Freewell Mavic Mini 2 Filters - Bright Day - 4 Pack

8.990 kr.

Virkar með Mavic Mini, Mini 2 & Mini SE

  • Ofurskarpt gler með frábærum myndgæðum sem minnkar speglun og glampa
  • 16 laga húðað gler hrindir frá sér fingraförum, móðu, vatni og ryki
  • Ofurlétt hönnun með GIMBALSAFE stillingartækni
  • Hannað til að auðvelt sé að setja á og losa
  • Inniheldur ND8/PL, ND16/PL, ND32/PL og ND64/PL síur

Hvernig hjálpar það?

Bright Day Filter Kit frá Freewell virkar með Mavic Mini, Mini 2 og Mini SE og er hentugt fyrir áhuga- sem og atvinnufólk sem vill taka hágæða myndefni úr lofti.Settið inniheldur fjórar hybrid (ND/PL) síur sem bæta myndgæði efnis sem tekið er í mikilli dagsbirtu.ND (Neutral Density) hlutinn hægir á lokahraða myndavélarinnar, minnkar þannig ljósmagnið sem kemur að myndflögunni og gerir þér þannig kleift að fá „blörraðar“ hreyfingar.Á hinn bóginn sér PL (Polarizing Lens) hlutinn um að eyða glampa af náttúrulega speglandi yfirborðum þegar tekið er upp úti.

ND8/PL sía

ND8/PL hybrid sían minnkar ljósmagnið inn í myndavélina um 3 f-stopp. Það hjálpar til við að taka skarpari og skýrari myndir í mikilli dagsbirtu og sól, utandyra. Einnig kemur það í veg fyrir óæskilegan glampa sem hefur neikvæð áhrif á myndgæði.

ND16/PL sía

ND16/PL hybrid sían minnkar ljósmagnið inn í myndavélina um 4 f-stopp. Það hjálpar til við að halda litum í jafnvægi í mikilli birtu, sérstaklega síðdegis og snemma morguns. Einnig veitir sían vörn gegn óæskilegri speglun í gluggum eða vatni.

ND32/PL sía

ND32/PL sían minnkar ljósmagnið inn í myndavélina um 5 f-stopp. Það hjálpar til við að taka skarpar og litríkar myndir í björtustu dagsbirtu. Einnig hjálpar sían til við að ná fram „blörruðum“ hreyfingum eins og sést í kvikmyndum, auk þess að verja myndirnar þínar gegn óæskilegum glampa af náttúrulegum yfirborðum sem endurkasta ljósi.

ND64/PL sía

ND64/PL sían hægir á lokahraða myndavélarinnar eins og hægt er, og er frábær leið til að ná fram „blörruðum“ hreyfingum. Einnig kemur sían í veg fyrir óæskilega speglun í gluggum, snjó, vatni og fleiru sem getur haft neikvæð áhrif á myndgæði.

8.990 kr.

Algengar spurningar

Ertu með aðra spurningu? Hafðu samband