Nánari upplýsingar

Samþætt hönnun

Samþætt- og einingahönnun í einni myndavél

DJI Ronin 4D hefur einstaka hönnun. Búið til úr koltrefjum og álmagnesíumi og er sterkbyggt með innbyggðum myndatöku-, hristivarnar- og fókuskerfum, auk þráðlausrar sendingar og stýringar. Hönnunin fjarlægir þörfina á tímafrekri uppsetningu og gerir fljótlegri myndatöku mögulega.

Hannað fyrir fagfólk

Vinnsluafl

Með Ronin 4D fylgir Zenmuse X9, flaggskip DJI í „full-frame“ myndavélum. Auk þess ininheldur það nýjasta myndavinnslukerfi DJI, CineCore 3.0. Kerfið notar sérhannaða örflögu frá DJI með háþróaðri örgjörvahögun sem hefur ótrúlega reiknigetu. CineCore 3.0 gerir Ronin 4D kleift að styðja innri myndbandsupptöku á Apple ProRes RAW, ProRes 422 HQ og H.264 sniðunum. Einnig styður það myndbandsupptöku í allt að 8K/75p og 4K/120p.

Full-frame myndflaga

X9-8K X9-6K
Max Recording Specs 8K/75fps 6K/60fps

4K/120fps

Dynamic Range 14+ Stops 14+ Stops
Native ISO 800/4000 800/5000

Upplausn

DCI 8K (8192×4320)/60fps myndbönd sýna öll smáatriði, allt niður í áferð húðar og einstakra hára, í ótrúlegum gæðum. Fyrir þau sem vinna í 4K veitir 8K upptaka áður óþekkta möguleika í crop, samsetningu og stabílíseringu myndbanda í eftirvinnslu.

Hátt ISO

Zenmuse X9 styður tvöfalt „native“ ISO (X9-8K: 800/4000; X9-6K: 800/5000), sem tekur myndir í miklum smáatriðum og með litlum truflunum, jafnvel í kvöldskotum af borgum eða ströndum, eða í senum sem lýstar eru með daufu kertaljósi.

Dynamic Range

Með 14+ stoppum veitir Zenmuse X9 náttúrulegar umbreytingar ljósra og dökkra flata í flóknum lýsingarumhverfum, svo sem með baklýsingu eða beinu sólarljósi.

Litafræði

Með DJI Cinema Color System (DCCS) og reiknigetu CineCore 3.0 getur Zenmuse X9 gefið myndum bíómyndarlegt útlit með því að viðhalda raunverulegum og nákvæmum litum. Auk þess styður það iðnaðarstaðalinn ACES og virkar þannig með litatónum annarra bíómyndavéla.

Innbyggðar 9-stoppa ND síur

X9 er með 9-stoppa innbyggðar hágæða ND síur (ND 2 til ND 512, eða ND 0.3 til ND 2.7) sem er fljótlega og auðveldlega hægt að skipta út með vélrænu kerfi. Þessar síur voru einnig hannaðar til að passa við litafræði Ronin 4D.

DL linsur

Stöðluð DL festing X9 styður þrjár fyrirferðarlitlar full-frame prime linsur. Hýsingarnar eru gerðar úr léttum, skellaga koltrefjum, svo hver linsa vegur aðeins um 180 g. Fleiri DJI linsur verða fáanlegar í framtíðinni.

Víxlanlegar festingar

X9 styður víxlanlegar linsufestingar; DL-festingu DJI auk festinga fyrir þriðju aðila á borð við Leica M. Ofurvíðar-, f/0.95 stórljósops-, rafræns þys-, macro-, og anamorphic- linsur sem virka með hefðbundnum bíómyndavélum virka einnig með X9.

Þráðlaus stýring

Hvort sem þú notar linsur með handvirkum eða sjálfvirkum fókus geta einingar sem festar eru á X9 veitt þráðlausa stýringu á linsum og jafnvel sjálfvirkan fókus.

Linsur

Linsur sem mælt er með

4-ása hristivörn: Stöðugt á alla vegu

4-ása hristivörn

DJI Ronin 4D bætir Z-ás við hið hefðbundna 3-ása rambald, sem dregur úr lóðréttum hristingi og veitir stöðugleika á borð við það sem fengist með því að nota dolly. Ásarnir fjórir vinna saman með ToF skynjara sem snýr niður, tvöföldum sjónrænum nemum sem snúa fram og niður, innbyggðu IMU og loftvog, auk háþróaðs reiknirits, til að auka stöðugleika til muna.

Með þessum öflugu stöðugleikaeiginleikum er auðvelt að framkvæma flóknar myndavélarhreyfingar sem annars hefðu verið mjög dýrar í framkvæmd.

Innbyggð rambaldsmyndavél

Ronin 4D samþættir myndunar- og hristivarnarkerfin og skilur aðeins myndflöguna og nauðsynlega ljóshluta í rambaldsmyndavélinni. Tilt-ás rambaldsins notar tvöfalda samhverfa mótora, á meðan bæði pan- og roll-ásarnir hafa aukalegan stífleikapúða.

Handhægt og meðfærilegt rambaldskerfið gerir þér kleift að byrja að skjóta án þess að þurfa að stilla jafnvægið handvirkt. Þannig fást stöðug myndskeið, jafnvel með linsum hverra þyngdarpunktur hreyfist í notkun.

Ronin 4D veitir bestu hristivarnar- og eltieiginleika Ronin-seríunnar, í ótrúlega léttum pakka. Einnig er hægt að skipta yfir á Sport-stillingu með einum takka, sem gerir rambaldinu kleift að bregðast snögglega við hreyfingum myndatökumanneskjunnar.

Styður einnig þráðlausa rambaldsstýringu og fjölbreytta festingarmöguleika fyrir ólíkar aðstæður.

ActiveTrack Pro

Tölvusýnarkerfi DJI, djúpnámstækni og reiknigeta CineCore 3.0 sameinast í ActiveTrack Pro, sem gerir þér kleift að taka eltiskot á við bíómyndir, jafnvel í bara einni töku. Þessi tækni gerir einnig kleift að fylgja viðfangsefni úr meiri fjarlægð og heldur viðfangsefnum í fókus allan tímann með stöðugum sjálfvirkum fókus.

LiDAR fókuskerfi: Óskoruð nákvæmni

LiDAR

DJI Ronin 4D gerir handvirkan fókus auðveldari en nokkru sinni fyrr. Sjónræn fókusaðstoð sýnir punkta á aðal- og fjarskjám í einfaldaðri mynd að ofan. Þannig er fljótlega hægt að finna fókuspunkta og gerir ofurnákvæmar fókusbreytingar mögulegar, meira að segja fyrir óvant fólk.

LiDAR sviðsmæling

LiDAR Range Finder getur kastað allt að 43.200 sviðspunktum frá sér innan 10 metra sviðs. Miðað við phase detection autofocus (PDAF) getur LiDAR Focusing System Ronin 4D fókuserað hraðar, án þess að fórna myndgæðum eða reiða sig á yfirborðsáferð viðfangsefnisins. Þetta er mjög gagnlegt í lítilli birtu og skilar sér í framúrskarandi fókusmöguleikum miðað við aðrar bíómyndavélar.

Sjálfvirkur fókus

Með nýja LiDAR Focusing System getur Ronin 4D haldið fókus, jafnvel þegar mikil hreyfing er á viðfangsefnum. Með fókusmótor festsann á er hægt að nota sjálfvirkan fókus, jafnvel á handvirkum linsum. Hægt er að virkja stöðugan sjálfvirkan fókus á viðfangsefnum samhliða ActiveTrack Pro, sem er einstaklega hentugt fyrir þau sem vinna sóló.

Sjálfvirknivæddur handvirkur fókus

Automated Manual Focus (AMF) stillingin veitir þér þá nákvæmni og sveigjanleika sem handvirkur fókus hefur, ásamt þægindum sjálfvirks fókus. Fókushjólið snýst þegar fókuspunkturinn breytist, en tökumanneskjan getur tekið við stjórninni hvenær sem er. Fókushjólið á hægra gripinu inniheldur meira að segja kvika dempun með rafsegultækni. Þannig getur kvikmyndatökufólk fundið fyrir fókusbreytingum og veitir þannig mun nútímalegri og þægilegri upplifun af fókus en þekkist í dag.

Þráðlaus sending og stýring

Afköst myndbandssendinga

Ronin 4D notar hina glænýju DJI O3 Pro Video Transmission tækni, sem veitir 20.000 feta (6,1 km) sendingarsvið. Auk 2,4 GHz og 5,8 GHz styður Ronin 4D DFS tíðnisviðið og 256-bita AES dulkóðunarreiknirit sem getur sent mörgum fjarskjám 1080p/60 fps myndbandsstraum, með auknu öryggi, stöðugleika og truflanavörnum.

Örflaga DJI keyrir myndunarkerfið, myndbandssendi, myndbandsmóttakara og fjarskjá Ronin 4D. Saman mynda þessir íhlutir þráðlaust sendingarkerfi, þar sem hver hlekkur er hannaður til að lágmarka biðtíma.

Samþætt hönnun

4D myndbandssendinn má festa beint á Ronin 4D og keyra áfram með rafhlöðu þess. High-Bright Remote Monitor inniheldur innbyggðan myndbandsmóttakara. Snertiskjár þess er 7″, 1,500 cd/m² og með breitt litasvið. Skjárinn getur skilað bæði HDMI og SDI merkjum í gegn um stækkunareininguna. Smá og létt hönnun veitir meðfærileika og skilvirka uppsetningu svo notendur geti strax byrjað að skjóta.

Samhæfð upptaka

High-Bright Remote Monitor styður einn sendi með mörgum móttökurum fyrir myndbands- og hljóðstrauma. Tvær sendistillingar eru í boði. Sú fyrri er Broadcast, sem setur engin takmörk á fjölda móttakara, og hentar þannig vel ef um stórt starfslið er að ræða. Sú seinni er Control, sem styður samhæfða notkun tveggja móttakara.

High-Bright Remote Monitor getur tengst handgripum Ronin 4D, DJI Master Wheels, DJI Force Pro, eða DJI Three-Channel Follow Focus. Þannig er hægt að stýra fókus og rambaldshreyfingum með mikilli nákvæmni úr fjarlægð, auk þess að byrja og stöðva upptökur og breyta myndavélarstillingum. Þar að auki er hægt að nota skjáinn sem fjar-hreyfistýri fyrir rambald Ronin 4D.

Spegilstýringarstilling

Mirror Control Mode gefur High-Bright Remote Monitor alveg eins stjórntæki og aðalskjárinn, sem inniheldur eiginleika svo sem afspilun og myndbands- og rambaldsstillingar.

Sjálfstæð upptaka og afspilun

High-Bright Remote Monitor er með innbyggða microSD kortarauf sem styður sjálfstæða upptöku myndbanda í allt að 1080p/60fps. Þegar nokkrir fjarskjáir eru notaðir samtímis getur hver skjár spilað efni sjálfstætt án þess að trufla aðra skjái.

Það er allt í smáatriðunum

Myndbandsftirlit

 • High-Bright Main Monitor: 5,5″ 1000 cd/m² stillanlegur skjár, hægt að festa á marga staði
 • Lýsingaraðstoð: Sveifluferill lýsingar, falskir litir og zebra.
 • Fókusaðstoð: LiDAR sveifluferill, tindar (ljósop og litir; peaking) og fókusstækkun (2x og 4x).
 • Tólaþekja: Stillanleg rammaviðmið (frame guides), öruggt svæði (safe zone) og miðjumerking (center marker).
 • Litaforskoðun: Styður sérsníðanlegt LUT-inntak.
 • Sjálfstætt myndbandseftirlit með mörgum skjám: myndbandsupptaka, aðalskjár, HDMI tengi, og fjarskjástraumar geta hlaðið inn sínum eigin LUT-litastillingum.

Gagnageymsla

Ronin 4D hefur innbyggða CFexpress Type-B kortarauf ásamt USB 3.1 Type-C útvíkkunartengi til að taka beint upp á utanáliggjandi drif. Einnig er möguleg innri upptaka á myndböndum í hæstum gæðum með DJI PROSSD 1TB, sem hægt er að tengja beint við tölvu með USB-C snúru til að nálgast efni án hefðbundins SSD-lesara.

Hljóðupptaka

Ronin 4D hefur innbyggða hljóðnema sem styðja tveggja-rása 24-bita hljóðupptöku. Einnig eru 3,5 mm og XLR hljóðnematengi til staðar, fyrir fleiri hljóðinntaksmöguleika.

Rafhlöðuending

Líkt og Ronin 2 og Inspire 2 notar DJI Ronin 4D TB50 Intelligent Batteries, sem veita allt að 2,5 klst. af upptöku og er hægt að fullhlaða á aðeins 1,5 klst. Sjálfvirk hitun er einnig studd til að veita áreiðanlega virkni í miklum kulda.

Tengi á meginhluta

 • Aðalskjátengi: Tengir aðalskjáinn með þar til gerðri snúru.
 • 3,5 mm stereótengi: Fylgstu með hljóði í rauntíma.
 • Hljóðnematengi: 3,5 mm hljóðnema- eða line-inntak.
 • HDMI Type-A úttak: Styður 1080p/60fps myndbandsúttak.
 • Rafmagnstengi: Styður 12 V til 30 V inntak.
 • Tímakóðatengi: Fyrir inn- og úttak tímakóða.
 • SDI tengi: Styður 3D-SDI úttak.
 • XLR tengi: Fyrir hljóðnema eða line-inntak, styður 48 V phantom power.

Tengi á fjarskjá

 • 3,5 mm stereótengi: Fylgstu með hljóði í rauntíma.
 • microSD kortarauf: Fyrir innri upptöku myndbandsstraums.
 • HDMI Type-A inntak: Styður 1080p/60fps myndbandsinntak.
 • Type-C Port: Fyrir beint UVC streymi og fastbúnaðaruppfærslur.
 • Rafmagnstengi: 6,8 V til 17,6 V rafmagnsinntak (þ.m.t. CAN inntak og úttak og tenging við DJI Master Wheels og DJI Force Pro).
 • HDMI Type-A úttak: Styður 1080p/60fps myndbandsúttak.
 • SDI tengi: Styður 3D-SDI úttak.

DJI Ronin 4D

1.099.990 kr.

The Future Is Rolling

DJI Ronin 4D sameinar háþróuðustu tækni DJI í einni framsækinni alhliða myndatökulausn, sem veitir sóló-upptökufólki ótrúlegan sveigjanleika og ótakmarkaða möguleika fyrir samhæfðar tökur. Þessi öfluga, næstu-kynslóðar bíómyndavél var hönnuð sem framtíð kvikmyndagerðar.

Ekki til á lager

Viltu fá tilkynningu þegar þessi vara er aftur á lager?

Nánari upplýsingar

Samþætt hönnun

Samþætt- og einingahönnun í einni myndavél

DJI Ronin 4D hefur einstaka hönnun. Búið til úr koltrefjum og álmagnesíumi og er sterkbyggt með innbyggðum myndatöku-, hristivarnar- og fókuskerfum, auk þráðlausrar sendingar og stýringar. Hönnunin fjarlægir þörfina á tímafrekri uppsetningu og gerir fljótlegri myndatöku mögulega.

Hannað fyrir fagfólk

Vinnsluafl

Með Ronin 4D fylgir Zenmuse X9, flaggskip DJI í „full-frame“ myndavélum. Auk þess ininheldur það nýjasta myndavinnslukerfi DJI, CineCore 3.0. Kerfið notar sérhannaða örflögu frá DJI með háþróaðri örgjörvahögun sem hefur ótrúlega reiknigetu. CineCore 3.0 gerir Ronin 4D kleift að styðja innri myndbandsupptöku á Apple ProRes RAW, ProRes 422 HQ og H.264 sniðunum. Einnig styður það myndbandsupptöku í allt að 8K/75p og 4K/120p.

Full-frame myndflaga

X9-8K X9-6K
Max Recording Specs 8K/75fps 6K/60fps

4K/120fps

Dynamic Range 14+ Stops 14+ Stops
Native ISO 800/4000 800/5000

Upplausn

DCI 8K (8192×4320)/60fps myndbönd sýna öll smáatriði, allt niður í áferð húðar og einstakra hára, í ótrúlegum gæðum. Fyrir þau sem vinna í 4K veitir 8K upptaka áður óþekkta möguleika í crop, samsetningu og stabílíseringu myndbanda í eftirvinnslu.

Hátt ISO

Zenmuse X9 styður tvöfalt „native“ ISO (X9-8K: 800/4000; X9-6K: 800/5000), sem tekur myndir í miklum smáatriðum og með litlum truflunum, jafnvel í kvöldskotum af borgum eða ströndum, eða í senum sem lýstar eru með daufu kertaljósi.

Dynamic Range

Með 14+ stoppum veitir Zenmuse X9 náttúrulegar umbreytingar ljósra og dökkra flata í flóknum lýsingarumhverfum, svo sem með baklýsingu eða beinu sólarljósi.

Litafræði

Með DJI Cinema Color System (DCCS) og reiknigetu CineCore 3.0 getur Zenmuse X9 gefið myndum bíómyndarlegt útlit með því að viðhalda raunverulegum og nákvæmum litum. Auk þess styður það iðnaðarstaðalinn ACES og virkar þannig með litatónum annarra bíómyndavéla.

Innbyggðar 9-stoppa ND síur

X9 er með 9-stoppa innbyggðar hágæða ND síur (ND 2 til ND 512, eða ND 0.3 til ND 2.7) sem er fljótlega og auðveldlega hægt að skipta út með vélrænu kerfi. Þessar síur voru einnig hannaðar til að passa við litafræði Ronin 4D.

DL linsur

Stöðluð DL festing X9 styður þrjár fyrirferðarlitlar full-frame prime linsur. Hýsingarnar eru gerðar úr léttum, skellaga koltrefjum, svo hver linsa vegur aðeins um 180 g. Fleiri DJI linsur verða fáanlegar í framtíðinni.

Víxlanlegar festingar

X9 styður víxlanlegar linsufestingar; DL-festingu DJI auk festinga fyrir þriðju aðila á borð við Leica M. Ofurvíðar-, f/0.95 stórljósops-, rafræns þys-, macro-, og anamorphic- linsur sem virka með hefðbundnum bíómyndavélum virka einnig með X9.

Þráðlaus stýring

Hvort sem þú notar linsur með handvirkum eða sjálfvirkum fókus geta einingar sem festar eru á X9 veitt þráðlausa stýringu á linsum og jafnvel sjálfvirkan fókus.

Linsur

Linsur sem mælt er með

4-ása hristivörn: Stöðugt á alla vegu

4-ása hristivörn

DJI Ronin 4D bætir Z-ás við hið hefðbundna 3-ása rambald, sem dregur úr lóðréttum hristingi og veitir stöðugleika á borð við það sem fengist með því að nota dolly. Ásarnir fjórir vinna saman með ToF skynjara sem snýr niður, tvöföldum sjónrænum nemum sem snúa fram og niður, innbyggðu IMU og loftvog, auk háþróaðs reiknirits, til að auka stöðugleika til muna.

Með þessum öflugu stöðugleikaeiginleikum er auðvelt að framkvæma flóknar myndavélarhreyfingar sem annars hefðu verið mjög dýrar í framkvæmd.

Innbyggð rambaldsmyndavél

Ronin 4D samþættir myndunar- og hristivarnarkerfin og skilur aðeins myndflöguna og nauðsynlega ljóshluta í rambaldsmyndavélinni. Tilt-ás rambaldsins notar tvöfalda samhverfa mótora, á meðan bæði pan- og roll-ásarnir hafa aukalegan stífleikapúða.

Handhægt og meðfærilegt rambaldskerfið gerir þér kleift að byrja að skjóta án þess að þurfa að stilla jafnvægið handvirkt. Þannig fást stöðug myndskeið, jafnvel með linsum hverra þyngdarpunktur hreyfist í notkun.

Ronin 4D veitir bestu hristivarnar- og eltieiginleika Ronin-seríunnar, í ótrúlega léttum pakka. Einnig er hægt að skipta yfir á Sport-stillingu með einum takka, sem gerir rambaldinu kleift að bregðast snögglega við hreyfingum myndatökumanneskjunnar.

Styður einnig þráðlausa rambaldsstýringu og fjölbreytta festingarmöguleika fyrir ólíkar aðstæður.

ActiveTrack Pro

Tölvusýnarkerfi DJI, djúpnámstækni og reiknigeta CineCore 3.0 sameinast í ActiveTrack Pro, sem gerir þér kleift að taka eltiskot á við bíómyndir, jafnvel í bara einni töku. Þessi tækni gerir einnig kleift að fylgja viðfangsefni úr meiri fjarlægð og heldur viðfangsefnum í fókus allan tímann með stöðugum sjálfvirkum fókus.

LiDAR fókuskerfi: Óskoruð nákvæmni

LiDAR

DJI Ronin 4D gerir handvirkan fókus auðveldari en nokkru sinni fyrr. Sjónræn fókusaðstoð sýnir punkta á aðal- og fjarskjám í einfaldaðri mynd að ofan. Þannig er fljótlega hægt að finna fókuspunkta og gerir ofurnákvæmar fókusbreytingar mögulegar, meira að segja fyrir óvant fólk.

LiDAR sviðsmæling

LiDAR Range Finder getur kastað allt að 43.200 sviðspunktum frá sér innan 10 metra sviðs. Miðað við phase detection autofocus (PDAF) getur LiDAR Focusing System Ronin 4D fókuserað hraðar, án þess að fórna myndgæðum eða reiða sig á yfirborðsáferð viðfangsefnisins. Þetta er mjög gagnlegt í lítilli birtu og skilar sér í framúrskarandi fókusmöguleikum miðað við aðrar bíómyndavélar.

Sjálfvirkur fókus

Með nýja LiDAR Focusing System getur Ronin 4D haldið fókus, jafnvel þegar mikil hreyfing er á viðfangsefnum. Með fókusmótor festsann á er hægt að nota sjálfvirkan fókus, jafnvel á handvirkum linsum. Hægt er að virkja stöðugan sjálfvirkan fókus á viðfangsefnum samhliða ActiveTrack Pro, sem er einstaklega hentugt fyrir þau sem vinna sóló.

Sjálfvirknivæddur handvirkur fókus

Automated Manual Focus (AMF) stillingin veitir þér þá nákvæmni og sveigjanleika sem handvirkur fókus hefur, ásamt þægindum sjálfvirks fókus. Fókushjólið snýst þegar fókuspunkturinn breytist, en tökumanneskjan getur tekið við stjórninni hvenær sem er. Fókushjólið á hægra gripinu inniheldur meira að segja kvika dempun með rafsegultækni. Þannig getur kvikmyndatökufólk fundið fyrir fókusbreytingum og veitir þannig mun nútímalegri og þægilegri upplifun af fókus en þekkist í dag.

Þráðlaus sending og stýring

Afköst myndbandssendinga

Ronin 4D notar hina glænýju DJI O3 Pro Video Transmission tækni, sem veitir 20.000 feta (6,1 km) sendingarsvið. Auk 2,4 GHz og 5,8 GHz styður Ronin 4D DFS tíðnisviðið og 256-bita AES dulkóðunarreiknirit sem getur sent mörgum fjarskjám 1080p/60 fps myndbandsstraum, með auknu öryggi, stöðugleika og truflanavörnum.

Örflaga DJI keyrir myndunarkerfið, myndbandssendi, myndbandsmóttakara og fjarskjá Ronin 4D. Saman mynda þessir íhlutir þráðlaust sendingarkerfi, þar sem hver hlekkur er hannaður til að lágmarka biðtíma.

Samþætt hönnun

4D myndbandssendinn má festa beint á Ronin 4D og keyra áfram með rafhlöðu þess. High-Bright Remote Monitor inniheldur innbyggðan myndbandsmóttakara. Snertiskjár þess er 7″, 1,500 cd/m² og með breitt litasvið. Skjárinn getur skilað bæði HDMI og SDI merkjum í gegn um stækkunareininguna. Smá og létt hönnun veitir meðfærileika og skilvirka uppsetningu svo notendur geti strax byrjað að skjóta.

Samhæfð upptaka

High-Bright Remote Monitor styður einn sendi með mörgum móttökurum fyrir myndbands- og hljóðstrauma. Tvær sendistillingar eru í boði. Sú fyrri er Broadcast, sem setur engin takmörk á fjölda móttakara, og hentar þannig vel ef um stórt starfslið er að ræða. Sú seinni er Control, sem styður samhæfða notkun tveggja móttakara.

High-Bright Remote Monitor getur tengst handgripum Ronin 4D, DJI Master Wheels, DJI Force Pro, eða DJI Three-Channel Follow Focus. Þannig er hægt að stýra fókus og rambaldshreyfingum með mikilli nákvæmni úr fjarlægð, auk þess að byrja og stöðva upptökur og breyta myndavélarstillingum. Þar að auki er hægt að nota skjáinn sem fjar-hreyfistýri fyrir rambald Ronin 4D.

Spegilstýringarstilling

Mirror Control Mode gefur High-Bright Remote Monitor alveg eins stjórntæki og aðalskjárinn, sem inniheldur eiginleika svo sem afspilun og myndbands- og rambaldsstillingar.

Sjálfstæð upptaka og afspilun

High-Bright Remote Monitor er með innbyggða microSD kortarauf sem styður sjálfstæða upptöku myndbanda í allt að 1080p/60fps. Þegar nokkrir fjarskjáir eru notaðir samtímis getur hver skjár spilað efni sjálfstætt án þess að trufla aðra skjái.

Það er allt í smáatriðunum

Myndbandsftirlit

 • High-Bright Main Monitor: 5,5″ 1000 cd/m² stillanlegur skjár, hægt að festa á marga staði
 • Lýsingaraðstoð: Sveifluferill lýsingar, falskir litir og zebra.
 • Fókusaðstoð: LiDAR sveifluferill, tindar (ljósop og litir; peaking) og fókusstækkun (2x og 4x).
 • Tólaþekja: Stillanleg rammaviðmið (frame guides), öruggt svæði (safe zone) og miðjumerking (center marker).
 • Litaforskoðun: Styður sérsníðanlegt LUT-inntak.
 • Sjálfstætt myndbandseftirlit með mörgum skjám: myndbandsupptaka, aðalskjár, HDMI tengi, og fjarskjástraumar geta hlaðið inn sínum eigin LUT-litastillingum.

Gagnageymsla

Ronin 4D hefur innbyggða CFexpress Type-B kortarauf ásamt USB 3.1 Type-C útvíkkunartengi til að taka beint upp á utanáliggjandi drif. Einnig er möguleg innri upptaka á myndböndum í hæstum gæðum með DJI PROSSD 1TB, sem hægt er að tengja beint við tölvu með USB-C snúru til að nálgast efni án hefðbundins SSD-lesara.

Hljóðupptaka

Ronin 4D hefur innbyggða hljóðnema sem styðja tveggja-rása 24-bita hljóðupptöku. Einnig eru 3,5 mm og XLR hljóðnematengi til staðar, fyrir fleiri hljóðinntaksmöguleika.

Rafhlöðuending

Líkt og Ronin 2 og Inspire 2 notar DJI Ronin 4D TB50 Intelligent Batteries, sem veita allt að 2,5 klst. af upptöku og er hægt að fullhlaða á aðeins 1,5 klst. Sjálfvirk hitun er einnig studd til að veita áreiðanlega virkni í miklum kulda.

Tengi á meginhluta

 • Aðalskjátengi: Tengir aðalskjáinn með þar til gerðri snúru.
 • 3,5 mm stereótengi: Fylgstu með hljóði í rauntíma.
 • Hljóðnematengi: 3,5 mm hljóðnema- eða line-inntak.
 • HDMI Type-A úttak: Styður 1080p/60fps myndbandsúttak.
 • Rafmagnstengi: Styður 12 V til 30 V inntak.
 • Tímakóðatengi: Fyrir inn- og úttak tímakóða.
 • SDI tengi: Styður 3D-SDI úttak.
 • XLR tengi: Fyrir hljóðnema eða line-inntak, styður 48 V phantom power.

Tengi á fjarskjá

 • 3,5 mm stereótengi: Fylgstu með hljóði í rauntíma.
 • microSD kortarauf: Fyrir innri upptöku myndbandsstraums.
 • HDMI Type-A inntak: Styður 1080p/60fps myndbandsinntak.
 • Type-C Port: Fyrir beint UVC streymi og fastbúnaðaruppfærslur.
 • Rafmagnstengi: 6,8 V til 17,6 V rafmagnsinntak (þ.m.t. CAN inntak og úttak og tenging við DJI Master Wheels og DJI Force Pro).
 • HDMI Type-A úttak: Styður 1080p/60fps myndbandsúttak.
 • SDI tengi: Styður 3D-SDI úttak.
Scroll to Top