Nánari upplýsingar

Uppsetning á EcoFlow RIVER Extra Battery

1. Gakktu úr skugga um að slökkt sé á EcoFlow RIVER rafstöðinni. Taktu skrúfjárnið úr pakkanum og finndu skrúfurnar fjórar á botninum.

Athugið: Passið upp á að forðast stöðurafmagn við uppsetningu.

2. Fjarlægðu skrúfurnar fjórar og botnlokið. Aukarafhlöðuna á að staðsetja eins og má sjá á myndinni.

3. Tengdu rafhlöðuna við rafhlöðuinnstunguna. Lokaðu botninum. Taktu fjórar löngu skrúfurnar úr kassanum og festu þær á.

4. Snúðu EcoFlow RIVER upprétt og kveiktu á henni. Þá mun kvikna á stöðuljósi á aukarafhlöðunni. Ef rafhlöðuljósið er sýnilegt á skjá EcoFlow RIVER hefur rafhlaðan verið virkjuð. Ef stöðuljósið eða rafhlöðuljósið eru ekki upplýst, endurtaktu uppsetningarskrefin og athugaðu aftur.

EcoFlow RIVER Extra Battery

39.990 kr.

Tvöfaldaðu stærðina úr 288Wh í 576Wh

EcoFlow RIVER aukarafhlaðan tengist við EcoFlow RIVER og eykur samanlagða rafhlöðustærð rafstöðvarinnar. Með því að festa aukarafhlöðuna á EcoFlow RIVER geturðu auðveldlega tvöfaldað stærð rafhlöðunnar úr 288Wh í 576Wh. Ekki er hægt að nota aukarafhlöðuna eina og sér.

EcoFlow RIVER + aukarafhlaða = EcoFlow RIVER Max

Þegar aukarafhlaðan hefur verið fest við RIVER færðu RIVER Bundle sem fylgst er með og stýrt í gegn um BMS-kerfi RIVER rafstöðvarinnar. Með 576Wh geturðu notað RIVER Bundle til að keyra mikilvæg tæki áfram í fleiri klukkutíma.

Hladdu úr 0% í 80% á innan við klukkustund

Með X-Stream tækni EcoFlow er hægt að hlaða rafstöðina mjög hratt. Jafnvel með aukarafhlöðu helst hleðslutími samanlagðrar rafstöðvarinnar sá sami; innan við 1 klst. til að fara úr 0%–80% og full hleðsla á 1,6 klst með AC veggtengli.

Virkar með 80% af heimilistækjum

X-Boost tæknin gerir stórum eldhústækjum og verkfærum (allt að 1800W) kleift að virka. Með X-Boost getur EcoFlow RIVER Max veitt um 80% af mikilvægum heimilistækjum straum. Mælt er með að fara ekki yfir 1200W fyrir bestu upplifunina. Hægt er að fylgjast með og stýra afhleðsluhraða og X-Boost stillingunni í gegn um EcoFlow appið.

Síminn Pay Léttkaup
kr/mán
(m.v. mán)

mán.

Miðað við greiðslur á % vöxtum.

Aðeins % lántökugjald og kr. færslugjald á mánuði.

Árleg hlutfallstala kostnaðar: %.

Heildarkostnaður: kr.

Nánari upplýsingar

Uppsetning á EcoFlow RIVER Extra Battery

1. Gakktu úr skugga um að slökkt sé á EcoFlow RIVER rafstöðinni. Taktu skrúfjárnið úr pakkanum og finndu skrúfurnar fjórar á botninum.

Athugið: Passið upp á að forðast stöðurafmagn við uppsetningu.

2. Fjarlægðu skrúfurnar fjórar og botnlokið. Aukarafhlöðuna á að staðsetja eins og má sjá á myndinni.

3. Tengdu rafhlöðuna við rafhlöðuinnstunguna. Lokaðu botninum. Taktu fjórar löngu skrúfurnar úr kassanum og festu þær á.

4. Snúðu EcoFlow RIVER upprétt og kveiktu á henni. Þá mun kvikna á stöðuljósi á aukarafhlöðunni. Ef rafhlöðuljósið er sýnilegt á skjá EcoFlow RIVER hefur rafhlaðan verið virkjuð. Ef stöðuljósið eða rafhlöðuljósið eru ekki upplýst, endurtaktu uppsetningarskrefin og athugaðu aftur.

Scroll to Top