Nánari upplýsingar

Tveggja myndavéla dróni sem er hannaður fyrir ferðalagamyndatöku. Með 1″ CMOS aðalmyndavél og 70 mm miðlungsaðdráttarlinsu, hvorri með allt að 14 stoppa lýsingarbreytisviði [1] tekur Air 3S landslags- og portrettmyndir auk fleiri tegunda dmynda í ótrúlegum smáatriðum. Báðar myndavélar styðja nýjan Free panorama-eiginleika sem býður upp á ýmsa möguleika í upptöku. Önnur atriði sem standa upp úr eru meðal annars hindranaskynjun að nóttu til [2] og næstu kynslóðar Smart RTH sem eykur öryggi við næturmyndatöku. DJI Air 3S er hannaður til að hámarka mátt hverrar stundar í loftinu á allan hátt.

Tvær myndavélar, óviðjafnanlegt myndefni


DJI Air 3S er með tveggja myndavéla kerfi sem samanstendur af 1″ CMOS aðalmyndavél og 1/1,3″ CMOS miðlungsaðdráttarmyndavél. Aðalmyndavélin er með stærri CMOS-myndflögu og 24 mm linsu sem gerir hana tilvalda til að festa á filmu víðáttumikið landslag með meiri skerpu og breiðu sjónsviði. 70 mm miðlungsaðdráttarlinsan er framúrskarandi í portrett- og ökutækjaskotum sem getur lagt áherslu á hvaða viðfangsefni sem er.

1″ CMOS aðalvíðlinsumyndavél:
  • 3,2 μm pixlastærð [5]
  • 24 mm jafngildi
  • 50 MP
  • f/1,8 ljósop
1/1,3″ CMOS miðlungsaðdráttarlinsumyndavél:
  • 2,4 μm pixlastærð [5]
  • 70 mm jafngildi
  • 48 MP
  • f/2,8 ljósop

1″ CMOS aðalmyndavél: ótrúleg smáatriði

Aðalmyndavél DJI Air 3S er með 50 MP 1″ CMOS myndflögu sem styður upptöku í 4K/60fps HDR og 4K/120fps [6] auk 10-bita D-Log M litastillingu. Þessi stóra myndflaga, sem bætt er upp með háþróaðri myndvinnslutækni og snjöllum reikniritum, viðheldur jafnvel minnstu smáatriðum við óákjósanleg birtuskilyrði svo sem við sólsetur eða að nóttu til og skilar sér í skotum sem eru einfaldlega stórbrotin.

Bætt mynd, ótrúlegt landslag

4K/60fps HDR myndbandsupptaka 4K/120fps myndbandsupptaka [6] 10-bita D-Log M & HLG myndbandsupptaka
Nýjasta HDR-myndbandsupptökustillingin býður upp á allt að 14 stoppa lýsingarbreytisvið [1] sem gerir þér kleift að taka upp efni í kvikmyndagæðum þar sem mikil birtuskil eru, svo sem skot af skýjum eða öðrum þáttum við sólarupprás eða sólsetur. Aukin upplausn og rammatíðni gefur líflegt sjónarhorn á menningar- eða íþróttaviðburði og opnar enn frekar á spennandi skapandi möguleika við eftirvinnslu. Jafnvel í venjulegri litastillingu getur Air 3S tekið upp 10-bita myndbönd með H.265-kóðun, sem skilar sér í betri litum og meiri sveigjanleika í eftirvinnslu, með allt að 12.800 ISO. Með D-Log M og HLG litastillingunum er hámarks-ISO 3.200, sem opnar fyrir möguleikann á meiri birtu og smáatriðum í næturskotum í þéttbýli.

Miðlungsaðdráttarlinsa: ógleymanleg portrett

Miðlungsaðdráttarlinsumyndavélin, með 48 MP 1/1,3″ CMOS-myndflögu, styður sömu myndbandsstaðla og litastillingar og aðalmyndavélin. Þetta tryggir sjónrænt samræmi gerir eftirvinnslu straumlínulagaða. 70 mm linsan býður upp á 3x optískt þys, sem gerir þér kleift að taka einstaka skot úr fjarlægð og leggja jafnframt áherslu á viðfangsefnið. Þegar Air 3S svífur á braut um viðfangsefni og tekur upp 4K myndbönd og gerir þér kleift að taka auðveldlega svipmiklar nærmyndir í miklum smáatriðum.

Einblíndu á smáatriðin
4K/60fps HDR myndbandsupptaka 4K/120fps HDR myndbandsupptaka [6] 10-bita D-Log M & HLG myndbandsupptaka
Þegar nærmyndir eru teknar af ökutækjum gegnt sólsetri býður miðlungsaðdráttarlinsumyndavélin upp á allt að 14 stopp af lýsingarbreytisviði [1] til að fanga skæra liti sólsetursins á filmu. Háhraðaupptaka í 4K/120fps hentar vel t.d. fyrir skíðaíþróttir þar sem miðlungsaðdráttarlinsumyndavélin getur tekið upp myndbönd í hárri upplausn sem er hægt á til að sýna hæfileika iðkandans, jafnvel smæstu hreyfingar. Miðlungsaðdráttarlinsumyndavél Air 3S styður einnig upptöku 10-bita myndbanda með venjulegri litastillingu með H.265-kóðun, sem skilar sér í betri litum og meiri sveigjanleika í eftirvinnslu. Með 10-bita D-Log M litastillingunni tekur myndavélin upp nákvæmari liti og túlkar gullfallega skær borgarljós að kvöldi til.

Free Panorama

Bæði aðalmyndavélin og aðdráttarmyndavél DJI Air 3S bjóða upp á Free panorama stillingu sem gerir mögulegt að skapa hnökralausar víðmyndir með því að setja saman mörg mynd með handvöldu viðfangsefni eða svæði. Víðlinsumyndavélin býður upp á breiðara sjónsvið sem bætir skilvirkni hvað varðar víðmyndatöku. Miðlungsaðdráttarlinsumyndavélin minnkar til muna myndbrenglun og nýtir margra myndir til að skapa algjört meistaraverk.

DJI Air 3S styður einnig við vinsæla eiginleika svo sem 2,7K lóðrétta upptöku, MasterShots, QuickShots, Hyperlapse og fleira og kemur saman í eina risastóra skapandi verkfærakistu í smáum umbúðum.

Öruggara flug að næturlagi fyrir fleiri sköpunarmöguleika

Sjónræn hindranaskynjun í allar áttir

DJI Air 3S styður Advanced Pilot Assistance Systems (APAS). Þar að auki er hann fyrsti DJI dróninn með LiDAR sem snýr fram á við og kemur einnig með innrauðum time-of-flight (ToF) skynjurum sem snúa niður á við og sex sjónrænum skynjurum (tveim að framan, aftan og á botni) til að geta skynjað hindranir í allar áttir að nóttu til. [2] Með hjálp þessa kerfis getur dróninn sjálfkrafa ákvarðað og forðast hindranir svo sem byggingar á meðan á flugi stendur eða við heimkomu, sem tryggir öryggi við næturmyndatöku.

Hindranaskynjun í allar áttir að nóttu til

Næstu kynslóðar snallt RTH
RTH án GPS RTH að nóttu til
DJI Air 3S leggur á minnið flugleiðir þegar lýsing er nægjanleg, með hjálp rauntímastaðsetningar- og kortagerðartækni. Þetta tryggir örugga heimkomu jafnvel þegar flugtak er á stað án gervihnattamerkis svo sem á svölum. [7] Með LiDAR fram á við getur DJI Air 3S skynjað hindranir svo sem háar byggingar og stýrt sér í kringum þær upp á við, [7] jafnvel við dræm birtuskilyrði, sem tryggir öruggari heimkomu að nóttu til.

Aukin sjónræn aðstoð

Vision Assist eiginleiki DJI Air 3S veitir sýn niður á við, auk fram-, aftur-, vinstri-, og hægrisýnanna sem hjálpar þér að skilja umhverfi þitt betur.

DJI Air 3S býður einnig upp á Waypoint Flight og Cruise Control auk fleiri lengra komnum eiginleikum sem gera þér kleift að forstilla flugleiðir og myndavélaaðgerðir og læsa stýripinnainntaki á skjótan hátt til að sleppa af þér skapandi beislinu.

ActiveTrack 360° fyrir fyrirhafnarlausa sjónræna töfra

Ný loftlist

DJI Air 3S er með ActiveTrack 360° sem heldur hvaða viðfangsefni sem er innan ramma. Dróninn leggur niður flugleið og stillir innrömmun af til að styrkja skotin þín og miðjusetja viðfangsefnið hverju sinni, allt byggt á umhverfinu í kring.

ActiveTrack 360° Framúrskarandi eftirfylgni
ActiveTrack 360° gerir Air 3S kleift að forðast sjálfkrafa sjónarhorn með bakgrunnum með miklum truflunum. Þegar eftirfylgni byrjar getur DJI Air 3S haldið viðfangsefni í fókus jafnvel þó neðri helmingur líkama þess sé falið af runnum eða að það standi á brú.

Haltu fókus

DJI Air 3S býður upp á nýjan Subject Focusing eiginleika sem heldur viðfangsefninu þínu í skörpum fókus, jafnvel þegar flogið er handvirkt eða þegar viðfangsefnið færir sig frá miðjunni. Þessi eiginleiki gerir þér kleift að einblína fyllilega á skapandi hluta skotanna svo sem samsetningu og myndavélarhreyfingar.

Lengra flug og drægni

Verulegur flugtími: allt að 45 mínútur [3]

Með allt að 45 mínútna flugtíma [3] veitir Air 3S þér nægan tíma til að skoða tökustaði, setja saman skot, negla tökurnar og endurtaka það allt saman aftur og aftur.

10-bita O4 myndbandssending

Með DJI O4 FHD myndbandssendingartækni veitir Air 3S 10-bita myndbandssendingu í 1080p/60fps með allt að 10 km drægni. [4] Myndmerkið er stöðugt, áreiðanlegt og líflegt með snöggu viðbragði við stýringu, og skilar sér allt saman í bættri almennri flugupplifun.

Virkar með DJI Cellular Dongle 2

Hægt er að setja DJI Cellular Dongle 2 [8] beint í DJI Air 3S án allra aukahluta. Ef O4-merkið er truflað af einhverjum ástæðum getur þú treyst á 4G-tengingu fyrir stöðuga myndbandssendingu og stýringu á drónanum, sem bætir flugöryggi og dregur úr líkum á aftengingu.

Hugað að öllu

Alltaf tilbúinn: 42 GB innbyggð geymsla

DJI Air 3S kemur með 42 GB af innbyggðri geymslu. Þetta gerir þér kleift að hefja upptöku án tafar og sleppa við að þurfa að basla með microSD-kort.

QuickTransfer með slökkt á dróna

Nú getur þú sent skrár úr Air 3S í snjallsíma jafnvel þegar slökkt er á drónanum. [9] Einnig er hægt að flytja skrár á tölvu með slökkt á drónanum – tengdu Air 3S einfaldlega með samhæfðri USB-snúru.

Hleðslustöð með samansöfnun hleðslu [10]

Hleðslustöðin styður PD hraðhleðslu og býður upp á samansöfnunareiginleika sem gerir þér kleift að flytja þá orku sem eftir er á nokkrum rafhlöðum með lítilli hleðslu yfir á þá sem hefur mesta hleðslu eftir. [10]

Sérsniðinn að þínum þörfum


DJI Air 3S býður upp á ýmsa pakka og fjölbreytta aukahluti sem henta hverjum þínum þörfum.

DJI Air 3S (DJI RC-N3)

Inniheldur venjulega DJI RC-N3 fjarstýringu. Notaðu snjallsíma til að skoða beina myndbandsútsendingu og stöðu flugs.

DJI Air 3S Fly More Combo (DJI RC-N3)

Inniheldur DJI RC-N3 fjarstýringuna, ND-síusett, tvær aukarafhlöður, rafhlöðuhleðslustöð, hliðartösku og fleira.

DJI Air 3S Fly More Combo (DJI RC 2)

Inniheldur DJI RC 2 með 5,5″ 1080p 700 cd/m2 ofurbjörtum skjá, ND-síusett, tvær aukarafhlöður, rafhlöðuhleðslustöð, hliðartösku og fleira.

DJI Air 3S Intelligent Flight Battery

Veitir Air 3S allt að 45 mínútna flugtíma og gerir þér kleift að ná þeim skotum sem þú vilt í einu flugi.

DJI Air 3S ND Filter Set (ND8/32/128)

Inniheldur ND8/32/128 síur sem gerir þér kleift að lækka lokarahraða til að taka mýkri myndskeið.

DJI Air 3 Series Battery Charging Hub

Styður raðhleðslu allt að þriggja rafhlaðna eða hraðhleðslu fyrir tæki svo sem fjarstýringar og snjallsíma. Einnig getur hleðslustöðin flutt þá hleðslu sem eftir er í nokkrum rafhlöðum yfir á þá sem hefur mesta hleðslu. [10]

DJI Air 3S Wide-Angle Lens

Stækkar sjónsvið víðlinsumyndavélarinnar í 114° og býður upp á breiðara sjónarhorn. [8]

DJI Cellular Dongle 2

Gerir Air 3S kleift að tengjast 4G-neti án allra aukahluta og dregur úr líkum á að dróninn aftengist. [8]

Samanburður á myndavélardrónum DJI

DJI Air 3S DJI Air 3 DJI Mavic 3 Pro
Þyngd 724 g 720 g 958 g
Myndflaga Víðlinsumyndavél: 1″ CMOS, 50 MP

Miðlungsaðdráttarlinsumyndavél: 1/1,3″ CMOS, 48 MP

Víðlinsumyndavél: 1/1,3″ CMOS, 48 MP

Miðlungsaðdráttarlinsumyndavél: 1/1,3″ CMOS, 48 MP

Hasselblad-myndavél: 4/3 CMOS, 20 MP

Miðlungsaðdráttarlinsumyndavél: 1/1,3″ CMOS, 48 MP

Aðdráttarlinsumyndavél: 1/2″ CMOS, 12 MP

Hámarksmyndbandsupplausn 4K/60fps HDR eða 4K/120fps 4K/60fps HDR eða 4K/120fps 5,1K/50fps
Hindranaskynjun Í allar áttir, virkar að nóttu til:

(upp/niður/vinstri/hægri/fram/aftur á bak)

Kemur með LiDAR sem snýr fram

Í allar áttir:

upp/niður/vinstri/hægri/fram/aftur á bak

Í allar áttirl:

upp/niður/vinstri/hægri/fram/aftur á bak

Flugtími 45 mínútur 46 mínútur 43 mínútur
Hámarksdrægni myndbandssendinga 20 km (FCC)

10 km (CE/SRRC/MIC)

20 km (FCC)

10 km (CE/SRRC/MIC)

15 km (FCC)

8 km (CE/SRRC/MIC)

* Öll myndbönd og myndir á þessari síðu voru tekin með DJI Air 3S af fagfólki í ströngu samræmi við svæðisbundin lög og reglugerðir og hafa verið unnin á ýmsan hátt í eftirvinnslu. Öll myndbönd og myndir eru aðeins til viðmiðunar. Raunverulegar niðurstöður geta verið ólíkar. Fylgið alltaf svæðisbundnum lögum og reglugerðum og gangið úr skugga um að dróninn hafi fengið viðeigandi vottanir og heimildir til flugs áður en flogið er.
** Öllum gögnum á þessari síðu var safnað með framleiðsluútgáfu DJI Air 3S í stýrðu prófunarumhverfi. Raunveruleg upplifun getur farið eftir umhverfi, notkunartilviki og fastbúnaðarútgáfu. Virkja þarf DJI Air 3S með DJI Fly appinu fyrir notkun.
*** Mælt er með að nota ActiveTrack 360° í opnu umhverfi. Skoðið notkunarleiðbeiningar áður en farið er út í óstuddar aðstæður eða aðstæður sem gætu mögulega truflað upptöku. Í flóknum umhverfum með mörgum hindrunum skal sýna aðgát þegar Auto-stilling er notuð, til að tryggja flugöryggi sem og persónulegt öryggi.
**** Allar myndir, myndbönd og efni skjámynda um vöruna sjálfa á þessari síðu eru aðeins til viðmiðunar. Raunverulegir eiginleikar vörunnar (þar með talið en ekki tæmandi listi: útlit, litur og stærð) og efni á skjá (þar með talið en ekki tæmandi: bakgrunnir, notendaviðmót og teikningar) geta verið öðruvísi.

Smáa letrið

  1. Hægt er að ná 14 stoppa lýsingarbreytisviði á myndböndum með Auto-stillingu en ekki í lóðréttri eða háhraðamyndbandsupptöku.
  2. Skilyrði til að virkja hindranaskynjun í allar áttir að nóttu til: Fram-, bak,- vinstri-, hægri-, og topphliðar drónans eru innan færis frá yfirborðum með greinanlegri áferð með birtu yfir 1 lux. Að sama skapi þarf jörðin fyrir neðan að hafa áferð og endurkastandi á dreifðan hátt með yfir 20% endurkastshlutfall (svo sem veggir, tré eða fólk), einnig í birtuskilyrðum þar sem birta er yfir 1 lux. EKKI fljúga í vonskuveðri svo sem í sterkum vindi (12 m/s eða sterkari), snjókomu, rigningu, eldingaveðri eða þoku. EKKI fljúga drónanum 6000 m eða hærra fyrir ofan sjávarmál. EKKI fljúga drónanum í umhverfi þar sem lofthitastig er undir -10° C eða yfir 40° C. EKKI takast á loft af hlutum á hreyfingu svo sem bílum eða bátum. EKKI fljúga nálægt endurkastandi yfirborði svo sem vatni eða snjó. Annars eru líkur á að sjónræna skynjunarkerfið virki ekki rétt. Þegar GNSS-merki eru veik skal fljúga drónanum í vel upplýstu umhverfi og ganga úr skugga um að fram-, bak-, vinstri-, hægri- og topphliðar drónans séu innan færis frá yfirborðum með greinanlegri áferð með birtu yfir 10 lux. Að sama skapi þarf jörðin fyrir neðan að vera með áferð og endurkastandi á dreifðan hátt með yfir 20% endurkastshlutfall, einnig í birtuskilyrðum þar sem birta er yfir 10 lux. Sjónræna skynjunarkerfið virkar mögulega ekki í dimmu umhverfi. EKKI fljúga nálægt svæðum með segul- eða útvarpsbylgjutruflunum. Algeng upptök segul- eða útvarpsbylgjutruflana eru m.a. Wi-Fi heitir reitir, netbeinar, Bluetooth-tæki, háspennulínur, stórar aflflutningastöðvar, radarstöðvar, farsímamöstur og útvarpsturnar. Forðist að leyfa sandi að komast inn í drónann þegar tekið er á loft í eyðimörkum eða á ströndum. Fljúgið drónanum á opnum svæðum fjarri mannmergð. Byggingar, fjöll og tré geta truflað GNSS-merkið og haft áhrif á innbyggðan kompás drónans.
  3. Mælt með DJI Air 3S fljúgandi fram á við við stöðugan 32,4 km/klst. hraða í vindlausu umhverfi við sjávarmál, með hindranaforðunaraðgerð stillta á að bremsa, á ljósmyndastillingu, frá því að rafhlaðan var í 100% þar til að hún náði 0%. Gögnin eru aðeins til viðmiðunar. Fylgist alltaf með áminningum í appinu á meðan á flugi stendur.
  4. Mælt í opnu umhverfi utandyra án truflana, samkvæmt reglum FCC. Gögnin hér að ofan sýna hámarksdrægni samskipta fyrir flug aðra leið án heimkomu. Fylgist alltaf með áminningum í appinu á meðan á flugi stendur.
  5. Náð fram með QBC (Quad Bayer Coding) tækni sem sameinar fjóra pixla í einn. Ekki stutt þegar 48 MP eða 50 MP myndir eru teknar.
  6. 4K/120fps myndbandsupptaka er aðeins í boði með Slow Motion stillingunni.
  7. Skilyrði til að leggja flugleiðir á minnið: Fram-, bak,- vinstri-, hægri-, og topphliðar drónans eru innan færis frá yfirborðum með greinanlegri áferð með birtu yfir 10 lux. Að sama skapi þarf jörðin fyrir neðan að hafa áferð og endurkastandi á dreifðan hátt með yfir 20% endurkastshlutfall (svo sem veggir, tré eða fólk), einnig í birtuskilyrðum þar sem birta er yfir 10 lux. Ef flugtak er af svölum skal ganga úr skugga um að nothæft rými sé að minnsta kosti 2 sinnum 2 metrar og að hæðin yfir jörðu sé innan við 30 metrar, til að tryggja örugga heimkomu. Ef dróninn nær flughæðarhámarkinu þegar hann er að hækka flugið til að forðast hindranir mun dróninn svífa í þeirri hæð og notandi þarf að fljúga drónanum handvirkt.
  8. Fylgir ekki. Aðeins í boði í Evrópu.
  9. DJI Air 3S viðheldur Bluetooth-tengingu í 12 klst. eftir að slökkt er á honum og leyfir þannig beina tengingu við snjallsíma án þess að kveikt sé á drónanum aftur. Bluetooth afvirkjast sjálfkrafa 12 klst. eftir að slökkt er á drónanum.
  10. EKKI tengja hleðslutækið eða jaðartæki eða setja eða fjarlægja rafhlöður á meðan á samansöfnun hleðslu stendur.

DJI Air 3S Fly More Combo (DJI RC 2)

269.990 kr.

Eltu sýnina

  • 1″ CMOS aðalmyndavél
  • Tveggja-myndavéla 4K/60fps HDR myndbandsupptaka & 14-stoppa lýsingarbreytisvið [1]
  • Free Panorama, hnökralaust og í miklum smáatriðum
  • Hindranaskynjun í allar áttir að nóttu til [2]
  • Næstu kynslóðar snjallt RTH með aukinni nákvæmni
  • 45 mínútna flugtími, [3] 10 km myndbandssending [4]

Nánari upplýsingar

Tveggja myndavéla dróni sem er hannaður fyrir ferðalagamyndatöku. Með 1″ CMOS aðalmyndavél og 70 mm miðlungsaðdráttarlinsu, hvorri með allt að 14 stoppa lýsingarbreytisviði [1] tekur Air 3S landslags- og portrettmyndir auk fleiri tegunda dmynda í ótrúlegum smáatriðum. Báðar myndavélar styðja nýjan Free panorama-eiginleika sem býður upp á ýmsa möguleika í upptöku. Önnur atriði sem standa upp úr eru meðal annars hindranaskynjun að nóttu til [2] og næstu kynslóðar Smart RTH sem eykur öryggi við næturmyndatöku. DJI Air 3S er hannaður til að hámarka mátt hverrar stundar í loftinu á allan hátt.

Tvær myndavélar, óviðjafnanlegt myndefni


DJI Air 3S er með tveggja myndavéla kerfi sem samanstendur af 1″ CMOS aðalmyndavél og 1/1,3″ CMOS miðlungsaðdráttarmyndavél. Aðalmyndavélin er með stærri CMOS-myndflögu og 24 mm linsu sem gerir hana tilvalda til að festa á filmu víðáttumikið landslag með meiri skerpu og breiðu sjónsviði. 70 mm miðlungsaðdráttarlinsan er framúrskarandi í portrett- og ökutækjaskotum sem getur lagt áherslu á hvaða viðfangsefni sem er.

1″ CMOS aðalvíðlinsumyndavél:
  • 3,2 μm pixlastærð [5]
  • 24 mm jafngildi
  • 50 MP
  • f/1,8 ljósop
1/1,3″ CMOS miðlungsaðdráttarlinsumyndavél:
  • 2,4 μm pixlastærð [5]
  • 70 mm jafngildi
  • 48 MP
  • f/2,8 ljósop

1″ CMOS aðalmyndavél: ótrúleg smáatriði

Aðalmyndavél DJI Air 3S er með 50 MP 1″ CMOS myndflögu sem styður upptöku í 4K/60fps HDR og 4K/120fps [6] auk 10-bita D-Log M litastillingu. Þessi stóra myndflaga, sem bætt er upp með háþróaðri myndvinnslutækni og snjöllum reikniritum, viðheldur jafnvel minnstu smáatriðum við óákjósanleg birtuskilyrði svo sem við sólsetur eða að nóttu til og skilar sér í skotum sem eru einfaldlega stórbrotin.

Bætt mynd, ótrúlegt landslag

4K/60fps HDR myndbandsupptaka 4K/120fps myndbandsupptaka [6] 10-bita D-Log M & HLG myndbandsupptaka
Nýjasta HDR-myndbandsupptökustillingin býður upp á allt að 14 stoppa lýsingarbreytisvið [1] sem gerir þér kleift að taka upp efni í kvikmyndagæðum þar sem mikil birtuskil eru, svo sem skot af skýjum eða öðrum þáttum við sólarupprás eða sólsetur. Aukin upplausn og rammatíðni gefur líflegt sjónarhorn á menningar- eða íþróttaviðburði og opnar enn frekar á spennandi skapandi möguleika við eftirvinnslu. Jafnvel í venjulegri litastillingu getur Air 3S tekið upp 10-bita myndbönd með H.265-kóðun, sem skilar sér í betri litum og meiri sveigjanleika í eftirvinnslu, með allt að 12.800 ISO. Með D-Log M og HLG litastillingunum er hámarks-ISO 3.200, sem opnar fyrir möguleikann á meiri birtu og smáatriðum í næturskotum í þéttbýli.

Miðlungsaðdráttarlinsa: ógleymanleg portrett

Miðlungsaðdráttarlinsumyndavélin, með 48 MP 1/1,3″ CMOS-myndflögu, styður sömu myndbandsstaðla og litastillingar og aðalmyndavélin. Þetta tryggir sjónrænt samræmi gerir eftirvinnslu straumlínulagaða. 70 mm linsan býður upp á 3x optískt þys, sem gerir þér kleift að taka einstaka skot úr fjarlægð og leggja jafnframt áherslu á viðfangsefnið. Þegar Air 3S svífur á braut um viðfangsefni og tekur upp 4K myndbönd og gerir þér kleift að taka auðveldlega svipmiklar nærmyndir í miklum smáatriðum.

Einblíndu á smáatriðin
4K/60fps HDR myndbandsupptaka 4K/120fps HDR myndbandsupptaka [6] 10-bita D-Log M & HLG myndbandsupptaka
Þegar nærmyndir eru teknar af ökutækjum gegnt sólsetri býður miðlungsaðdráttarlinsumyndavélin upp á allt að 14 stopp af lýsingarbreytisviði [1] til að fanga skæra liti sólsetursins á filmu. Háhraðaupptaka í 4K/120fps hentar vel t.d. fyrir skíðaíþróttir þar sem miðlungsaðdráttarlinsumyndavélin getur tekið upp myndbönd í hárri upplausn sem er hægt á til að sýna hæfileika iðkandans, jafnvel smæstu hreyfingar. Miðlungsaðdráttarlinsumyndavél Air 3S styður einnig upptöku 10-bita myndbanda með venjulegri litastillingu með H.265-kóðun, sem skilar sér í betri litum og meiri sveigjanleika í eftirvinnslu. Með 10-bita D-Log M litastillingunni tekur myndavélin upp nákvæmari liti og túlkar gullfallega skær borgarljós að kvöldi til.

Free Panorama

Bæði aðalmyndavélin og aðdráttarmyndavél DJI Air 3S bjóða upp á Free panorama stillingu sem gerir mögulegt að skapa hnökralausar víðmyndir með því að setja saman mörg mynd með handvöldu viðfangsefni eða svæði. Víðlinsumyndavélin býður upp á breiðara sjónsvið sem bætir skilvirkni hvað varðar víðmyndatöku. Miðlungsaðdráttarlinsumyndavélin minnkar til muna myndbrenglun og nýtir margra myndir til að skapa algjört meistaraverk.

DJI Air 3S styður einnig við vinsæla eiginleika svo sem 2,7K lóðrétta upptöku, MasterShots, QuickShots, Hyperlapse og fleira og kemur saman í eina risastóra skapandi verkfærakistu í smáum umbúðum.

Öruggara flug að næturlagi fyrir fleiri sköpunarmöguleika

Sjónræn hindranaskynjun í allar áttir

DJI Air 3S styður Advanced Pilot Assistance Systems (APAS). Þar að auki er hann fyrsti DJI dróninn með LiDAR sem snýr fram á við og kemur einnig með innrauðum time-of-flight (ToF) skynjurum sem snúa niður á við og sex sjónrænum skynjurum (tveim að framan, aftan og á botni) til að geta skynjað hindranir í allar áttir að nóttu til. [2] Með hjálp þessa kerfis getur dróninn sjálfkrafa ákvarðað og forðast hindranir svo sem byggingar á meðan á flugi stendur eða við heimkomu, sem tryggir öryggi við næturmyndatöku.

Hindranaskynjun í allar áttir að nóttu til

Næstu kynslóðar snallt RTH
RTH án GPS RTH að nóttu til
DJI Air 3S leggur á minnið flugleiðir þegar lýsing er nægjanleg, með hjálp rauntímastaðsetningar- og kortagerðartækni. Þetta tryggir örugga heimkomu jafnvel þegar flugtak er á stað án gervihnattamerkis svo sem á svölum. [7] Með LiDAR fram á við getur DJI Air 3S skynjað hindranir svo sem háar byggingar og stýrt sér í kringum þær upp á við, [7] jafnvel við dræm birtuskilyrði, sem tryggir öruggari heimkomu að nóttu til.

Aukin sjónræn aðstoð

Vision Assist eiginleiki DJI Air 3S veitir sýn niður á við, auk fram-, aftur-, vinstri-, og hægrisýnanna sem hjálpar þér að skilja umhverfi þitt betur.

DJI Air 3S býður einnig upp á Waypoint Flight og Cruise Control auk fleiri lengra komnum eiginleikum sem gera þér kleift að forstilla flugleiðir og myndavélaaðgerðir og læsa stýripinnainntaki á skjótan hátt til að sleppa af þér skapandi beislinu.

ActiveTrack 360° fyrir fyrirhafnarlausa sjónræna töfra

Ný loftlist

DJI Air 3S er með ActiveTrack 360° sem heldur hvaða viðfangsefni sem er innan ramma. Dróninn leggur niður flugleið og stillir innrömmun af til að styrkja skotin þín og miðjusetja viðfangsefnið hverju sinni, allt byggt á umhverfinu í kring.

ActiveTrack 360° Framúrskarandi eftirfylgni
ActiveTrack 360° gerir Air 3S kleift að forðast sjálfkrafa sjónarhorn með bakgrunnum með miklum truflunum. Þegar eftirfylgni byrjar getur DJI Air 3S haldið viðfangsefni í fókus jafnvel þó neðri helmingur líkama þess sé falið af runnum eða að það standi á brú.

Haltu fókus

DJI Air 3S býður upp á nýjan Subject Focusing eiginleika sem heldur viðfangsefninu þínu í skörpum fókus, jafnvel þegar flogið er handvirkt eða þegar viðfangsefnið færir sig frá miðjunni. Þessi eiginleiki gerir þér kleift að einblína fyllilega á skapandi hluta skotanna svo sem samsetningu og myndavélarhreyfingar.

Lengra flug og drægni

Verulegur flugtími: allt að 45 mínútur [3]

Með allt að 45 mínútna flugtíma [3] veitir Air 3S þér nægan tíma til að skoða tökustaði, setja saman skot, negla tökurnar og endurtaka það allt saman aftur og aftur.

10-bita O4 myndbandssending

Með DJI O4 FHD myndbandssendingartækni veitir Air 3S 10-bita myndbandssendingu í 1080p/60fps með allt að 10 km drægni. [4] Myndmerkið er stöðugt, áreiðanlegt og líflegt með snöggu viðbragði við stýringu, og skilar sér allt saman í bættri almennri flugupplifun.

Virkar með DJI Cellular Dongle 2

Hægt er að setja DJI Cellular Dongle 2 [8] beint í DJI Air 3S án allra aukahluta. Ef O4-merkið er truflað af einhverjum ástæðum getur þú treyst á 4G-tengingu fyrir stöðuga myndbandssendingu og stýringu á drónanum, sem bætir flugöryggi og dregur úr líkum á aftengingu.

Hugað að öllu

Alltaf tilbúinn: 42 GB innbyggð geymsla

DJI Air 3S kemur með 42 GB af innbyggðri geymslu. Þetta gerir þér kleift að hefja upptöku án tafar og sleppa við að þurfa að basla með microSD-kort.

QuickTransfer með slökkt á dróna

Nú getur þú sent skrár úr Air 3S í snjallsíma jafnvel þegar slökkt er á drónanum. [9] Einnig er hægt að flytja skrár á tölvu með slökkt á drónanum – tengdu Air 3S einfaldlega með samhæfðri USB-snúru.

Hleðslustöð með samansöfnun hleðslu [10]

Hleðslustöðin styður PD hraðhleðslu og býður upp á samansöfnunareiginleika sem gerir þér kleift að flytja þá orku sem eftir er á nokkrum rafhlöðum með lítilli hleðslu yfir á þá sem hefur mesta hleðslu eftir. [10]

Sérsniðinn að þínum þörfum


DJI Air 3S býður upp á ýmsa pakka og fjölbreytta aukahluti sem henta hverjum þínum þörfum.

DJI Air 3S (DJI RC-N3)

Inniheldur venjulega DJI RC-N3 fjarstýringu. Notaðu snjallsíma til að skoða beina myndbandsútsendingu og stöðu flugs.

DJI Air 3S Fly More Combo (DJI RC-N3)

Inniheldur DJI RC-N3 fjarstýringuna, ND-síusett, tvær aukarafhlöður, rafhlöðuhleðslustöð, hliðartösku og fleira.

DJI Air 3S Fly More Combo (DJI RC 2)

Inniheldur DJI RC 2 með 5,5″ 1080p 700 cd/m2 ofurbjörtum skjá, ND-síusett, tvær aukarafhlöður, rafhlöðuhleðslustöð, hliðartösku og fleira.

DJI Air 3S Intelligent Flight Battery

Veitir Air 3S allt að 45 mínútna flugtíma og gerir þér kleift að ná þeim skotum sem þú vilt í einu flugi.

DJI Air 3S ND Filter Set (ND8/32/128)

Inniheldur ND8/32/128 síur sem gerir þér kleift að lækka lokarahraða til að taka mýkri myndskeið.

DJI Air 3 Series Battery Charging Hub

Styður raðhleðslu allt að þriggja rafhlaðna eða hraðhleðslu fyrir tæki svo sem fjarstýringar og snjallsíma. Einnig getur hleðslustöðin flutt þá hleðslu sem eftir er í nokkrum rafhlöðum yfir á þá sem hefur mesta hleðslu. [10]

DJI Air 3S Wide-Angle Lens

Stækkar sjónsvið víðlinsumyndavélarinnar í 114° og býður upp á breiðara sjónarhorn. [8]

DJI Cellular Dongle 2

Gerir Air 3S kleift að tengjast 4G-neti án allra aukahluta og dregur úr líkum á að dróninn aftengist. [8]

Samanburður á myndavélardrónum DJI

DJI Air 3S DJI Air 3 DJI Mavic 3 Pro
Þyngd 724 g 720 g 958 g
Myndflaga Víðlinsumyndavél: 1″ CMOS, 50 MP

Miðlungsaðdráttarlinsumyndavél: 1/1,3″ CMOS, 48 MP

Víðlinsumyndavél: 1/1,3″ CMOS, 48 MP

Miðlungsaðdráttarlinsumyndavél: 1/1,3″ CMOS, 48 MP

Hasselblad-myndavél: 4/3 CMOS, 20 MP

Miðlungsaðdráttarlinsumyndavél: 1/1,3″ CMOS, 48 MP

Aðdráttarlinsumyndavél: 1/2″ CMOS, 12 MP

Hámarksmyndbandsupplausn 4K/60fps HDR eða 4K/120fps 4K/60fps HDR eða 4K/120fps 5,1K/50fps
Hindranaskynjun Í allar áttir, virkar að nóttu til:

(upp/niður/vinstri/hægri/fram/aftur á bak)

Kemur með LiDAR sem snýr fram

Í allar áttir:

upp/niður/vinstri/hægri/fram/aftur á bak

Í allar áttirl:

upp/niður/vinstri/hægri/fram/aftur á bak

Flugtími 45 mínútur 46 mínútur 43 mínútur
Hámarksdrægni myndbandssendinga 20 km (FCC)

10 km (CE/SRRC/MIC)

20 km (FCC)

10 km (CE/SRRC/MIC)

15 km (FCC)

8 km (CE/SRRC/MIC)

* Öll myndbönd og myndir á þessari síðu voru tekin með DJI Air 3S af fagfólki í ströngu samræmi við svæðisbundin lög og reglugerðir og hafa verið unnin á ýmsan hátt í eftirvinnslu. Öll myndbönd og myndir eru aðeins til viðmiðunar. Raunverulegar niðurstöður geta verið ólíkar. Fylgið alltaf svæðisbundnum lögum og reglugerðum og gangið úr skugga um að dróninn hafi fengið viðeigandi vottanir og heimildir til flugs áður en flogið er.
** Öllum gögnum á þessari síðu var safnað með framleiðsluútgáfu DJI Air 3S í stýrðu prófunarumhverfi. Raunveruleg upplifun getur farið eftir umhverfi, notkunartilviki og fastbúnaðarútgáfu. Virkja þarf DJI Air 3S með DJI Fly appinu fyrir notkun.
*** Mælt er með að nota ActiveTrack 360° í opnu umhverfi. Skoðið notkunarleiðbeiningar áður en farið er út í óstuddar aðstæður eða aðstæður sem gætu mögulega truflað upptöku. Í flóknum umhverfum með mörgum hindrunum skal sýna aðgát þegar Auto-stilling er notuð, til að tryggja flugöryggi sem og persónulegt öryggi.
**** Allar myndir, myndbönd og efni skjámynda um vöruna sjálfa á þessari síðu eru aðeins til viðmiðunar. Raunverulegir eiginleikar vörunnar (þar með talið en ekki tæmandi listi: útlit, litur og stærð) og efni á skjá (þar með talið en ekki tæmandi: bakgrunnir, notendaviðmót og teikningar) geta verið öðruvísi.

Smáa letrið

  1. Hægt er að ná 14 stoppa lýsingarbreytisviði á myndböndum með Auto-stillingu en ekki í lóðréttri eða háhraðamyndbandsupptöku.
  2. Skilyrði til að virkja hindranaskynjun í allar áttir að nóttu til: Fram-, bak,- vinstri-, hægri-, og topphliðar drónans eru innan færis frá yfirborðum með greinanlegri áferð með birtu yfir 1 lux. Að sama skapi þarf jörðin fyrir neðan að hafa áferð og endurkastandi á dreifðan hátt með yfir 20% endurkastshlutfall (svo sem veggir, tré eða fólk), einnig í birtuskilyrðum þar sem birta er yfir 1 lux. EKKI fljúga í vonskuveðri svo sem í sterkum vindi (12 m/s eða sterkari), snjókomu, rigningu, eldingaveðri eða þoku. EKKI fljúga drónanum 6000 m eða hærra fyrir ofan sjávarmál. EKKI fljúga drónanum í umhverfi þar sem lofthitastig er undir -10° C eða yfir 40° C. EKKI takast á loft af hlutum á hreyfingu svo sem bílum eða bátum. EKKI fljúga nálægt endurkastandi yfirborði svo sem vatni eða snjó. Annars eru líkur á að sjónræna skynjunarkerfið virki ekki rétt. Þegar GNSS-merki eru veik skal fljúga drónanum í vel upplýstu umhverfi og ganga úr skugga um að fram-, bak-, vinstri-, hægri- og topphliðar drónans séu innan færis frá yfirborðum með greinanlegri áferð með birtu yfir 10 lux. Að sama skapi þarf jörðin fyrir neðan að vera með áferð og endurkastandi á dreifðan hátt með yfir 20% endurkastshlutfall, einnig í birtuskilyrðum þar sem birta er yfir 10 lux. Sjónræna skynjunarkerfið virkar mögulega ekki í dimmu umhverfi. EKKI fljúga nálægt svæðum með segul- eða útvarpsbylgjutruflunum. Algeng upptök segul- eða útvarpsbylgjutruflana eru m.a. Wi-Fi heitir reitir, netbeinar, Bluetooth-tæki, háspennulínur, stórar aflflutningastöðvar, radarstöðvar, farsímamöstur og útvarpsturnar. Forðist að leyfa sandi að komast inn í drónann þegar tekið er á loft í eyðimörkum eða á ströndum. Fljúgið drónanum á opnum svæðum fjarri mannmergð. Byggingar, fjöll og tré geta truflað GNSS-merkið og haft áhrif á innbyggðan kompás drónans.
  3. Mælt með DJI Air 3S fljúgandi fram á við við stöðugan 32,4 km/klst. hraða í vindlausu umhverfi við sjávarmál, með hindranaforðunaraðgerð stillta á að bremsa, á ljósmyndastillingu, frá því að rafhlaðan var í 100% þar til að hún náði 0%. Gögnin eru aðeins til viðmiðunar. Fylgist alltaf með áminningum í appinu á meðan á flugi stendur.
  4. Mælt í opnu umhverfi utandyra án truflana, samkvæmt reglum FCC. Gögnin hér að ofan sýna hámarksdrægni samskipta fyrir flug aðra leið án heimkomu. Fylgist alltaf með áminningum í appinu á meðan á flugi stendur.
  5. Náð fram með QBC (Quad Bayer Coding) tækni sem sameinar fjóra pixla í einn. Ekki stutt þegar 48 MP eða 50 MP myndir eru teknar.
  6. 4K/120fps myndbandsupptaka er aðeins í boði með Slow Motion stillingunni.
  7. Skilyrði til að leggja flugleiðir á minnið: Fram-, bak,- vinstri-, hægri-, og topphliðar drónans eru innan færis frá yfirborðum með greinanlegri áferð með birtu yfir 10 lux. Að sama skapi þarf jörðin fyrir neðan að hafa áferð og endurkastandi á dreifðan hátt með yfir 20% endurkastshlutfall (svo sem veggir, tré eða fólk), einnig í birtuskilyrðum þar sem birta er yfir 10 lux. Ef flugtak er af svölum skal ganga úr skugga um að nothæft rými sé að minnsta kosti 2 sinnum 2 metrar og að hæðin yfir jörðu sé innan við 30 metrar, til að tryggja örugga heimkomu. Ef dróninn nær flughæðarhámarkinu þegar hann er að hækka flugið til að forðast hindranir mun dróninn svífa í þeirri hæð og notandi þarf að fljúga drónanum handvirkt.
  8. Fylgir ekki. Aðeins í boði í Evrópu.
  9. DJI Air 3S viðheldur Bluetooth-tengingu í 12 klst. eftir að slökkt er á honum og leyfir þannig beina tengingu við snjallsíma án þess að kveikt sé á drónanum aftur. Bluetooth afvirkjast sjálfkrafa 12 klst. eftir að slökkt er á drónanum.
  10. EKKI tengja hleðslutækið eða jaðartæki eða setja eða fjarlægja rafhlöður á meðan á samansöfnun hleðslu stendur.
Scroll to Top