Nánari upplýsingar
Til í tuskið
Létt hönnun
DJI Dock 2 er 75% smærri og 68% léttari en forveri sinn og geta tveir einstaklingar auðveldlega flutt hana, sem skapar sveigjanleika þegar kemur að uppsetningu og dregur úr kostnaði.
Skilvirk úttekt á vettvangi
Áður en notkun hefst getur dróninn numið umhverfið í kringum sig með sjónrænum skynjurum og metið hvort GNSS-merki á svæðinu séu sterk. [4] Þessi nýja sjónræna nálgun flýtir talsvert fyrir staðarvali og minnkar tímann sem þarf í það úr fimm klukkustundum niður í tólf mínútur eða minna. [5]
Sterkbyggð, áreiðanleg og rafmögnuð
IP55 ryk- og vatnsvarin
DJI Dock 2 er hönnuð með öll helstu öryggisatriði í huga. Með IP55 ryk- og vatnsvörn [1] getur Dock 2 unnið stöðugt í lengri tíma, jafnvel við krefjandi skilyrði.
Heildstætt umhverfisvöktunarkerfi
DJI Dock 2 notar marga skynjara, þar á meðal regn-, vindhraða- og hitamæla, til að skynja veðurbreytingar í rauntíma. Með þessum gögnum auk veðurspágagna af netinu getur stöðin veitt viðvaranir tímanlega eða stöðvað verkefni með DJI FlightHub 2 til að draga úr áhættu.
Bættur stöðugleiki í lendingu
Með næstu kynslóðar myndgreiningartækni getur dróninn borið kennsl á staðsetningarmerkingar á lendingarpallinum á nákvæman hátt. Þar að auki auðvelda aðrir hönnunarþættir enn frekar nákvæma lendingu.
Innbyggð vararafhlaða
Ef óvænt rafmagnsleysi skyldi eiga sér stað getur DJI Dock 2 haldið áfram að vinna sjálfstætt í yfir 5 klst. [6] með innbyggðri vararafhlöðu. Þannig er nægur tími fyrir drónann að snúa aftur og lenda.
Sex mánaða viðhaldsmillibil
Þökk sé góðri vörn og áreiðanleika krefst DJI Dock 2 aðeins viðhalds á u.þ.b. 6 mánaða fresti. [7]
Tilkynningar um óeðlilegt ástand
Ef DJI Dock 2 og dróninn lenda í að verkefni mistakist eða að neyðartilfelli komi upp sendir DJI FlightHub 2 sjálfkrafa tölvupósttilkynningar. Þannig geta stjórnendur rakið og leyst úr vandamálum með veittum upplýsingum.
Afkastamikil drónalíkön
Hinir glænýju DJI Matrice 3D og 3TD eru sérstaklega hannaðir fyrir DJI Dock 2. Matrice 3D er bæði með aðdráttarlinsu- og víðlinsumyndavélar (sú síðarnefnda með vélrænum lokara), sem uppfylla þarfir hárnákvæmra kortagerðarverkefna á skalanum 1:500. Matrice 3TD með sínum víðlinsu-, aðdráttarlinsu- og innrauðu myndavélum getur sýnt hvort tveggja myndir af sýnilegu ljósi og hitamyndir og hentar hann þannig öryggis- og rannsóknarverkefnum.
DJI Matrice 3D | DJI Matrice 3TD |
---|---|
Víðmyndavél
4/3″ CMOS 24 mm jafngildi 20 MP Vélrænn lokari |
Víðmyndavél
1/1,32″ CMOS 24 mm jafngildi 48 MP |
Aðdráttarmyndavél
1/2″ CMOS 162 mm jafngildi 12 MP |
Aðdráttarmyndavél
1/2″ CMOS 162 mm jafngildi 12 MP |
Innrauð myndavél
40 mm jafngildi Normal-stilling: 640×512@30fps UHR Infrared Image-stilling: 1280×1024@30fps (með UHR Infrared Image-stillinguna virka virkjar og afvirkjar dróninn sjálfkrafa stillinguna eftir því hvernig birtuskilyrði eru.) 28x þys |
Yfirburðaafköst
Þökk sé öflugri getu mætir DJI Matrice 3D/3TD ítrustu kröfum stórra notkunartilvika.
- IP54 ryk- og vatnsvörn [1]
- 50 mínútna hámarksflugtími [8]
- 6 átta hindranaskynjunarkerfi [9]
- 10 km hámarksdrægni [2]
- 400 hleðslulotur [10]
- Innbyggð RTK-eining: ±3 cm nákvæmni staðsetningar
Stöðug virkni, skilvirkni án málamiðlana
Snöggt flugtak
DJI Dock 2 er með tvö RTK-loftnet sem gera drónanum kleift að safna nákvæmrum RTH-staðsetningarupplýsingum án þess að bíða eftir því að gögnin renni saman. Einnig framkvæmir stöðin fulla skoðun á spöðum og tekst á loft á allt niður í 45 sekúndum [11] og verður þannig fljótlega til í tuskið.
Hraðhleðsla
DJI Dock 2 hleður drónann úr 20% í 90% á aðeins 32 mínútum [12] sem hentar einstaklega vel fyrir samfelld verkefni.
Eftirlit með tveimur myndavélum
DJI Dock 2 er með innri og ytri fiskaugalinsumyndavélar fyrir rauntímasýn. Hægt er að fylgjast með gangi mála innan og utan stöðvarinnar og getur stjórnandi þannig fylgst með veður- og umhverfisskilyrðum, sem og flugtaki og lendingu drónans, úr fjarlægð.
Skýjavinnsla, hámarksstjórn
Skýjakortagerð
Eftir að dróninn klárar sitt verkefni býr DJI FlightHub 2 til hárnákvæm þrívíddarlíkön byggð á þeim flugupplýsingum sem safnað var og endurgerir þannig umhverfið. Þessi líkön er hægt að merkja inn á, mæla og hlaða niður.
Flugleiðarbreytingar
Með hárnákvæmum þrívíddarlíkönum geta stjórnendur breytt flugleiðinni sjónrænt frá fyrstu persónu sjónarhorni og forskoðað hermun leiðarinnar myndrænt. Þetta styrkir innsæisaðferðir og skilvirkni og greiðir leið fyrir betri og nákvæmari skipulagningu flugleiða.
Samanburður með gervigreind
Rammaðu ákveðið svæði inn í þrívíddarlíkaninu og dróninn ber það svæði sjálfkrafa saman við innrammað svæði í þeim sjálfvirku verkefnum sem á eftir koma. Myndavélin er þannig færð til að passa upp á að sama svæðið sé fest nákvæmlega á filmu í mismunandi flugferðum.
FlyTo Tasks
FlyTo-aðgerðir DJI FlightHub 2 nýta sér hárnákvæm þrívíddarlíkön til að skipuleggja sjálfkrafa kjörflugleið. Til að hefja áríðandi verkefni þarf stjórnandi aðeins að smella á viðfangsefnið og dróninn flýgur sjálfur á áfangastað eftir skilvirkri og öruggri leið.
Bein flugstýring
Með DJI FlightHub 2 eða skýjakerfi frá þriðja aðila getur stjórnandi, jafnvel þótt DJI Dock 2 sé sett upp á fjarlægum stað, samt sem áður stýrt flugi og sjónarhorni rambaldsins með lyklaborði og mús.
Hindranaforðun
Þegar sjálfvirk flugverkefni eru framkvæmd nýtir dróninn sér hindranaskynjun í allar áttir og víkur sér sjálfkrafa undan hindrunum til að auka líkurnar á að flugverkefnin takist.
Opið vistkerfi, óteljandi möguleikar
Farmur frá þriðju aðilum
Bættu við enn meiri virkni með farmi frá þriðju aðilum [3] svo sem hátölurum eða kastljósum, með E-tengi drónans, og fjarstýrðu honum með DJI FlightHub 2. [13] Þar að auki styður E-Port Lite drónans tengingu við fallhlíf [3] sem eykur öryggi flugs og fólks.
Jaðartölvuvinnsla
DJI Dock 2 styður jaðartölvuvinnslu sem gerir forvinnslu margmiðlunarskráa og fleira, til að bæta skilvirkni enn frekar, mögulega.
Eigin uppsetning með skýjaforritaskilum
Sérsníddu þitt eigið stjórnunarkerfi fyrir DJI Dock 2 með skýjaforritaskilum (Cloud API) eða tengdu það við skýjakerfi frá þriðja aðila til að auðvelda skilvirka og þægilega eigin uppsetningu.
Samstilling ský-í-ský
Með FlightHub Sync-eiginleika DJI FlightHub 2 geta notendur auðveldlega tengst skýjakerfi frá þriðja aðila til að geta stýrt vinnugögnum á sveigjanlegan hátt.
DJI TerraAPI
Með DJI TerraAPI geta notendur nýtt öfluga kortagerðareiginleika DJI Terra í eigin stjórnunarkerfi. Þetta gerir mögulega tví- og þrívíða endursmíði og sérsníðanleg ljósmyndakortagerðarvinnuflæði, sem gerir vinnsluniðurstöðum DJI Dock 2 betur kleift að þjóna þörfum ýmiss konar notkunartilvika.
Smáa letrið
* Athugið alltaf og fylgið svæðisbundnum lögum og reglugerðum til hins ítrasta áður en flogið er.
** Öllum gögnum á þessari síðu var safnað með framleiðsluútgáfu DJI Dock 2 og DJI Matrice 3D/3TD í stýrðu umhverfi. Raunverulegar niðurstöður geta farið eftir umhverfi, notkunartilfelli og fastbúnaðarútgáfu.
*** Öll myndbönd og myndir á þessari síðu voru tekin í ströngu samræmi við viðeigandi svæðisbundin lög og reglugerðir.
**** DJI Matrice 3D/3TD þarf að virkja með DJI Pilot 2 appinu fyrir notkun.
***** Til að tryggja að búnaðurinn virki stöðugt skal viðhafa reglulegt viðhald. Nánari upplýsingar má vinna í viðhaldshandbók.
- DJI Dock 2 er IP55-vottuð og DJI Matrice 3D/3TD er IP54-vottaður. Bæði eru prófuð í stýrðu tilraunarstofuumhvefi. IP-vottunin er ekki varanlega í gildi og getur minnkað vegna slits á vörunni. Nánari upplýsingar má finna í notendahandbók.
- Mælt í umhverfi með lofthitastig í kringum 25 °C með 25% varahleðslu, með u.þ.b. 4 m/s vindhraða, flughraða báðar leiðir u.þ.b. 15 m/s og svifvirkni í 10 mínútur. Þessi tala er aðeins til viðmiðunar og raunveruleg notkunargögn geta verið önnur.
- Fylgir ekki með.
- Hægt er að nota DJI Matrice 3D/3TD eða DJI Mavic 3 Enterprise Series dróna.
- Þegar dróninn hefur nægilega mikla hleðslu er hægt að klára eftirfarandi aðgerðir á 12 mínútum: Kveikja á DJI Matrice 3D Series dróna og tengja við DJI RC Pro Enterprise. Opna DJI Pilot 2, velja Dock Site Evaluation-eiginleikann og klára svo svæðismatið skref fyrir skref í samræmi við leiðbeiningar þar til niðurstöður eru komnar. Talan er aðeins til viðmiðunar og raunveruleg upplifun getur verið önnur.
- Mælt með fullhlaðna vararafhlöðu í umhverfi með 25 °C lofthitastig. Ef rafmagnsleysi verður styður stöðin ekki eiginleika á borð við hleðslu á dróna, loftræstingu, hitun á hlíf, eða vindhraðamælishitun. Skoðið vinsamlegast bilanir alltaf við fyrsta tækifæri.
- Mælt í vindlausu, sandlausu umhverfi sem ekki er veðrandi, með 25 °C lofthitastig. Raunverulegt viðhaldsmillibil skal ákvarða út frá umhverfi og notkunartíðni. Mælt er með að sinna viðhaldi á sex mánaða fresti eða tíðar.
- Mælt í stýrðu prófunarumhverfi. Sérstakar aðstæður eru eftirfarandi: flogið áfram á stöðugum 46,8 km/klst. hraða í vindlausu tilraunarstofuumhverfi 20 metrum yfir sjávarmáli, á ljósmyndastillingu (án ljósmyndatöku á meðan á flugi stendur), með slökkt á hindranaforðun, frá því að rafhlaðan var í 100% hleðslu og þar til hún náði 0%. Niðurstöður geta verið ólíkar eftir umhverfi, raunverulegri notkun og fastbúnaðarútgáfu.
- Dróninn hefur 10° blindblett ofarlega á bakhlið. Sýnið alltaf aðgát í flugi.
- Innan 12 mánaða tímabils, þegar lofthitastig þar sem rafhlaðan er geymd er innan við 35 °C og samanlagður tími sem hleðslan er í 90% eða meiru er innan við 120 dagar, geta hleðslulotur rafhlöðunnar orðið 400 talsins.
- Í umhverfi með góðu netmerki tekur það u.þ.b. 45 mínútur hið hraðasta frá því þegar stjórnandi smellir á Take off í DJI FlightHub 2 þar til dróninn yfirgefur lendingarpallinn. Talan er aðeins til viðmiðunar og raunveruleg upplifun getur verið önnur.
- Mælt í umhverfi með 25 °C lofthitastigi á meðan á hleðslu stendur.
- Vinsamlegast hafið samband við ykkar söluaðila fyrst til að ganga úr skugga um að farmurinn virki með DJI FlightHub 2.
DJI Dock 2
Auðveld í notkun, framúrskarandi niðurstöður
Hin enn öflugri en þó talsvert smærri DJI Dock 2 auðveldar notkun Matrice 3D og 3TD dróna á auðveldan og öruggan hátt. Dock 2 er létt, býður upp á ýmsa möguleika og býður upp á snjalla skýjaeiginleika sem auka skilvirkni og gæði sjálfstýrðra verkefna.
- Létt og auðveld í notkun
- IP55 ryk- og vatnsvörn [1]
- 10 km hámarksdrægni [2]
- Heildstætt umhverfisvöktunarkerfi
- Skýjalíkanagerð
- FlyTo Tasks
- Eigin uppsetning
- Stuðningur við farm frá þriðju aðilum [3]
Nánari upplýsingar
Til í tuskið
Létt hönnun
DJI Dock 2 er 75% smærri og 68% léttari en forveri sinn og geta tveir einstaklingar auðveldlega flutt hana, sem skapar sveigjanleika þegar kemur að uppsetningu og dregur úr kostnaði.
Skilvirk úttekt á vettvangi
Áður en notkun hefst getur dróninn numið umhverfið í kringum sig með sjónrænum skynjurum og metið hvort GNSS-merki á svæðinu séu sterk. [4] Þessi nýja sjónræna nálgun flýtir talsvert fyrir staðarvali og minnkar tímann sem þarf í það úr fimm klukkustundum niður í tólf mínútur eða minna. [5]
Sterkbyggð, áreiðanleg og rafmögnuð
IP55 ryk- og vatnsvarin
DJI Dock 2 er hönnuð með öll helstu öryggisatriði í huga. Með IP55 ryk- og vatnsvörn [1] getur Dock 2 unnið stöðugt í lengri tíma, jafnvel við krefjandi skilyrði.
Heildstætt umhverfisvöktunarkerfi
DJI Dock 2 notar marga skynjara, þar á meðal regn-, vindhraða- og hitamæla, til að skynja veðurbreytingar í rauntíma. Með þessum gögnum auk veðurspágagna af netinu getur stöðin veitt viðvaranir tímanlega eða stöðvað verkefni með DJI FlightHub 2 til að draga úr áhættu.
Bættur stöðugleiki í lendingu
Með næstu kynslóðar myndgreiningartækni getur dróninn borið kennsl á staðsetningarmerkingar á lendingarpallinum á nákvæman hátt. Þar að auki auðvelda aðrir hönnunarþættir enn frekar nákvæma lendingu.
Innbyggð vararafhlaða
Ef óvænt rafmagnsleysi skyldi eiga sér stað getur DJI Dock 2 haldið áfram að vinna sjálfstætt í yfir 5 klst. [6] með innbyggðri vararafhlöðu. Þannig er nægur tími fyrir drónann að snúa aftur og lenda.
Sex mánaða viðhaldsmillibil
Þökk sé góðri vörn og áreiðanleika krefst DJI Dock 2 aðeins viðhalds á u.þ.b. 6 mánaða fresti. [7]
Tilkynningar um óeðlilegt ástand
Ef DJI Dock 2 og dróninn lenda í að verkefni mistakist eða að neyðartilfelli komi upp sendir DJI FlightHub 2 sjálfkrafa tölvupósttilkynningar. Þannig geta stjórnendur rakið og leyst úr vandamálum með veittum upplýsingum.
Afkastamikil drónalíkön
Hinir glænýju DJI Matrice 3D og 3TD eru sérstaklega hannaðir fyrir DJI Dock 2. Matrice 3D er bæði með aðdráttarlinsu- og víðlinsumyndavélar (sú síðarnefnda með vélrænum lokara), sem uppfylla þarfir hárnákvæmra kortagerðarverkefna á skalanum 1:500. Matrice 3TD með sínum víðlinsu-, aðdráttarlinsu- og innrauðu myndavélum getur sýnt hvort tveggja myndir af sýnilegu ljósi og hitamyndir og hentar hann þannig öryggis- og rannsóknarverkefnum.
DJI Matrice 3D | DJI Matrice 3TD |
---|---|
Víðmyndavél
4/3″ CMOS 24 mm jafngildi 20 MP Vélrænn lokari |
Víðmyndavél
1/1,32″ CMOS 24 mm jafngildi 48 MP |
Aðdráttarmyndavél
1/2″ CMOS 162 mm jafngildi 12 MP |
Aðdráttarmyndavél
1/2″ CMOS 162 mm jafngildi 12 MP |
Innrauð myndavél
40 mm jafngildi Normal-stilling: 640×512@30fps UHR Infrared Image-stilling: 1280×1024@30fps (með UHR Infrared Image-stillinguna virka virkjar og afvirkjar dróninn sjálfkrafa stillinguna eftir því hvernig birtuskilyrði eru.) 28x þys |
Yfirburðaafköst
Þökk sé öflugri getu mætir DJI Matrice 3D/3TD ítrustu kröfum stórra notkunartilvika.
- IP54 ryk- og vatnsvörn [1]
- 50 mínútna hámarksflugtími [8]
- 6 átta hindranaskynjunarkerfi [9]
- 10 km hámarksdrægni [2]
- 400 hleðslulotur [10]
- Innbyggð RTK-eining: ±3 cm nákvæmni staðsetningar
Stöðug virkni, skilvirkni án málamiðlana
Snöggt flugtak
DJI Dock 2 er með tvö RTK-loftnet sem gera drónanum kleift að safna nákvæmrum RTH-staðsetningarupplýsingum án þess að bíða eftir því að gögnin renni saman. Einnig framkvæmir stöðin fulla skoðun á spöðum og tekst á loft á allt niður í 45 sekúndum [11] og verður þannig fljótlega til í tuskið.
Hraðhleðsla
DJI Dock 2 hleður drónann úr 20% í 90% á aðeins 32 mínútum [12] sem hentar einstaklega vel fyrir samfelld verkefni.
Eftirlit með tveimur myndavélum
DJI Dock 2 er með innri og ytri fiskaugalinsumyndavélar fyrir rauntímasýn. Hægt er að fylgjast með gangi mála innan og utan stöðvarinnar og getur stjórnandi þannig fylgst með veður- og umhverfisskilyrðum, sem og flugtaki og lendingu drónans, úr fjarlægð.
Skýjavinnsla, hámarksstjórn
Skýjakortagerð
Eftir að dróninn klárar sitt verkefni býr DJI FlightHub 2 til hárnákvæm þrívíddarlíkön byggð á þeim flugupplýsingum sem safnað var og endurgerir þannig umhverfið. Þessi líkön er hægt að merkja inn á, mæla og hlaða niður.
Flugleiðarbreytingar
Með hárnákvæmum þrívíddarlíkönum geta stjórnendur breytt flugleiðinni sjónrænt frá fyrstu persónu sjónarhorni og forskoðað hermun leiðarinnar myndrænt. Þetta styrkir innsæisaðferðir og skilvirkni og greiðir leið fyrir betri og nákvæmari skipulagningu flugleiða.
Samanburður með gervigreind
Rammaðu ákveðið svæði inn í þrívíddarlíkaninu og dróninn ber það svæði sjálfkrafa saman við innrammað svæði í þeim sjálfvirku verkefnum sem á eftir koma. Myndavélin er þannig færð til að passa upp á að sama svæðið sé fest nákvæmlega á filmu í mismunandi flugferðum.
FlyTo Tasks
FlyTo-aðgerðir DJI FlightHub 2 nýta sér hárnákvæm þrívíddarlíkön til að skipuleggja sjálfkrafa kjörflugleið. Til að hefja áríðandi verkefni þarf stjórnandi aðeins að smella á viðfangsefnið og dróninn flýgur sjálfur á áfangastað eftir skilvirkri og öruggri leið.
Bein flugstýring
Með DJI FlightHub 2 eða skýjakerfi frá þriðja aðila getur stjórnandi, jafnvel þótt DJI Dock 2 sé sett upp á fjarlægum stað, samt sem áður stýrt flugi og sjónarhorni rambaldsins með lyklaborði og mús.
Hindranaforðun
Þegar sjálfvirk flugverkefni eru framkvæmd nýtir dróninn sér hindranaskynjun í allar áttir og víkur sér sjálfkrafa undan hindrunum til að auka líkurnar á að flugverkefnin takist.
Opið vistkerfi, óteljandi möguleikar
Farmur frá þriðju aðilum
Bættu við enn meiri virkni með farmi frá þriðju aðilum [3] svo sem hátölurum eða kastljósum, með E-tengi drónans, og fjarstýrðu honum með DJI FlightHub 2. [13] Þar að auki styður E-Port Lite drónans tengingu við fallhlíf [3] sem eykur öryggi flugs og fólks.
Jaðartölvuvinnsla
DJI Dock 2 styður jaðartölvuvinnslu sem gerir forvinnslu margmiðlunarskráa og fleira, til að bæta skilvirkni enn frekar, mögulega.
Eigin uppsetning með skýjaforritaskilum
Sérsníddu þitt eigið stjórnunarkerfi fyrir DJI Dock 2 með skýjaforritaskilum (Cloud API) eða tengdu það við skýjakerfi frá þriðja aðila til að auðvelda skilvirka og þægilega eigin uppsetningu.
Samstilling ský-í-ský
Með FlightHub Sync-eiginleika DJI FlightHub 2 geta notendur auðveldlega tengst skýjakerfi frá þriðja aðila til að geta stýrt vinnugögnum á sveigjanlegan hátt.
DJI TerraAPI
Með DJI TerraAPI geta notendur nýtt öfluga kortagerðareiginleika DJI Terra í eigin stjórnunarkerfi. Þetta gerir mögulega tví- og þrívíða endursmíði og sérsníðanleg ljósmyndakortagerðarvinnuflæði, sem gerir vinnsluniðurstöðum DJI Dock 2 betur kleift að þjóna þörfum ýmiss konar notkunartilvika.
Smáa letrið
* Athugið alltaf og fylgið svæðisbundnum lögum og reglugerðum til hins ítrasta áður en flogið er.
** Öllum gögnum á þessari síðu var safnað með framleiðsluútgáfu DJI Dock 2 og DJI Matrice 3D/3TD í stýrðu umhverfi. Raunverulegar niðurstöður geta farið eftir umhverfi, notkunartilfelli og fastbúnaðarútgáfu.
*** Öll myndbönd og myndir á þessari síðu voru tekin í ströngu samræmi við viðeigandi svæðisbundin lög og reglugerðir.
**** DJI Matrice 3D/3TD þarf að virkja með DJI Pilot 2 appinu fyrir notkun.
***** Til að tryggja að búnaðurinn virki stöðugt skal viðhafa reglulegt viðhald. Nánari upplýsingar má vinna í viðhaldshandbók.
- DJI Dock 2 er IP55-vottuð og DJI Matrice 3D/3TD er IP54-vottaður. Bæði eru prófuð í stýrðu tilraunarstofuumhvefi. IP-vottunin er ekki varanlega í gildi og getur minnkað vegna slits á vörunni. Nánari upplýsingar má finna í notendahandbók.
- Mælt í umhverfi með lofthitastig í kringum 25 °C með 25% varahleðslu, með u.þ.b. 4 m/s vindhraða, flughraða báðar leiðir u.þ.b. 15 m/s og svifvirkni í 10 mínútur. Þessi tala er aðeins til viðmiðunar og raunveruleg notkunargögn geta verið önnur.
- Fylgir ekki með.
- Hægt er að nota DJI Matrice 3D/3TD eða DJI Mavic 3 Enterprise Series dróna.
- Þegar dróninn hefur nægilega mikla hleðslu er hægt að klára eftirfarandi aðgerðir á 12 mínútum: Kveikja á DJI Matrice 3D Series dróna og tengja við DJI RC Pro Enterprise. Opna DJI Pilot 2, velja Dock Site Evaluation-eiginleikann og klára svo svæðismatið skref fyrir skref í samræmi við leiðbeiningar þar til niðurstöður eru komnar. Talan er aðeins til viðmiðunar og raunveruleg upplifun getur verið önnur.
- Mælt með fullhlaðna vararafhlöðu í umhverfi með 25 °C lofthitastig. Ef rafmagnsleysi verður styður stöðin ekki eiginleika á borð við hleðslu á dróna, loftræstingu, hitun á hlíf, eða vindhraðamælishitun. Skoðið vinsamlegast bilanir alltaf við fyrsta tækifæri.
- Mælt í vindlausu, sandlausu umhverfi sem ekki er veðrandi, með 25 °C lofthitastig. Raunverulegt viðhaldsmillibil skal ákvarða út frá umhverfi og notkunartíðni. Mælt er með að sinna viðhaldi á sex mánaða fresti eða tíðar.
- Mælt í stýrðu prófunarumhverfi. Sérstakar aðstæður eru eftirfarandi: flogið áfram á stöðugum 46,8 km/klst. hraða í vindlausu tilraunarstofuumhverfi 20 metrum yfir sjávarmáli, á ljósmyndastillingu (án ljósmyndatöku á meðan á flugi stendur), með slökkt á hindranaforðun, frá því að rafhlaðan var í 100% hleðslu og þar til hún náði 0%. Niðurstöður geta verið ólíkar eftir umhverfi, raunverulegri notkun og fastbúnaðarútgáfu.
- Dróninn hefur 10° blindblett ofarlega á bakhlið. Sýnið alltaf aðgát í flugi.
- Innan 12 mánaða tímabils, þegar lofthitastig þar sem rafhlaðan er geymd er innan við 35 °C og samanlagður tími sem hleðslan er í 90% eða meiru er innan við 120 dagar, geta hleðslulotur rafhlöðunnar orðið 400 talsins.
- Í umhverfi með góðu netmerki tekur það u.þ.b. 45 mínútur hið hraðasta frá því þegar stjórnandi smellir á Take off í DJI FlightHub 2 þar til dróninn yfirgefur lendingarpallinn. Talan er aðeins til viðmiðunar og raunveruleg upplifun getur verið önnur.
- Mælt í umhverfi með 25 °C lofthitastigi á meðan á hleðslu stendur.
- Vinsamlegast hafið samband við ykkar söluaðila fyrst til að ganga úr skugga um að farmurinn virki með DJI FlightHub 2.