s. [1]

Lipur dróninn veitir náttúrulega og nákvæma stjórn og lengir flugtíma upp í allt að 28 mínútur. [2]

FPV myndavélin, sjónrænir skynjarar, staðsetningarloftnetið og minniskortaraufin eru öll byggð inn í drónann á hnökralausan og mínímalískan hátt.

Inspire 3 erfir umbreytanlega hönnun Inspire-línunnar og notast við glænýja hönnun sem styður 360° Pan og Tilt Boost. Þegar lendingarbúnaðurinn er lækkaður styður rambaldið hindranalausa 80° myndatöku upp á við, [3]  sem gerir kvikmyndatökufólki kleift að taka einstaklega frumleg skot.

Tilt Boost 360° Pan Travel Mode

Frá ytri hönnuninni að innri samsetningunni er hvert smáatriði Inspire 3 úthugsað og bestað.

3D forskoðun AR forskoðun

Rúmgreind út fyrir endimörk alheimsins

Nákvæmt hreyfanlegt flugkerfi

RTK staðsetning niður á sentímetra

Inspire 3 kemur með mjög nákvæmum RTK staðsetningarbúnaði líkt og notaður er í iðnaði á borð við arkitektúr og landmælingar til að ná fram nákvæmni upp á sentímetra. [4] Samanborið við hefðbundna staðsetningu með nákvæmni upp á metra sem Global Navigation Satellite Systems (GNSS) styður gerir RTK flug ekki aðeins stöðugra heldur gerir skipulagningu flugleiða einnig nákvæmara og bætir skapandi afköst.

RTK loftnet eru innbyggð í drónann með nýrri staflaðri keramikhönnun, sem gerir kleift að nota þrjár tegundir GNSS (GPS, BeiDou og Galileo) og veitir tveggja-tíðna staðsetningu með nákvæmni upp á sentímetra. Með því að virkja RTK-net [5] eða að setja upp D-RTK 2 Mobile Station [6] geta notendur fengið hárnákvæma staðsetningu án annarra eininga aukalegra.

Custom Network RTK RTK Base Station
Fyrir beina notkun á svæðum sem RTK þekur. Kveiktu einfaldlega á netsambandi á DJI RC Plus og tengstu við NTRIP þjón til að gera Inspire 3 kleift að taka á móti yfirgripsmiklum gögnum fyrir hraða og nákvæma staðsetningu. Á svæðum án þekju RTK-neta er hægt að nota RTK eiginleikann með því að setja upp D-RTK 2 Mobile Station. Þá getur Inspire 3 tekið á móti yfirgripsmiklum gögnum frá stöðinni fyrir nákvæma staðsetningu.

Tvö loftnet

Bæði framhlið og bakhlið Inspire 3 hafa innbyggð stöfluð keramikloftnet, sem draga úr segultruflunum og bæta þannig nákvæmni og öryggi flugs.

Waypoint Pro

Waypoint Pro er sérhannað fyrir myndatöku úr lofti og gerir notendum kleift að plana flugleiðir og skot með miklu úrvali af sérsniðnum stillingum. Með Repeatable Routes og 3D Dolly stillingunum er hægt að njóta nýstárlegrar upptökuupplifunar á auðveldan hátt. Þar að auki tryggir sentímetranákvæmni RTK staðsetningarbúnaðarins nákvæmari skipulagningu og framkvæmd flugleiða. Hvort sem þú ert að taka upp eitt eða sem hluti af atvinnuteymi getur þú notað Waypoint Pro til að fullkomna flóknustu senur.

Repeatable Routes

Með Repeatable Routes flýgur dróninn sjálfkrafa sömu leið og heldur öllum forstilltum stillingum svo sem flughæð, hraða, horni rambalds og myndavélarstillingum. Að endurtaka sama flugið gerir kvikmyndatökufólki auðvelt að taka senur í einu skoti, eða að fljúga á mismunandi tímum á sama stað til að taka langtíma-timelapse-myndbönd sem fanga breytingarnar milli dags og nætur eða frá árstíð til árstíðar.

3D Dolly

3D Dolly getur hermt eftir krana, cablecam eða dolly á kvikmyndasettum og farið langt fram úr takmörkunum þeirra tækja.

Eftir skipulagningu flugleiðar getur kvikmyndatökumanneskjan stýrt drónanum handvirkt til að færa sig innan leiðarinnar, fram og til baka, og stillt á meðan stillingar á borð við hraða, horn rambalds og fleira eftir þörfum. Þetta auðveldar flóknar hreyfingar og getur bætt útlit kvikmyndarinnar.

Spotlight Pro

Spotlight Pro hefur verið uppfært frá Inspire 2 og gerir einstaklingum fleiri skot möguleg. Eiginleikinn byggir á öflugum vélarnámsreikniritnum og getur sjálfkrafa þekkt viðfangsefni og læst sig á fólk, ökutæki og báta með meiri nákvæmni en fyrirrennari sinn.

Þegar Follow stilling Spotlight Pro er notuð snúast dróninn og rambaldsmyndavélin í sömu átt og læsa sig á viðfangsefnið svo flugmaðurinn geti flogið í hringi í kringum viðfangsefnið án þess að breyta römmuninni handvirkt.

Follow mode Free mode

Með Free stillingunni, þökk sé 360° rambalds-pani Inspire 3, getur rambaldsmyndavélin fest sig á viðfangsefni á meðan flugmaður notar FPV myndavélina til að athuga umhverfið sitt og stýra flugleiðinni náttúrulega til að ná fram flóknum myndavélarhreyfingum á auðveldari hátt.

Skynjarar í allar áttir

Inspire 3 er með níu skynjara, sem gera drónanum kleift að skynja hindranir í allar áttir og vernda þannig drónann á allar hliðar í flugi. [7]

Í fyrsta skipti er fiskaugamyndavél á hverjum af fjórum lendingarörmum drónans. Þessi hönnun kemur í veg fyrir að dróninn hylji skynjarana þegar lendingarbúnaðinum er lyft, og gerir lárétta hindranaskynjun mögulega þegar lendingarbúnaðurinn er niðri.

360° láréttir sjónrænir skynjarar Sjónrænir skynjarar upp á við Sjónrænir skynjarar niður á vig ToF skynjari niður á við

Sérsníðanleg hindranaskynjun

Þar að auki hefur Inspire 3 nýjan sérsníðanlegan eiginleika sem tryggir aukið flugöryggi og aukið skapandi frelsi. Hindranaskynjun upp á við og niður á við, auk láréttrar hindranaskynjunar, má kveikja eða slökkva á hverri fyrir sig, og hægt er að stilla drægi hindranaviðvarana handvirkt til að henta mismunandi aðstæðum. [8]

Þegar slökkt er á virkri hindranaforðun geta notendur þó skoðað fjarlægðina frá hindrun á stjórnunarskjánum í rauntíma og fá hljóðmerki þegar hindrun er innan ákveðinnar fjarlægðar, án þess að dróninn forðist hindrunina sjálfur. Þetta veitir fagflugfólki nýja möguleika til að ná flóknari skotum.

Ofurvíð FPV myndavél með nætursjón

Inspire 3 kemur með nýja 1/1.8″ FPV myndavél með 3 μm pixla, ofurbreitt 161° DFOV sjónsvið og getuna til að senda beint myndmerki allt að 1080p/60 fps. Samanborið við Inspire 2 er sjónsviðið (DFOV) u.þ.b. tvöfalt meira. Þessi FPV myndavél skynjar meira ljós og gerir flugfólki þannig kleift að athuga umhverfið í kringum sig á skýran og skæran hátt, jafnvel að nóttu til, og tryggja þannig aukið flugöryggi.

Inspire 3
Stærð myndflögu DFOV Gæði beins myndmerkis
1/1.8″ 161° 1080p/60 fps
Inspire 2
Stærð myndflögu DFOV Gæði beins myndmerkis
1/7.5″ 84° 480p/30 fps

Magnað nýtt sjónarhorn úr lofti

Full-frame 8K myndatökukerfi

Sérsniðin 8K myndflaga

Léttasta full-frame þriggja-ása rambaldsmyndavél DJI, X9-8K Air, er sérstaklega hönnuð fyrir Inspire 3 til að taka drónamyndatöku á næsta stig. Myndavélin er með nýjasta myndvinnslukerfi DJI, CineCore 3.0, sem styður upptöku allt að 8K/25 fps CinemaDNG myndbanda [9] auk 8K/75 fps [10] Apple ProRes RAW myndbanda, [9] sem uppfyllir þarfir atvinnufólks í kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu.

ProRes RAW upptaka allt að CinemaDNG upptaka allt að
8K/75 fps 8K/25fps

8K myndbandsupptakan veitir háa upplausn og heldur smáatriðum vel svo myndböndin verða enn líkari því sem mannsaugað sér, með ótrúlegri skerpu á stærri skjám. RAW hleypir fullum krafti í myndflögu X9-8K Air og veitir nægilega mikið svigrúm fyrir tæknibrellur og litaleiðréttingu.

Í S&Q stillingunni styður X9-8K Air upptöku allt að full-frame 4K/120 fps ProRes RAW myndbanda án myndskurðar, og veitir þannig fjölbreyttari eftirvinnslumöguleika.

Tvöfalt native ISO

X9-8K Air styður tvöfalt native ISO. Í myndbandsupptöku við 30 fps og undir býður dróninn upp á EI 800/4000, sem styður 24 fps rammatíðnina sem er oft notuð í kvikmyndaframleiðslu og 25 fps sem er oft notað í auglýsinga- og sjónvarpsframleiðslu. Yfir 30 fps er EI 320/1600 í boði.

Þetta gerir X9-8K Air kleift að taka myndir í miklum smáatriðum og með litlum truflunum, jafnvel myrka borgarmynd eða strendur, og er á pari við atvinnukvikmyndatökuvélar.

14+ stopp af lýsingarbreytisviði (dynamic range)

X9-8K Air styður 14+ stopp af lýsingarbreytisviði, sem fangar skörp smáatriði í ljósum og dökkum hlutum þar sem lýsing er flókin, svo sem við sólarupprás eða sólsetur. Hátt lýsingarbreytisvið veitir fleiri möguleika í eftirvinnslu og heldur eftir raunverulegum litum jafnvel eftir miklar breytingar á birtumagni.

DL-festingarlinsur [11]

X9-8K Air erfir DL-festingu DJI og virkar því með aukalegri 18 mm F2.8 full-frame ofurvíðlinsu og nýja aðdráttarlinsu (kemur út síðar) [12] auk fyrra full-frame linsuúrvalinu, DL 24/35/50 mm F2.8. Allar fimm linsur eru sérsniðnar fyrir loftmyndatöku. Hýsingarnar eru gerðar úr léttum, skellaga koltrefjum, svo léttasta linsan vegur aðeins 178 g og uppfyllir þannig kröfu Inspire 3 um ofurmikla lipurð.

Meira um nýju DL 18 mm F2.8 linsuna
Nýja DL 18 mm F2.8 ASPH full-frame linsan er sérhönnuð fyrir 8K kvikmyndatöku úr lofti. Með full-frame 100° DFOV sjónsvið getur 18 mm fókuslengdin fangað meira, sem gerir linsuna mjög gagnlega til að festa stærri viðfangsefni svo sem fjöll og arkitektúr á filmu. Þar að auki bætir ofurvítt sjónsviðið sjónrænni spennu við skot þegar viðfangsefni er nálgast. Mikil skerpa og vel stýrð litvilla gerir linsunni einnig kleift að taka upp 8K myndefni með skarpari smáatriðum og lifandi litum.

DJI Cinema Color System (DCCS)

DJI Cinema Color System byggir á háþróuðum litavísindum og -tækni DJI og gerir X9-8K Air kleift að viðhalda raunverulegum litum sem endurskilgreina útlit loftkvikmyndatöku. Þetta á við um náttúrulegt umhverfi sem og borgarumhverfi og nær blæbrigðum húðar fólks í mismunandi umhverfum og við mismunandi litaskilyrði. DCCS tryggir að litir úr X9-8K Air og kvikmyndatökuvéla á borð við DJI Ronin 4D passi saman, svo það verði samræmi í litum í lofti sem og á jörðu og uppfylli þarfir kvikmyndagerðarfólks í eftirvinnslu.

Timecode-samstilling milli myndavéla

Í gegnum 3,5 mm tengið á drónanum getur þú samstillt timecode milli búnaðar í lofti og á jörðinni, sem auðveldar klippingu töluvert þegar verið er að vinna með myndefni úr mörgum myndavélum.

Samtengt vistkerfi

O3 Pro myndbandssending og stýrikerfi

DJI RC Plus

Með Inspire 3 fylgir fagmannafjarstýring, DJI RC Plus, með innbyggðan 7″ 1200 cd/m2 bjartan skjá sem sést vel á utandyra. Einnig er fjarstýringin með HDMI úttak, auk margra takka og hnappa að framan, aftan og ofan, sem gera þér kleift að stýra drónanum hratt og auðveldlega. Hægt er að stilla virkni takka eftir venjum notanda.

Innbyggð rafhlaða RC Plus veitir u.þ.b. 3,3 klst. endingu, og hægt er að lengja það í 6 hours með utanáliggjandi WB37 rafhlöðu. [11] Einnig styður fjarstýringin útskipti á meðan hún er í notkun til að bæta skilvirkni.

Auk klassísku flugstýringarinnar bætir nýja DJI Pilot 2 appið fyrir Inspire við viðmóti sem hentar fagfólki í kvikmyndatöku, sem sýnir með auðveldum og þægilegum hætti upplýsingar á borð við lýsingartíma myndavélarinnar, myndbandsstillingar, fókuslengd og horn rambalds, og uppfyllir þannig allar helstu kröfur.

Aukahlutir svo sem band og mittisstuðningur fylgja einnig svo langtímanotkun sé þægilegri og skilvirkari.

O3 Pro myndbandssending [13]

Inspire 3 er með O3 Pro, nýjasta myndbandssendingarkerfi DJI, sem getur sent myndmerki allt að 15 km á single control stillingu [14] og 12 km [15] á dual-control stillingu. Bæði rambaldsmyndavélin og FPV myndavélin styðja 1080p/60 fps myndbandssendingu og aðeins 90 ms töf. [16] Samanborið við Lightbridge myndbandssendingarkerfi Inspire 2 tekur O3 Pro kynslóðarstökk í drægni, töf og almennum stöðugleika.

Í fyrsta skipti eru 4K/30 fps myndmerki einnig studdar með allt að 5 km drægni, til að uppfylla þarfir UHD vöktunar og beinna útsendinga á setti. [17]

Inspire 3
Hámarksdregni myndbandssendingar (Single Control) Hámarksdregni myndbandssendingar (Dual Control) Hámarksrammatíðni myndmerkis Hámarksupplausn myndmerkis
15 km 12 km 1080p/60fps 4K/30fps
Inspire 2
Hámarksdregni myndbandssendingar (Single Control) Hámarksdregni myndbandssendingar (Dual Control) Hámarksrammatíðni myndmerkis Hámarksupplausn myndmerkis
7 km 7 km 720p/30fps 720p/30fps

Sjálfstæðar tengingar fyrir tvöfalda stýringu [18]

Samanborið við fyrirrennara sinn hefur tvöföld stýring Inspire 3 hlotið stóra uppfærslu. Tvær fjarstýringar geta tekið við beinum myndmerkjum og stýrt drónanum sjálfstætt, svo flugmaður og rambaldsstjórnandi geta verið á mismunandi stöðum á settinu. Þannig brýst Inspire 3 út úr takmörkunum Inspire 2 varðandi samtengingu aðal- og aukastýritenginga.

Ef flugmaður missir tenginguna getur rambaldsstjórnandinn tekið stjórnina á drónanum til að flytja hann heim á öruggan hátt eða lenda beint.

Virkar með DJI PRO vistkerfinu

Styður DJI High-Bright Remote Monitor [11]

Auk RC Plus styður Inspire 3 notkun DJI High-Bright Remote Monitor sem aukafjarstýringar. Skjáinn er hægt að para beint við Inspire 3 til að taka á móti beinu myndmerki og getur jafnvel stýrt rambaldinu og fókus þegar Ronin 4D Hand Grips eru fest á hann. [11] HDMI [19] og SDI [19] tengi á fjarstýringunni geta einnig veitt öðrum vöktunartækjum beint myndmerki.

Styður DJI Three-Channel Follow Focus [11]

Sem meðlimur DJI PRO vistkerfisins getur DJI Three-Channel Follow Focus sent stýrimerki til Inspire 3 í gegnum O3 Pro sendingarkerfið (krefst DJI High-Bright Remote Monitor sem milliliðs). Með Three-Channel Follow Focus, er hægt að ná fram nákvæmari fókus úr fjarlægð og stillt ljósop án skrefa.

* Þegar DJI Three-Channel Follow Focus er notað með tveimur DJI RC Plus fjarstýringum þarf DJI High-Bright Remote Monitor að tengjast við RC Plus fjarstýringu rambaldsstjórnandans með HDMI og USB-snúrum. Þetta gerir flugstjórn, rambaldsstjórn og fókusstýringu mögulega fyrir sérhæfða tökuliðsmeðlimi.

Styður DJI Master Wheels [11]

Þegar DJI High-Bright Remote Monitor er paraður sem aukafjarstýring (sem milliliður við PRO vistkerfið) er hægt að stýra rambaldi Inspire 3 með DJI Master Wheels. Þannig verður rambaldsstjórnunarupplifunin á pari við Ronin 2 og uppfyllir venjur kvikmyndatökufólks.

Styður DJI Transmission [11]

Með DJI Transmission styður Inspire 3 aukna vöktun á setti. Tengdu RC Plus við DJI Video Transmitter á Broadcast stillingunni. [20] Þá geta bein myndmerki verið send í ótakmarkaðan fjölda þráðlausra skjáa og þannig bætt enn fremur skilvirkni samstillingar.

Byggt fyrir heilsdagsupptöku

Til í hvað sem er

Tveggja-rafhlaðna kerfi

Inspire 3 er með nýtt TB51 tveggja-rafhlaðna kerfi sem nýtir nýjustu rafhlöðutæknina til að bæta áreiðanleika og afköst.

TB51 rafhlöður eru smærri, léttari, straumlínulagaðri og með hærri spennu en TB50. Þær veita allt að 28 mínútna flugtíma [2] og er hægt að skipta þeim út á meðan á notkun stendur.

Ef hitastig rafhlöðunnar fer undir 18° C virkjar rafhlaðan sjálfkrafa hitunareiginleika svo flugafköst haldist jafnvel í umhverfi með hitastig niður í -20° C.

Ný hleðslustöð

Glæný samanbrjótanleg hleðslustöð nær fullkomnu jafnvægi milli hleðslunýtni og geymslustærðar. Stöðin rúmar átta rafhlöður. Á hraðstillingu getur hún hlaðið tvær rafhlöður upp í 90% á aðeins 35 mínútum [21] og átta rafhlöður upp í 100% á aðeins 160 mínútum. [21] Innbyggt 65W USB-C tengi má einnig nota til að hlaða RC Plus.

DJI PROSSD 1TB fylgir

DJI PROSSD 1TB gagnageymsla fylgir og styður allt að 900 Mb/s leshraða. [22] Myndefnið er hægt að lesa inn á tölvu beint í gegnum meðfylgjandi USB-C í USB-C snúru, án kortalesara.

Geymsla og flutningar

Nýhönnuð taska er með útdraganlegu handfangi, tveimur hliðarhandföngum og fjórum hjólum sem geta hreyfst 360° og auðveldar þannig flutninga. Að auki eru tveir talnalásar til staðar fyrir aukið öryggi. Taskan tekur einn dróna, eina X9-8K Air rambaldsmyndavél, tvær RC Plus fjarstýringar, fjórar linsur, tólf rafhlöður, tvær hleðslustöðvar, þrjú sett af spöðum og fleiri aukahluti. Nýir samanbrjótanlegir spaðar eru auðveldir í geymslu og þarf ekki að setja þá aftur á fyrir hvert flug.

Smáa letrið

* Vinsamlegast athugið og fylgið í einu og öllu svæðisbundnum lögum og reglugerðum áður en flogi ðer.
** Allar prófanir voru gerðar á framleiðsluútgáfu DJI Inspire 3 í stýrðu umhverfi. Raunveruleg upplifun fer eftir umhverfi, notkun og útgáfu fastbúnaðar.
*** Öll myndbönd og myndir á þessari síðu voru teknar upp í ströngu samræmi við viðeigandi svæðisbundin lög og reglugerðir.
**** Fyrir notkun þarf að virkja Inspire 3 með DJI Pilot 2 appinu.

 1. Fullur hraði prófaður við flug í vindlausu umhverfi við sjávarmál, með rambaldsmyndavélina og linsuna festa við drónann og án annarra aukahluta. Gögnin eru aðeins til viðmiðunar.
 2. Mælt við flug fram á við við stöðugan 36 km/klst. hraða með lendingarbúnaðinn niðri í vindlausu umhverfi við sjávavrmál, með rambaldsmyndavélina og linsuna festa við drónann og án annarra aukahluta, að taka upp 4K/24 fps H.264 (S35) myndband þar til rafhlaðan náði 0%. Gögnin eru aðeins til viðmiðunar, vinsamlegast farið eftir raungildunum í appinu.
 3. Mælt með DL 50 mm linsu með lendingarbúnaðinum niðri og drónanum svífandi í vindlausu umhverfi.
 4. Þegar slökkt er á RTK notar DJI Inspire 3 GNSS staðsetningu sem sjálfgefinn valmöguleika.
 5. Áður en custom network RTK er notað, hafið samband við birgja á ykkar svæði til að kaupa þjónustuna.
 6. D-RTK 2 Mobile Station fylgir ekki.
 7. Hindranaskynjun er ekki virk þegar lendingarbúnaðurinn er að fara upp eða niður. Þegar lendingarbúnaðurinn er niðri eru blindir blettir fremst til vinstri og hægri á drónanum, u.þ.b. 20° breitt.
 8. Drægi sérsniðinnar bremsunar hindranavarnar er 2-10 metrar lárétt, 1–3 metrar upp á við og 1 metri niður á við. Drægi sérsniðinna viðvarana hindranavarnar er 2,1–30 metrar lárétt, 1,1–10 metrar upp á við og 1,1–10 metrar niður á við.
 9. Leyfislykill fylgir ekki.
 10. Upptaka 8K/75 fps myndbanda krefst full-frame 2.4:1 myndhlutfalla og Apple ProRes RAW á S&Q stillingu.
 11. Fylgir ekki.
 12. Nýja aðdráttarlinsan kemur út síðar.
 13. Mælt í truflanalausu umhverfi utandyra, án hindrana, með rambaldsmyndavélina og linsuna festa við drónann og án annarra aukahluta. Gögnin hér að ofan sýna hámarksfjarlægð samskipta fyrir flug aðra leið undir hverjum staðli. Vinsamlegast fylgið með áminningum í appinu á meðan á flugi stendur.
 14. Hámarksmynbandssendingardrægni á single control stillingu: FPV myndavél: u.þ.b. 15 km (FCC), 8 km (CE/SRRC/MIC). Rambaldsmyndavél (1080p/60 fps bein myndmerki): u.þ.b. 13 km (FCC), 7 km (CE/SRRC/MIC). Rambaldsmyndavél (4K/30 fps bein myndmerki): u.þ.b. 5 km (FCC), 3 km (CE/SRRC/MIC).
 15. Hámarksmynbandssendingardrægni á dual-control stillingu: FPV myndavél: u.þ.b. 12 km (FCC), 6,4 km (CE/SRRC/MIC). Rambaldsmyndavél (1080p/60 fps bein myndmerki): u.þ.b. 11,2 km (FCC), 5,6 km (CE/SRRC/MIC). Rambaldsmyndavél (4K/30 fps bein myndmerki): u.þ.b. 4 km (FCC), 2,4 km (CE/SRRC/MIC).
 16. Minnsta töf rambaldsmyndavélarinnar var mæld við upptöku 4K/60 fps ProRes RAW myndbands. Minnsta töf FPV myndavélarinnar var mæld með sterkum myndbandssendingarmerkjum.
 17. Aðeins þegar rammatíðni er 30 fps eða lægri.
 18. Þegar tvær fjarstýringar eru notaðar, gakktu úr skugga um að loftnet beggja fjarstýringa beinist í áttina að drónanum og að það séu engar hindranir milli fjarstýringanna og drónans. Annars gæti fjarstýring með lélegt merki haft neikvæð áhrif á samskiptagæði hinnar fjarstýringarinnar.
 19. Tengið er á DJI Remote Monitor Expansion Plate, sem fylgir ekki.
 20. Sendingarafköst eru önnur í Broadcast stillingunni.
 21. Prófað við 25°C stofuhita í vel loftræstu umhverfi og er aðeins til viðmiðunar.
 22. Mælt með meðfylgjandi USB-C í USB-C gagnasnúru með Apple MacBook Pro 2021 (Apple M1 Max örgjörvi).

Inspire 3

2.499.900 kr.

Náðu tökum á hinu óséða

DJI Inspire 3 veitir áður óþekkta skilvirkni og skapandi frelsi. Þessi 8K myndavélardróni gerir atvinnukvikmyndatökufólki kleift að fullnýta möguleika hvers skots og ná tökum á hinu óséða.

Ekki til á lager

Nánari upplýsingar

Skilgreiningin á krafti og afköstum

Fáguð hönnun

Inspire 3 er atvinnumyndavélardróni með glænýja hönnun sem minnkar loftmótstöðu.

Hámarksdýfuhraðinn eykst úr 9 m/s með Inspire 2 í 10 m/s, á meðan að lóðréttur hækkunar- og lækkunarhraði hefur aukist úr 6 m/s og 4 m/s í 8 m/s. [1]

Lipur dróninn veitir náttúrulega og nákvæma stjórn og lengir flugtíma upp í allt að 28 mínútur. [2]

FPV myndavélin, sjónrænir skynjarar, staðsetningarloftnetið og minniskortaraufin eru öll byggð inn í drónann á hnökralausan og mínímalískan hátt.

Inspire 3 erfir umbreytanlega hönnun Inspire-línunnar og notast við glænýja hönnun sem styður 360° Pan og Tilt Boost. Þegar lendingarbúnaðurinn er lækkaður styður rambaldið hindranalausa 80° myndatöku upp á við, [3]  sem gerir kvikmyndatökufólki kleift að taka einstaklega frumleg skot.

Tilt Boost 360° Pan Travel Mode

Frá ytri hönnuninni að innri samsetningunni er hvert smáatriði Inspire 3 úthugsað og bestað.

3D forskoðun AR forskoðun

Rúmgreind út fyrir endimörk alheimsins

Nákvæmt hreyfanlegt flugkerfi

RTK staðsetning niður á sentímetra

Inspire 3 kemur með mjög nákvæmum RTK staðsetningarbúnaði líkt og notaður er í iðnaði á borð við arkitektúr og landmælingar til að ná fram nákvæmni upp á sentímetra. [4] Samanborið við hefðbundna staðsetningu með nákvæmni upp á metra sem Global Navigation Satellite Systems (GNSS) styður gerir RTK flug ekki aðeins stöðugra heldur gerir skipulagningu flugleiða einnig nákvæmara og bætir skapandi afköst.

RTK loftnet eru innbyggð í drónann með nýrri staflaðri keramikhönnun, sem gerir kleift að nota þrjár tegundir GNSS (GPS, BeiDou og Galileo) og veitir tveggja-tíðna staðsetningu með nákvæmni upp á sentímetra. Með því að virkja RTK-net [5] eða að setja upp D-RTK 2 Mobile Station [6] geta notendur fengið hárnákvæma staðsetningu án annarra eininga aukalegra.

Custom Network RTK RTK Base Station
Fyrir beina notkun á svæðum sem RTK þekur. Kveiktu einfaldlega á netsambandi á DJI RC Plus og tengstu við NTRIP þjón til að gera Inspire 3 kleift að taka á móti yfirgripsmiklum gögnum fyrir hraða og nákvæma staðsetningu. Á svæðum án þekju RTK-neta er hægt að nota RTK eiginleikann með því að setja upp D-RTK 2 Mobile Station. Þá getur Inspire 3 tekið á móti yfirgripsmiklum gögnum frá stöðinni fyrir nákvæma staðsetningu.

Tvö loftnet

Bæði framhlið og bakhlið Inspire 3 hafa innbyggð stöfluð keramikloftnet, sem draga úr segultruflunum og bæta þannig nákvæmni og öryggi flugs.

Waypoint Pro

Waypoint Pro er sérhannað fyrir myndatöku úr lofti og gerir notendum kleift að plana flugleiðir og skot með miklu úrvali af sérsniðnum stillingum. Með Repeatable Routes og 3D Dolly stillingunum er hægt að njóta nýstárlegrar upptökuupplifunar á auðveldan hátt. Þar að auki tryggir sentímetranákvæmni RTK staðsetningarbúnaðarins nákvæmari skipulagningu og framkvæmd flugleiða. Hvort sem þú ert að taka upp eitt eða sem hluti af atvinnuteymi getur þú notað Waypoint Pro til að fullkomna flóknustu senur.

Repeatable Routes

Með Repeatable Routes flýgur dróninn sjálfkrafa sömu leið og heldur öllum forstilltum stillingum svo sem flughæð, hraða, horni rambalds og myndavélarstillingum. Að endurtaka sama flugið gerir kvikmyndatökufólki auðvelt að taka senur í einu skoti, eða að fljúga á mismunandi tímum á sama stað til að taka langtíma-timelapse-myndbönd sem fanga breytingarnar milli dags og nætur eða frá árstíð til árstíðar.

3D Dolly

3D Dolly getur hermt eftir krana, cablecam eða dolly á kvikmyndasettum og farið langt fram úr takmörkunum þeirra tækja.

Eftir skipulagningu flugleiðar getur kvikmyndatökumanneskjan stýrt drónanum handvirkt til að færa sig innan leiðarinnar, fram og til baka, og stillt á meðan stillingar á borð við hraða, horn rambalds og fleira eftir þörfum. Þetta auðveldar flóknar hreyfingar og getur bætt útlit kvikmyndarinnar.

Spotlight Pro

Spotlight Pro hefur verið uppfært frá Inspire 2 og gerir einstaklingum fleiri skot möguleg. Eiginleikinn byggir á öflugum vélarnámsreikniritnum og getur sjálfkrafa þekkt viðfangsefni og læst sig á fólk, ökutæki og báta með meiri nákvæmni en fyrirrennari sinn.

Þegar Follow stilling Spotlight Pro er notuð snúast dróninn og rambaldsmyndavélin í sömu átt og læsa sig á viðfangsefnið svo flugmaðurinn geti flogið í hringi í kringum viðfangsefnið án þess að breyta römmuninni handvirkt.

Follow mode Free mode

Með Free stillingunni, þökk sé 360° rambalds-pani Inspire 3, getur rambaldsmyndavélin fest sig á viðfangsefni á meðan flugmaður notar FPV myndavélina til að athuga umhverfið sitt og stýra flugleiðinni náttúrulega til að ná fram flóknum myndavélarhreyfingum á auðveldari hátt.

Skynjarar í allar áttir

Inspire 3 er með níu skynjara, sem gera drónanum kleift að skynja hindranir í allar áttir og vernda þannig drónann á allar hliðar í flugi. [7]

Í fyrsta skipti er fiskaugamyndavél á hverjum af fjórum lendingarörmum drónans. Þessi hönnun kemur í veg fyrir að dróninn hylji skynjarana þegar lendingarbúnaðinum er lyft, og gerir lárétta hindranaskynjun mögulega þegar lendingarbúnaðurinn er niðri.

360° láréttir sjónrænir skynjarar Sjónrænir skynjarar upp á við Sjónrænir skynjarar niður á vig ToF skynjari niður á við

Sérsníðanleg hindranaskynjun

Þar að auki hefur Inspire 3 nýjan sérsníðanlegan eiginleika sem tryggir aukið flugöryggi og aukið skapandi frelsi. Hindranaskynjun upp á við og niður á við, auk láréttrar hindranaskynjunar, má kveikja eða slökkva á hverri fyrir sig, og hægt er að stilla drægi hindranaviðvarana handvirkt til að henta mismunandi aðstæðum. [8]

Þegar slökkt er á virkri hindranaforðun geta notendur þó skoðað fjarlægðina frá hindrun á stjórnunarskjánum í rauntíma og fá hljóðmerki þegar hindrun er innan ákveðinnar fjarlægðar, án þess að dróninn forðist hindrunina sjálfur. Þetta veitir fagflugfólki nýja möguleika til að ná flóknari skotum.

Ofurvíð FPV myndavél með nætursjón

Inspire 3 kemur með nýja 1/1.8″ FPV myndavél með 3 μm pixla, ofurbreitt 161° DFOV sjónsvið og getuna til að senda beint myndmerki allt að 1080p/60 fps. Samanborið við Inspire 2 er sjónsviðið (DFOV) u.þ.b. tvöfalt meira. Þessi FPV myndavél skynjar meira ljós og gerir flugfólki þannig kleift að athuga umhverfið í kringum sig á skýran og skæran hátt, jafnvel að nóttu til, og tryggja þannig aukið flugöryggi.

Inspire 3
Stærð myndflögu DFOV Gæði beins myndmerkis
1/1.8″ 161° 1080p/60 fps
Inspire 2
Stærð myndflögu DFOV Gæði beins myndmerkis
1/7.5″ 84° 480p/30 fps

Magnað nýtt sjónarhorn úr lofti

Full-frame 8K myndatökukerfi

Sérsniðin 8K myndflaga

Léttasta full-frame þriggja-ása rambaldsmyndavél DJI, X9-8K Air, er sérstaklega hönnuð fyrir Inspire 3 til að taka drónamyndatöku á næsta stig. Myndavélin er með nýjasta myndvinnslukerfi DJI, CineCore 3.0, sem styður upptöku allt að 8K/25 fps CinemaDNG myndbanda [9] auk 8K/75 fps [10] Apple ProRes RAW myndbanda, [9] sem uppfyllir þarfir atvinnufólks í kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu.

ProRes RAW upptaka allt að CinemaDNG upptaka allt að
8K/75 fps 8K/25fps

8K myndbandsupptakan veitir háa upplausn og heldur smáatriðum vel svo myndböndin verða enn líkari því sem mannsaugað sér, með ótrúlegri skerpu á stærri skjám. RAW hleypir fullum krafti í myndflögu X9-8K Air og veitir nægilega mikið svigrúm fyrir tæknibrellur og litaleiðréttingu.

Í S&Q stillingunni styður X9-8K Air upptöku allt að full-frame 4K/120 fps ProRes RAW myndbanda án myndskurðar, og veitir þannig fjölbreyttari eftirvinnslumöguleika.

Tvöfalt native ISO

X9-8K Air styður tvöfalt native ISO. Í myndbandsupptöku við 30 fps og undir býður dróninn upp á EI 800/4000, sem styður 24 fps rammatíðnina sem er oft notuð í kvikmyndaframleiðslu og 25 fps sem er oft notað í auglýsinga- og sjónvarpsframleiðslu. Yfir 30 fps er EI 320/1600 í boði.

Þetta gerir X9-8K Air kleift að taka myndir í miklum smáatriðum og með litlum truflunum, jafnvel myrka borgarmynd eða strendur, og er á pari við atvinnukvikmyndatökuvélar.

14+ stopp af lýsingarbreytisviði (dynamic range)

X9-8K Air styður 14+ stopp af lýsingarbreytisviði, sem fangar skörp smáatriði í ljósum og dökkum hlutum þar sem lýsing er flókin, svo sem við sólarupprás eða sólsetur. Hátt lýsingarbreytisvið veitir fleiri möguleika í eftirvinnslu og heldur eftir raunverulegum litum jafnvel eftir miklar breytingar á birtumagni.

DL-festingarlinsur [11]

X9-8K Air erfir DL-festingu DJI og virkar því með aukalegri 18 mm F2.8 full-frame ofurvíðlinsu og nýja aðdráttarlinsu (kemur út síðar) [12] auk fyrra full-frame linsuúrvalinu, DL 24/35/50 mm F2.8. Allar fimm linsur eru sérsniðnar fyrir loftmyndatöku. Hýsingarnar eru gerðar úr léttum, skellaga koltrefjum, svo léttasta linsan vegur aðeins 178 g og uppfyllir þannig kröfu Inspire 3 um ofurmikla lipurð.

Meira um nýju DL 18 mm F2.8 linsuna
Nýja DL 18 mm F2.8 ASPH full-frame linsan er sérhönnuð fyrir 8K kvikmyndatöku úr lofti. Með full-frame 100° DFOV sjónsvið getur 18 mm fókuslengdin fangað meira, sem gerir linsuna mjög gagnlega til að festa stærri viðfangsefni svo sem fjöll og arkitektúr á filmu. Þar að auki bætir ofurvítt sjónsviðið sjónrænni spennu við skot þegar viðfangsefni er nálgast. Mikil skerpa og vel stýrð litvilla gerir linsunni einnig kleift að taka upp 8K myndefni með skarpari smáatriðum og lifandi litum.

DJI Cinema Color System (DCCS)

DJI Cinema Color System byggir á háþróuðum litavísindum og -tækni DJI og gerir X9-8K Air kleift að viðhalda raunverulegum litum sem endurskilgreina útlit loftkvikmyndatöku. Þetta á við um náttúrulegt umhverfi sem og borgarumhverfi og nær blæbrigðum húðar fólks í mismunandi umhverfum og við mismunandi litaskilyrði. DCCS tryggir að litir úr X9-8K Air og kvikmyndatökuvéla á borð við DJI Ronin 4D passi saman, svo það verði samræmi í litum í lofti sem og á jörðu og uppfylli þarfir kvikmyndagerðarfólks í eftirvinnslu.

Timecode-samstilling milli myndavéla

Í gegnum 3,5 mm tengið á drónanum getur þú samstillt timecode milli búnaðar í lofti og á jörðinni, sem auðveldar klippingu töluvert þegar verið er að vinna með myndefni úr mörgum myndavélum.

Samtengt vistkerfi

O3 Pro myndbandssending og stýrikerfi

DJI RC Plus

Með Inspire 3 fylgir fagmannafjarstýring, DJI RC Plus, með innbyggðan 7″ 1200 cd/m2 bjartan skjá sem sést vel á utandyra. Einnig er fjarstýringin með HDMI úttak, auk margra takka og hnappa að framan, aftan og ofan, sem gera þér kleift að stýra drónanum hratt og auðveldlega. Hægt er að stilla virkni takka eftir venjum notanda.

Innbyggð rafhlaða RC Plus veitir u.þ.b. 3,3 klst. endingu, og hægt er að lengja það í 6 hours með utanáliggjandi WB37 rafhlöðu. [11] Einnig styður fjarstýringin útskipti á meðan hún er í notkun til að bæta skilvirkni.

Auk klassísku flugstýringarinnar bætir nýja DJI Pilot 2 appið fyrir Inspire við viðmóti sem hentar fagfólki í kvikmyndatöku, sem sýnir með auðveldum og þægilegum hætti upplýsingar á borð við lýsingartíma myndavélarinnar, myndbandsstillingar, fókuslengd og horn rambalds, og uppfyllir þannig allar helstu kröfur.

Aukahlutir svo sem band og mittisstuðningur fylgja einnig svo langtímanotkun sé þægilegri og skilvirkari.

O3 Pro myndbandssending [13]

Inspire 3 er með O3 Pro, nýjasta myndbandssendingarkerfi DJI, sem getur sent myndmerki allt að 15 km á single control stillingu [14] og 12 km [15] á dual-control stillingu. Bæði rambaldsmyndavélin og FPV myndavélin styðja 1080p/60 fps myndbandssendingu og aðeins 90 ms töf. [16] Samanborið við Lightbridge myndbandssendingarkerfi Inspire 2 tekur O3 Pro kynslóðarstökk í drægni, töf og almennum stöðugleika.

Í fyrsta skipti eru 4K/30 fps myndmerki einnig studdar með allt að 5 km drægni, til að uppfylla þarfir UHD vöktunar og beinna útsendinga á setti. [17]

Inspire 3
Hámarksdregni myndbandssendingar (Single Control) Hámarksdregni myndbandssendingar (Dual Control) Hámarksrammatíðni myndmerkis Hámarksupplausn myndmerkis
15 km 12 km 1080p/60fps 4K/30fps
Inspire 2
Hámarksdregni myndbandssendingar (Single Control) Hámarksdregni myndbandssendingar (Dual Control) Hámarksrammatíðni myndmerkis Hámarksupplausn myndmerkis
7 km 7 km 720p/30fps 720p/30fps

Sjálfstæðar tengingar fyrir tvöfalda stýringu [18]

Samanborið við fyrirrennara sinn hefur tvöföld stýring Inspire 3 hlotið stóra uppfærslu. Tvær fjarstýringar geta tekið við beinum myndmerkjum og stýrt drónanum sjálfstætt, svo flugmaður og rambaldsstjórnandi geta verið á mismunandi stöðum á settinu. Þannig brýst Inspire 3 út úr takmörkunum Inspire 2 varðandi samtengingu aðal- og aukastýritenginga.

Ef flugmaður missir tenginguna getur rambaldsstjórnandinn tekið stjórnina á drónanum til að flytja hann heim á öruggan hátt eða lenda beint.

Virkar með DJI PRO vistkerfinu

Styður DJI High-Bright Remote Monitor [11]

Auk RC Plus styður Inspire 3 notkun DJI High-Bright Remote Monitor sem aukafjarstýringar. Skjáinn er hægt að para beint við Inspire 3 til að taka á móti beinu myndmerki og getur jafnvel stýrt rambaldinu og fókus þegar Ronin 4D Hand Grips eru fest á hann. [11] HDMI [19] og SDI [19] tengi á fjarstýringunni geta einnig veitt öðrum vöktunartækjum beint myndmerki.

Styður DJI Three-Channel Follow Focus [11]

Sem meðlimur DJI PRO vistkerfisins getur DJI Three-Channel Follow Focus sent stýrimerki til Inspire 3 í gegnum O3 Pro sendingarkerfið (krefst DJI High-Bright Remote Monitor sem milliliðs). Með Three-Channel Follow Focus, er hægt að ná fram nákvæmari fókus úr fjarlægð og stillt ljósop án skrefa.

* Þegar DJI Three-Channel Follow Focus er notað með tveimur DJI RC Plus fjarstýringum þarf DJI High-Bright Remote Monitor að tengjast við RC Plus fjarstýringu rambaldsstjórnandans með HDMI og USB-snúrum. Þetta gerir flugstjórn, rambaldsstjórn og fókusstýringu mögulega fyrir sérhæfða tökuliðsmeðlimi.

Styður DJI Master Wheels [11]

Þegar DJI High-Bright Remote Monitor er paraður sem aukafjarstýring (sem milliliður við PRO vistkerfið) er hægt að stýra rambaldi Inspire 3 með DJI Master Wheels. Þannig verður rambaldsstjórnunarupplifunin á pari við Ronin 2 og uppfyllir venjur kvikmyndatökufólks.

Styður DJI Transmission [11]

Með DJI Transmission styður Inspire 3 aukna vöktun á setti. Tengdu RC Plus við DJI Video Transmitter á Broadcast stillingunni. [20] Þá geta bein myndmerki verið send í ótakmarkaðan fjölda þráðlausra skjáa og þannig bætt enn fremur skilvirkni samstillingar.

Byggt fyrir heilsdagsupptöku

Til í hvað sem er

Tveggja-rafhlaðna kerfi

Inspire 3 er með nýtt TB51 tveggja-rafhlaðna kerfi sem nýtir nýjustu rafhlöðutæknina til að bæta áreiðanleika og afköst.

TB51 rafhlöður eru smærri, léttari, straumlínulagaðri og með hærri spennu en TB50. Þær veita allt að 28 mínútna flugtíma [2] og er hægt að skipta þeim út á meðan á notkun stendur.

Ef hitastig rafhlöðunnar fer undir 18° C virkjar rafhlaðan sjálfkrafa hitunareiginleika svo flugafköst haldist jafnvel í umhverfi með hitastig niður í -20° C.

Ný hleðslustöð

Glæný samanbrjótanleg hleðslustöð nær fullkomnu jafnvægi milli hleðslunýtni og geymslustærðar. Stöðin rúmar átta rafhlöður. Á hraðstillingu getur hún hlaðið tvær rafhlöður upp í 90% á aðeins 35 mínútum [21] og átta rafhlöður upp í 100% á aðeins 160 mínútum. [21] Innbyggt 65W USB-C tengi má einnig nota til að hlaða RC Plus.

DJI PROSSD 1TB fylgir

DJI PROSSD 1TB gagnageymsla fylgir og styður allt að 900 Mb/s leshraða. [22] Myndefnið er hægt að lesa inn á tölvu beint í gegnum meðfylgjandi USB-C í USB-C snúru, án kortalesara.

Geymsla og flutningar

Nýhönnuð taska er með útdraganlegu handfangi, tveimur hliðarhandföngum og fjórum hjólum sem geta hreyfst 360° og auðveldar þannig flutninga. Að auki eru tveir talnalásar til staðar fyrir aukið öryggi. Taskan tekur einn dróna, eina X9-8K Air rambaldsmyndavél, tvær RC Plus fjarstýringar, fjórar linsur, tólf rafhlöður, tvær hleðslustöðvar, þrjú sett af spöðum og fleiri aukahluti. Nýir samanbrjótanlegir spaðar eru auðveldir í geymslu og þarf ekki að setja þá aftur á fyrir hvert flug.

Smáa letrið

* Vinsamlegast athugið og fylgið í einu og öllu svæðisbundnum lögum og reglugerðum áður en flogi ðer.
** Allar prófanir voru gerðar á framleiðsluútgáfu DJI Inspire 3 í stýrðu umhverfi. Raunveruleg upplifun fer eftir umhverfi, notkun og útgáfu fastbúnaðar.
*** Öll myndbönd og myndir á þessari síðu voru teknar upp í ströngu samræmi við viðeigandi svæðisbundin lög og reglugerðir.
**** Fyrir notkun þarf að virkja Inspire 3 með DJI Pilot 2 appinu.

 1. Fullur hraði prófaður við flug í vindlausu umhverfi við sjávarmál, með rambaldsmyndavélina og linsuna festa við drónann og án annarra aukahluta. Gögnin eru aðeins til viðmiðunar.
 2. Mælt við flug fram á við við stöðugan 36 km/klst. hraða með lendingarbúnaðinn niðri í vindlausu umhverfi við sjávavrmál, með rambaldsmyndavélina og linsuna festa við drónann og án annarra aukahluta, að taka upp 4K/24 fps H.264 (S35) myndband þar til rafhlaðan náði 0%. Gögnin eru aðeins til viðmiðunar, vinsamlegast farið eftir raungildunum í appinu.
 3. Mælt með DL 50 mm linsu með lendingarbúnaðinum niðri og drónanum svífandi í vindlausu umhverfi.
 4. Þegar slökkt er á RTK notar DJI Inspire 3 GNSS staðsetningu sem sjálfgefinn valmöguleika.
 5. Áður en custom network RTK er notað, hafið samband við birgja á ykkar svæði til að kaupa þjónustuna.
 6. D-RTK 2 Mobile Station fylgir ekki.
 7. Hindranaskynjun er ekki virk þegar lendingarbúnaðurinn er að fara upp eða niður. Þegar lendingarbúnaðurinn er niðri eru blindir blettir fremst til vinstri og hægri á drónanum, u.þ.b. 20° breitt.
 8. Drægi sérsniðinnar bremsunar hindranavarnar er 2-10 metrar lárétt, 1–3 metrar upp á við og 1 metri niður á við. Drægi sérsniðinna viðvarana hindranavarnar er 2,1–30 metrar lárétt, 1,1–10 metrar upp á við og 1,1–10 metrar niður á við.
 9. Leyfislykill fylgir ekki.
 10. Upptaka 8K/75 fps myndbanda krefst full-frame 2.4:1 myndhlutfalla og Apple ProRes RAW á S&Q stillingu.
 11. Fylgir ekki.
 12. Nýja aðdráttarlinsan kemur út síðar.
 13. Mælt í truflanalausu umhverfi utandyra, án hindrana, með rambaldsmyndavélina og linsuna festa við drónann og án annarra aukahluta. Gögnin hér að ofan sýna hámarksfjarlægð samskipta fyrir flug aðra leið undir hverjum staðli. Vinsamlegast fylgið með áminningum í appinu á meðan á flugi stendur.
 14. Hámarksmynbandssendingardrægni á single control stillingu: FPV myndavél: u.þ.b. 15 km (FCC), 8 km (CE/SRRC/MIC). Rambaldsmyndavél (1080p/60 fps bein myndmerki): u.þ.b. 13 km (FCC), 7 km (CE/SRRC/MIC). Rambaldsmyndavél (4K/30 fps bein myndmerki): u.þ.b. 5 km (FCC), 3 km (CE/SRRC/MIC).
 15. Hámarksmynbandssendingardrægni á dual-control stillingu: FPV myndavél: u.þ.b. 12 km (FCC), 6,4 km (CE/SRRC/MIC). Rambaldsmyndavél (1080p/60 fps bein myndmerki): u.þ.b. 11,2 km (FCC), 5,6 km (CE/SRRC/MIC). Rambaldsmyndavél (4K/30 fps bein myndmerki): u.þ.b. 4 km (FCC), 2,4 km (CE/SRRC/MIC).
 16. Minnsta töf rambaldsmyndavélarinnar var mæld við upptöku 4K/60 fps ProRes RAW myndbands. Minnsta töf FPV myndavélarinnar var mæld með sterkum myndbandssendingarmerkjum.
 17. Aðeins þegar rammatíðni er 30 fps eða lægri.
 18. Þegar tvær fjarstýringar eru notaðar, gakktu úr skugga um að loftnet beggja fjarstýringa beinist í áttina að drónanum og að það séu engar hindranir milli fjarstýringanna og drónans. Annars gæti fjarstýring með lélegt merki haft neikvæð áhrif á samskiptagæði hinnar fjarstýringarinnar.
 19. Tengið er á DJI Remote Monitor Expansion Plate, sem fylgir ekki.
 20. Sendingarafköst eru önnur í Broadcast stillingunni.
 21. Prófað við 25°C stofuhita í vel loftræstu umhverfi og er aðeins til viðmiðunar.
 22. Mælt með meðfylgjandi USB-C í USB-C gagnasnúru með Apple MacBook Pro 2021 (Apple M1 Max örgjörvi).
Scroll to Top