158.990 kr. – 269.990 kr.
Finndu fókusinn
DJI Focus Pro, fyrsta sjálfstæða sjálfvirknivædda handvirka fókuskerfi (AMF) DJI veitir kvikmyndatökufólki harðgera og yfirgripsmikla fókuslausn og skapar nýtt tímabil samvinnu fólks og véla hvað varðar fókus.
269.990 kr.
Ekki til á lager
Inniheldur LiDAR, Grip, Mótor, Hand Unit og Burðartösku.
158.990 kr.
Ekki til á lager
Inniheldur LiDAR, Grip, Mótor og Burðartösku.
Í fyrsta skipti kynnir DJI LiDAR fókuskerfi sem sjálfstæða vöru, sem gerir breiðum notendahópi kleift að njóta þess frelsis sem fylgir snjöllu fókuskerfi.
Nýhannað DJI Focus Pro Grip er með 2 1/2 klst. aflgjafa, þægilegar skjáaðgerðir, sjálfvirka kvörðun og gagnageymslu fyrir 15 linsur, möguleika á að fjarstýra upptöku með Bluetooth og möguleika á upptöku í höndunum. Þannig veitir það framúrskarandi LiDAR fókusupplifun, jafnvel án Ronin-hristivarnar.
Lengri og breiðari fókus Fókuslengd fyrir mannleg viðfangsefni með LiDAR er allt að 20 metrar, [2] u.þ.b. þrefalt á við síðustu kynslóð, [3] og höndlar tökur með aðdráttarlinsum með glæsibrag. Ofurbreitt 70° sjónsvið rúmar auðveldlega viðfangsefni á brúnunum og nærmyndir, sem eykur talsvert skapandi frelsi.
Nýtt LiDAR-kerfi hefur 76.800 punkta, sem er 77% aukning frá síðustu kynslóð [3] og skerpir á getu þess til að nema mennskt viðfangsefni og dregur einnig úr fókusveiði. Þar að auki læsist fókus örugglega á viðfangsefni jafnvel þó það sé á hreyfingu, þökk sé 30 Hz LiDAR-endurnýjunartíðni.
Focus Pro samanstendur af fjórum megineiningum: LiDAR, Motor, Grip og Hand Unit. Kvikmyndatökufólk getur sameinað þessa hluti á sveigjanlegan hátt byggt á þörfum hvers og eins.
Einstaklingar geta notað sjálfvirkan LiDAR-fókus til að auka skilvirkni í tökum og tryggja að niðurstöðurnar verði framúrskarandi. Teymi geta bætt dýpt við sjónrænar frásagnir með nákvæmri fókusstýringu með Hand Unit. Focus Pro rúmar fjölbreytt svið tökuaðstæðna og kvikmyndastefna.
Með brautryðjandi AMF-stillingu í bæði Hand Unit og Grip setur DJI Focus Pro nýjan staðal hvað varðar samvinnu fólks og véla hvað varðar fókusstýringu og uppfyllir ýmsar fjölbreyttar skapandi þarfir.
Með AMF-stillingunni snýst fremri skífan á gripinu (eða fókusskífan á Hand Unit) á meðan sjálfvirki fókusinn verkar. Það gerir kvikmyndatökufólki kleift að fylgjast bæði með fókusnum á skjánum og sjá hvernig hann verkar í gegnum skynræna svörun, sem gerir skjótar ákvarðanir um hvenær skal skerast í leikinn mögulegar.
Fókusstýring er alltaf í þínum höndum. Með AMF-stillingu virka er hægt að virkja og afvirkja handvirka fókusstýringu á fáeinum millisekúndum. Það fangar ekki aðeins meiningu myndatökufólksins með nákvæmum hætti heldur bætir einnig skilvirkni á setti með því að fækka truflunum sem verða vegna skiptingar á fókusstillingu.
Brautryðjandi AMF-eiginleikinn veitir ótakmarkaðan fjölda skapandi möguleika. Með AMF-stillingunni, LiDAR og mannlegum afskiptum verður til fókusupplifun sem er jafn fáguð og kvik og hún er skilvirk og þægileg. Um er að ræða samfellda upplfiun sem sameinar kraft og áreiðanleika tækninnar og innsæi og sköpun mannfólksins.
Snúið skífunni til að nota AMF fókusbreytingu, tilvalið fyrir frásagnarsenur. Ýtið skífunni inn og haldið henni stöðugri til að nota AMF fókuslæsingu, tilvalið fyrir senur þar sem fyrirstöður eru í forgrunninum.
Með DJI Focus Pro LiDAR getur kvikmyndatökufólk öðlast dýpri skilning á staðsetningu viðfangsefnis og nýtt sér LiDAR Waveform fókusaðstoðina [4] með DJI High-Bright Remote Monitor til að fá yfirlitsmynd yfir senuna.
Þar að auki býður LiDAR Waveform upp á aukaupplýsingar á borð við staðsetningu viðfangsefnis, rauntímaviðmiðunarlínu fyrir brennisléttu, og fjarlægðarkvarða sem hjálpa til við að meta fókusstöðuna og sjá fyrir hvenær hið mannlega þarf að skerast í leikinn.
Stýrið á auðveldan hátt fókus, þysi og ljósopi linsunnar. Samvinna verður skilvirkari og auðveldara að taka upp flóknari senur.
Afköst mótorsins hafa verið stórbætt og býður hann upp á nákvæmari stjórn fyrir fagfólk, auk fjölbreyttari tjáningarmöguleikum.
Ein tökumanneskja getur unnið starf heils tökuliðs. Einstaklingar geta auðveldlega og þægilega skipt á milli fókus- og þysstýringar og þannig stýrt myndavélinni á auðskiljanlegan og skilvirkan máta.
Aðstæður | Lýsing á aðstæðum | Vörusamsetning |
Einstaklingsssköpun, tvöföld skilvirkni | Þegar DJI RS 4 Pro er notað með DJI Focus Pro geta einstaklingar upplifað langdrægari, nákvæmari og snjallari sjálfvirkan LiDAR fókus og fengið nákvæma stjórn á kvikmyndalegri tjáningu við kvikar tökuaðstæður. [7] | DJI RS 4 Pro DJI Focus Pro LiDAR DJI Focus Pro Motor |
Fagmannlegar farartækjatökur, allt í einni ferð | Með léttri farartækjatökulausn DJI PRO-línunnar getur kvikmyndatökufólk notið samtvinnaðrar hristivarnar, eftirlits og tveggja-rása stýringu rambalds og fókuss. Með notkun DJI Ronin 4D Hand Grips og DJI High-Bright Remote Monitor verða eiginleikar á borð við snöggt val á viðfangsefni, skipti milli sjálfvirks og handvirks fókuss með einum takka og LiDAR Waveform aðgengileg á sem einfaldastan hátt. [7] | DJI RS 4 Pro DJI Focus Pro LiDAR DJI Focus Pro Motor DJI Transmission (High-Bright Monitor Combo) DJI Focus Pro LiDAR to DJI Transmission Cable Hub DJI Ronin 4D Hand Grips Combo DJI Ronin External GPS Module |
Efld sköpun, snjöll ðastoð | Þökk sé FIZ stýrigetu DJI Focus Pro Hand Unit og sjálfvirks fókuss DJI Focus Pro LiDAR getur tæknin haft frumkvæðið í flóknum aðstæðum, með AMF-stillingunni. Tæknin getur gripið inn í og tekið stjórnina á hnökralausan hátt með LiDAR og stillt af þys og ljósop eftir þörfum hverra aðstæðna. [7] | DJI Focus Pro LiDAR DJI Focus Pro Motor DJI Focus Pro Hand Unit DJI Transmission |
Samvinna teymis, nákvæmur fókus | DJI Focus Pro þarf aðeins tengingu við DJI Transmission til að viðhalda fagmannlegri fókusgetu og bjóða á sama tíma upp á ítarlega möguleika til að aðstoða við fókus, á borð við LiDAR Waveform fyrir hefðbundna fókusstilla. [7][8] | DJI Focus Pro LiDAR DJI Focus Pro Motor DJI Focus Pro Hand Unit DJI Transmission (High-Bright Monitor Combo) DJI Focus Pro LiDAR to DJI Transmission Cable Hub |
Sameiginleg linsustýring fyrir Ronin 4D | Með stöðugri og áreiðanlegri merkjasendingu DJI Transmission geta margir einstaklingar í sameiningu stýrt DJI Ronin 4D. Lausnin gerir aðalstjórnandanum kleift að stýra samsetningu á sveigjanlegan hátt með Ronin 4D, á meðan fókusstjórnandinn notar DJI Focus Pro Hand Unit auk DJI High-Bright Remote Monitor til að sjá um fókusinn. [7] | DJI Ronin 4D DJI Focus Pro Hand Unit DJI Ronin 4D Video Transmitter DJI High-Bright Remote Monitor |
Linsustýring úr ofurfjarlægð fyrir Inspire 3 | Með hjálp DJI Transmission geta fókusstjórnendur fylgst með DJI High-Bright Remote Monitor og stillt af fókus úr fjarlægð, auk skrefalausrar stillingar ljósops, á DJI Inspire 3 með DJI Focus Pro Hand Unit. [7] | DJI Inspire 3 DJI Focus Pro Hand Unit DJI Transmission (High-Bright Monitor Combo) |
158.990 kr. – 269.990 kr.
Við látum þig vita þegar varan er komin aftur á lager