Time-lapse myndataka með DJI GO

Eitt einkenni hins sívinsæla vídeóbloggs er svokölluð time-lapse myndataka. Ef þú hefur einhvern tímann horft á myndband frá Casey Neistat, kannast þú líklega við hana. Time-lapse myndbönd eru búin til með því að taka myndir með ákveðnu millibili og að setja myndirnar saman í myndband. Hvort sem það er í vídeóbloggi eða ekki er time-lapse myndataka góð leið til að sýna umhverfi yfir ákveðinn tíma.

Tekið með Phantom 3 Standard
Það frábæra við time-lapse er að þú þarft ekki dýrustu drónana til að búa það til. Þú getur búið til flott time-lapse með hvaða Phantom 3, Phantom 4, Inspire eða Mavic Pro sem er.

 

Að búa til time-lapse

Byrjaðu á að velja staðsetningu sem þú vilt taka frá. Passaðu að umhverfið og veðurskilyrði henti fyrir flug, farðu yfir að allt sé í lagi og taktu á flug. Fljúgðu aðeins um og rammaðu skotið eins og þú vilt hafa það.
Einfaldasta leiðin til að taka time-lapse er að nota Timed Shot valmöguleikann í DJI GO. Veldu Camera Settings, ýttu á „Photo“ og veldu „Timed Shot“. Þar stillir þú millibilið sem þú vilt taka myndir með. Stilltu myndirnar á JPEG-sniðið til að hafa sem styst millibil . Stysta millibilið á Phantom 3 Standard þegar notast er við JPEG er 2 sekúndur.

 

Að taka time-lapse á handvirkri stillingu tryggir að ljósmagn verði það sama á öllum myndunum. Ef þú vilt taka á sjálfvirkri stillingu, passaðu þá að læsa lýsinguna áður en þú byrjar. Veldu „AE“ takkann í efra hægra horninu og ýttu á lásinn. Til að fá bestu mögulegu myndgæði ætti ISO stillingin ekki að vera stillt hærra en 200. Stilltu lokarahraða og lýsingu. Ef þú ert að taka um nótt, slökktu þá á LED ljósunum á framarminum.
Einnig er best að stilla hvíta punktinn á eitthvað annað en „Auto“. Annars gætu litirnir á myndunum verið misjafnir vegna breytinga á hvíta punktinum.

 

 

Byrjaðu að taka

Smelltu á tökutakkann á fjarstýringunni eða í appinu og dróninn mun byrja að taka myndir með því millibili sem þú stilltir. Fylgstu vel með drónanum á meðan á tökunni stendur og ekki hreyfa drónann eða færa sjónarhorn myndavélarinnar nema um neyðartilfelli sé að ræða.
Ein mynd verður notuð sem einn rammi í time-lapse myndbandi. Lámarksfjöldi ramma sem þarf til að myndband líti vel út eru 25 rammar á sekúndu (í Evrópu). Ef þú vilt gera 5 sekúndna myndband þarftu að taka 125 myndir. Ef þú tekur mynd á fimm sekúndna fresti tekur um tíu mínútur að taka það.

Lentu drónanum eftir upptökuna.

 

Eftirvinnsla

Næst búum við til time-lapse myndband úr myndunum sem þú tókst. Við notum Adobe After Effects CC 2016 í þessum leiðbeiningum, en þú getur líka notað Photoshop CS6 eða nýrra.
Opnaðu After Effects CC 2016, búðu til „composition“ og veldu „File“ – „Import“ – „File“.

 

Veldu allar myndirnar, veldu „JPEG Sequence“ og smelltu á „Import“. Þá sérð þú myndirnar í „Project“ dálkinum. Dragðu myndirnar inn í „composition“-ið sem þú bjóst til.

 

 

DJI drónar svífa ekki fullkomnlega, svo sumar myndir eru aðeins öðruvísi en aðrar. Hreyfingin er tiltölulega lítil en í time-lapse myndbandi getur það haft sýnileg áhrif. Til að eyða hreyfingunni getur þú valið „Effect“ – „Warp“ – „Warp Stabilizer“ og setja inn Warp Stabilizer effektinn.

 

 

 

Ef þú vilt getur þú stillt litina á myndbandinu. Flyttu myndbandið út. Nú getur þú deilt því!

 

 

Hér fyrir neðan eru tvö time-lapse myndbönd sem DJI tók með Phantom 3 Standard. Seinna myndbandið er time-lapse sem hreyfist.

 

 

 

Takk fyrir lesturinn!
Farið nú, búið til ykkar eigin time-lapse myndbönd og deilið þeim með öðrum drónaflugmönnum.
Scroll to Top