Nánari upplýsingar
Breiddu úr sköpunargleðinni
Osmo Mobile 6 er snjöll hristivörn fyrir snjallsíma, full af skapandi eiginleikum. Osmo Mobile 6 er ekki einungis smátt og samanbrjótanlegt svo það passi í lófa, heldur kveikir það á sér af sjálfu sér þegar það er breitt úr því, svo þú getur tekið upp með litlum fyrirvara. Innbyggt framlengingarprik fjölgar mögulegum sjónarhornum og hjálpar þér að taka fullkomnar sjálfur. DJI Mimo appið gerir upptöku, klippingu og deilingu skilvirkari og gerir þér kleift að fanga hvert einasta ógleymanlega augnablik á filmu.
Líttu nær
Smátt og meðfærilegt
Taktu Osmo Mobile 6 með þér í spennandi ævintýri. Smá og samanbrjótanleg hönnun gerir að verkum að auðvelt er að pakka Osmo Mobile 6 niður og þökk sé segulmagnaðri símafestingu þarft þú ekki að eyða tíma í að taka símann úr hulstrinu fyrir tökur.
Fljótt af stað
Osmo Mobile 6 kveikir á sér um leið og það er breitt úr því. Smelltu pöruðum snjallsíma við og DJI Mimo appið opnast sjálfkrafa, svo þú getur byrjað að taka upp um leið og innblásturinn kemur. [1]
ActiveTrack 6.0
ActiveTrack 5.0 hefur verið uppfært og veitir stöðugri eftirfylgni úr lengri fjarlægðum. [2] Með nýrri útgáfu getur fremri myndavélin fylgt eftir viðfangsefnum sem snúa sér á hlið eða snúast í hringi. Hvort sem þú ert í útilegu, á ferðalagi eða á götum borgarinnar þá fylgir rambaldið sjálfkrafa viðfangsefninu þínu og heldur því í miðjunni, til að segja söguna sem þú vilt segja á sem áhrifaríkastan hátt.
3-ása hristivörn
3-ása hristivörn gerir þér kleift að taka upp mjúkt myndefni án þess að tapa gæðum, á ferð, sem heillar og vekur athygli.
Þægileg stjórn
Með nýju innbyggðu mælaborði getur þú fylgst með hleðslu og stöðu kerfisins og skipt á milli rambaldsstillinga. Ýttu á M takkann til að skipta á milli fjögurra upptökustillinga eftir þörfum.
DJI Osmo Mobile 6
28.990 kr.
- 3-ása hristivörn
- Meðfærilegt og samanbrjótanlegt
- Innbyggt framlengingarprik
- Quick Launch
- ActiveTrack 6.0
- Segulmögnuð hönnun, auðvelt að losa
Nánari upplýsingar
Breiddu úr sköpunargleðinni
Osmo Mobile 6 er snjöll hristivörn fyrir snjallsíma, full af skapandi eiginleikum. Osmo Mobile 6 er ekki einungis smátt og samanbrjótanlegt svo það passi í lófa, heldur kveikir það á sér af sjálfu sér þegar það er breitt úr því, svo þú getur tekið upp með litlum fyrirvara. Innbyggt framlengingarprik fjölgar mögulegum sjónarhornum og hjálpar þér að taka fullkomnar sjálfur. DJI Mimo appið gerir upptöku, klippingu og deilingu skilvirkari og gerir þér kleift að fanga hvert einasta ógleymanlega augnablik á filmu.
Líttu nær
Smátt og meðfærilegt
Taktu Osmo Mobile 6 með þér í spennandi ævintýri. Smá og samanbrjótanleg hönnun gerir að verkum að auðvelt er að pakka Osmo Mobile 6 niður og þökk sé segulmagnaðri símafestingu þarft þú ekki að eyða tíma í að taka símann úr hulstrinu fyrir tökur.
Fljótt af stað
Osmo Mobile 6 kveikir á sér um leið og það er breitt úr því. Smelltu pöruðum snjallsíma við og DJI Mimo appið opnast sjálfkrafa, svo þú getur byrjað að taka upp um leið og innblásturinn kemur. [1]
ActiveTrack 6.0
ActiveTrack 5.0 hefur verið uppfært og veitir stöðugri eftirfylgni úr lengri fjarlægðum. [2] Með nýrri útgáfu getur fremri myndavélin fylgt eftir viðfangsefnum sem snúa sér á hlið eða snúast í hringi. Hvort sem þú ert í útilegu, á ferðalagi eða á götum borgarinnar þá fylgir rambaldið sjálfkrafa viðfangsefninu þínu og heldur því í miðjunni, til að segja söguna sem þú vilt segja á sem áhrifaríkastan hátt.
3-ása hristivörn
3-ása hristivörn gerir þér kleift að taka upp mjúkt myndefni án þess að tapa gæðum, á ferð, sem heillar og vekur athygli.
Þægileg stjórn
Með nýju innbyggðu mælaborði getur þú fylgst með hleðslu og stöðu kerfisins og skipt á milli rambaldsstillinga. Ýttu á M takkann til að skipta á milli fjögurra upptökustillinga eftir þörfum.