Nánari upplýsingar

Yfirlit

DJI Neo er léttasti og meðfærilegasti dróni DJI hingað til,[2] en hann vegur aðeins 135 g.[1] Taktu á loft og lentu í lófanum léttilega án fjarstýringar og festu myndefni á filmu sem setur fókusinn á þig. Svífðu um ótrúlegasta landslag, innandyra sem utan, og náðu öllum saman á hópmyndina. Njóttu nýrrar sýnar á daglegu lífi með DJI Neo.

Úr hendinni í loftið [3]

DJI Neo getur tekist á loft og lent í lófanum þínum. [5] Þrýstu einfaldlega á Mode-takkann á Neo, veldu hvaða tökustillingu þú vilt, og Neo sér um restina, allt án fjarstýringar!

Vertu miðpunktur athyglinnar með gervigreindarstýrðri eftirfylgni

Hvort sem þú ert að hjóla, á hjólabretti eða í göngu fylgir Neo þér eftir sem þinn persónulegi ljósmyndari og tryggir að þú sért alltaf í sviðsljósinu. Með hjálp gervigreindarreiknirita getur Neo fylgt eftir viðfangsefni innan ramma og gert þér kleift að stilla upp mögnuðum skotum á auðveldan hátt.

Komdu sköpunargáfunni af stað með QuickShots

Með einni fingrahreyfingu getur DJI Neo sjálfkrafa tekið upp fyrir þig. DJI Neo býður upp á sex snjallar tökustillingar [5] sem veita fjölbreytt úrval sjónarhorna sem lyfta myndefninu þínu upp á næsta stig.

Fjölbreyttir stýrimöguleikar

DJI Neo er smár en knár og flýgur með stæl. Auk þess að styðja fjarstýringarlausa loftmyndatöku er hægt að nota drónann með DJI Fly appinu, fjarstýringum, RC Motion, DJI Goggles og fleiri stýritækjum.

Raddstýring [6][7]

Segðu „Hey Fly“ til að vekja DJI Fly appið til lífsins og stýrðu DJI Neo með raddskipunum.

Smáforritsstýring [6]

DJI Neo getur tengst við snjallsíma í gegnum Wi-Fi og er því engin þörf á sérstakri fjarstýringu. Stýrðu Neo með sýndarstýripinnum í appinu með allt að 50 metra drægni. [8] Appið gerir þér einnig kleift að stilla horn og fjarlægð eftirfylgni, svo þú hefur frelsi til að velja á milli nærskota og fjarlægðarskota.

Styður fjarstýringar [9]

Með DJI RC-N3 getur DJI Neo sent myndbandsmerki allt að 10 km. [10] Stýrðu myndavélinni á sveigjanlegan hátt með hefðbundnum stýripinnum þegar fagmennskan er í fyrirrúmi.

Hreyfistýring [9]

Hægt er að nota DJI Neo með DJI Goggles 3, RC Motion 3 eða FPV Remote Controller 3 og með allt að 10 km myndbandssendingardrægni. [10] Með RC Motion 3 fullkomnar DJI Neo eins-smellls-eróbikklistina, finnur sér leið innandyra og smeygir sér leikandi í gegnum þröng rými*. Lófadróninn DJI Neo er sveigjanlegur og fimur í loftinu og er hinn fullkomni fleygi félagi fyrir handvirka stýringu.

Myndgæði sem gefa ekkert eftir

DJI Neo er með 1/2″ myndflögu sem tekur 12 MP kyrrmyndir. Með öflugum hristivarnarreikniritum DJI getur hann tekið upp stöðug 4K UHD myndbönd. [11]

4K Ultra HD myndbönd

DJI Neo styður myndbandsupptöku í ýmsum upplausnum og rammatíðnum og allt að 4K/30p [11] RockSteady/HorizonBalancing myndbönd sem viðhalda skerpu bæði í ljósum og dökkum svæðum, og tryggja þannig að hvert smáatriði sjáist.

Hristivarnareigileikar tryggja stöðugt myndefni

DJI Neo er með eins-áss vélrænt rambald, auk RockSteady og HorizonBalancing hristivarnar, [12] og ræður við háhraða- og sveiflumikið flug og allt að 4 vindstig. Hristivarnarreikniritin minnka töluvert hreyfingu í myndefni og leiðrétta halla sjóndeildarhringsins innan ±45° [12] sem skilar sér í mjúku og stöðugu myndefni.

Leiktu þér að því að skapa efni

22 GB geymslupláss

DJI Neo getur geymt allt að 40 mínútur af 4K/30p myndbandsefni eða 55 mínútur af 1080p/60p myndbandsefni, svo þú getur geymt allar minningarnar þínar.

Þráðlaus hljóðupptaka

Þegar DJI Neo er tengdur við DJI Fly appið getur hann tekið upp hljóð í gegnum DJI Mic 2, [13] sem hægt er að tengja við snjallsíma í gegnum Bluetooth, eða í gegnum innbyggðan hljóðnema símans. DJI Fly appið getur einnig sjálfkrafa útilokað spaðahljóð og sameinað hljóðrásina við myndefnið til að tryggja skýrt hljóð jafnvel þegar flogið er lágt.

QuickTransfer

Segðu bless við gagnaflutningssnúrur! Þegar þú tengir DJI Neo við símann þinn með Wi-Fi er á skjótan hátt hægt að flytja myndefnið af drónanum í DJI Fly appið. Flyttu gögnin um leið og þú klárar tökur og taktu flækjustigið út úr eftirvinnslu og dreifingu.

Glamúr með einum smelli

Tryggðu að þú lítir alltaf sem best út og skínir af sjálfsöryggi með Glamour Effects. Flyttu myndefni inn í DJI Fly appið til að byrja.

Fyrirhafnarlaus klipping

DJI Fly appið býður upp á fjölbreytt úrval sniðmáta og hljóðbrellna fyrir fljótlega og auðvelda klippingu. Skapaðu og deildu myndböndum á skilvirkan hátt án þess að þurfa að hlaða myndefninu niður og sparaðu þannig takmarkað geymslupláss símans þíns.

Stöðugt flug, góð rafhlöðuending

Með hjálp innrauðs og eineygðs sjónræns staðsetningarkerfis getur DJI Neo svifið kyrr í loftinu og viðhaldið stöðugleika í allt að 4 vindstigum. Einnig býður dróninn upp á sjálfvirka heimkomu (RTH) svo þú þarft engar áhyggjur að hafa af honum.

Heimkoma (RTH)

Ekki hafa neinar áhyggjur af því að fljúga drónanum aftur heim. Þegar dróninn tekur á loft úr lófa eða er stýrt með DJI Fly appinu snýr dróninn aftur að upphafsstað eftir að hafa klárað flugið. Neo styður heimkomu (RTH) og bilunartrausta heimkomu (Failsafe RTH) þegar fjarstýring eða hreyfistýring er notuð með honum.

Þolir allt að 4 vindstig

18 mínútna flugtími

Með 18 mínútna flugtíma [14] getur DJI Neo framkvæmt yfir 20 leiðangra [15] í og úr lófanum þínum í röð og fest á filmu litlu augnablik lífsins.

Bein hleðsla

Tengdu drónann beint við rafmagn með USB-C gagnasnúru til að hlaða hann á þægilegan máta. Þar að auki er hægt að nota Two-Way Charging Hub [16] til að hlaða þrjár rafhlöður samtímis [17] með auknum hraða og nýtni.

Fjölhæfur

Vloggaðu hvenær sem er

Í pakkanum eru dróninn sjálfur, rafhlaða, spaðahlífar og fleira sem gerir þér kleift að dýfa þér beint í hina djúpu laug drónaflugs á viðráðanlegu veðri — alveg tilvalið fyrir byrjendur. Einnig er hægt að kaupa rafhlöður stakar til að lengja flugtíma og auka enn fjörið.

Taktu loftmyndatökuna þína á næsta stig

DJI Neo Fly More Combo inniheldur drónann, RC-N3 fjarstýringu, þrjár rafhlöður, tvístefnuhleðslustöð og fleira sem veitir enn betri stjórn á flugi og myndavél, hvort heldur sem er fyrir hversdagslega notkun eða hárnákvæma stýringu.

Gagntakandi flug

Leystu kraft hreyfistýringar og fyrstu persónu sjónarhorns (FPV) úr læðingi með því að nota DJI Neo með DJI Goggles 3, RC Motion 3 eða FPV Remote Controller 3. [18] Hvort sem þú ert innandyra eða utan getur hinn smái DJI Neo hreyft sig leikandi í flestum rýmum.*

Smáa letrið

* DJI Neo býr ekki yfir hindranaforðun. Til að tryggja flugöryggi skal fljúga innan beinnar sjónlínu. Ef fljúga á utan beinnar sjónlínu (BVLOS) skal tryggja að ástand drónans sé gott, notandinn sé hæfur og flugið fylgi öllum svæðisbundnum reglugerðum sem viðkoma flugi utan beinnar sjónlínu.
** Öll gögn á þessari síðu voru mæld með framleiðsluútgáfu DJI Neo í stýrðu umhverfi. Raunveruleg reynsla og gögn geta verið önnur og farið eftir umhverfi, notkun og fastbúnaðarútgáfu.
*** Öll myndbönd og myndir á þessari síðu voru tekin með DJI Neo af fagfólki í ströngu samræmi við svæðisbundin lög og reglugerðir og hefur verið breytt á ýmsan hátt í eftirvinnslu. Öll myndbönd og myndir eru aðeins til viðmiðunar. Raunveruleg reynsla getur verið ólík. Fylgið alltaf svæðisbundnum lögum og reglugerðum og gangið úr skugga um að dróninn hafi hlotið viðeigandi vottanir og flugleyfi áður en flogið er.
**** Allar myndir, myndbönd og skjámyndir af vörunni sjálfri eru aðeins til viðmiðunar. Raunverulegir eiginleikar vörunnar (þar með talið en ekki tæmandi listi: útlit, litur og stærð) og efni skjámynda (þar með talið en ekki tæmandi listi: bakgrunnir, notendaviðmót og teikningar) getur verið ólíkt.

  1. Þyngd vörunnar getur verið misjafnt vegna breytileika milli framleiðslulota íhluta og annarra þátta. Raunþyngd þarf að mæla á hverri vöru.
  2. Frá og með september 2024.
  3. Þegar tekið er á loft og lent í lófa skal eftirfarandi viðmiðunum fylgt: fljúgið í vindlausu umhverfi að því marki sem hægt er; réttið lófann út lárétt og haldið honum kyrrum, forðist snertingu við spaðana til að koma í veg fyrir meiðsli; ekki reyna að grípa drónann á meðan hann er á flugi.
  4. Ákveðnar stýriaðferðir krefjast vara úr DJI Goggles línunni, DJI RC Motion línunni eða ákveðinna DJI fjarstýringa.
  5. Ákveðnar tökustillingar kefjast þess að DJI Neo sé tengdur snjallsíma í gegnum Wi-Fi og stillingarnar valdar í DJI Fly appinu.
  6. Krefst þess að DJI Neo sé tengdur snjallsíma í gegnum Wi-Fi.
  7. DJI Neo styður einungis raddstýringu á ensku og mandarín. Tungumálið sem notað er fer eftir kerfistungumáli símans sem er tengdur (enska eða kínverska).
  8. Prófað í opnu umhverfi utandyra, án truflana. Drægni myndbandssendingar er misjöfn eftir umhverfi.
  9. Krefst þess að ákveðinn pakki sé keyptur, eða að ákveðin fjarstýring og gleraugu séu keypt sér.
  10. 10 km myndbandssendingardrægni er aðeins í boði í samræmi við reglur FCC. Gögnin voru mæld í hindranalausu umhverfi utandyra, án truflana, og endurspegla hámarkssamskiptadrægni fyrir flug aðra leið. Hámarksdrægni myndbandssendinga við raunverulegar aðstæður takmarkast af hámarksflugdrægni drónans. Raundrægni ákvarðast af notkun.
  11. 4K/30p myndbandsupptaka er í boði með öllum stýristillingum DJI Neo. 4K/30p myndbandsupptaka með HorizonBalancing eru í boði með öllum stýristillingum nema hreyfistýringu. Þegar DJI Neo er notaður með DJI Goggles 3 og DJI RC Motion 3 getur hann tekið 16:9 4K/30p myndbönd með RockSteady/HorizonBalancing eða tekið upp 4:3 4K/30p myndbönd án hristivarnar.
  12. Þegar drónanum er stýrt með DJI Fly appinu eða hefðbundinni fjarstýringu eru RockSteady og HorizonBalancing virk samtímis og ekki er hægt að slökkva á þeim. Þegar DJI Goggles og RC Motion eða FPV Remote Controller eru notuð til að stýra drónanum er hægt að velja á milli þess að virkja RockSteady eða HorizonBalancing eða að hafa enga hristivörn. Þegar drónanum er stýrt án fjarstýringar eða með DJI Fly appinu er HorizonBalancing-hornið ±30°. Þegar drónanum er stýrt með fjarstýringu eða með hreyfistýringu er HorizonBalancing-hornið ±45°.
  13. Fylgir ekki. Upplýsingar um samhæfða snjallsíma við DJI Mic 2 má finna á vörusíðu DJI Mic 2 á opinberum vef DJI.
  14. Mælt í stýrðu prófunarumhverfi við eftirfarandi aðstæður: flogið áfram við stöðugan 2 m/s hraða, í vindlausu tilraunarstofuumhverfi 20 metra yfir sjávarmáli, með ljósmyndastillingu valda (án myndatöku á meðan á flugi stóð), frá því að hleðsla var 100% þar til hún náði 0%. Raunveruleg ending fer eftir umhverfi, notkun og fastbúnaðarútgáfu.
  15. Mælt eftir að DJI Neo er virkjaður, með fullhlaðna rafhlöðu og sjálfgefnar stillingar, með Circle, Rocket og Dronie-stillingunum, og er aðeins til viðmiðunar.
  16. Hægt að kaupa sér eða sem hluta af DJI Neo Fly More Combo.
  17. Fjöldi rafhlaða sem hægt er að hlaða samtímis fer eftir afli hleðslutækisins sem notað er. Notkun hleðslutækis með meira en 45 W afli gerir mögulegt að hlaða þrjár rafhlöður samtímis, á meðan að hleðslutæki undir 45 W getur aðeins hlaðið tvær rafhlöður samtimis. Athugið hvaða hleðslustaðla hleðslutækið styður.
  18. Fylgir ekki.

DJI Neo (No RC)

34.990 kr.

  • 135 g, léttur og meðfærilegur [1]
  • Tekur á loft og lendir í lófa [3]
  • Gervigreindarstýrð eftirfylgni, QuickShots
  • Fjölbreyttir stýringarmöguleikar [4]
  • 4K ofurhristivarin myndbönd
  • Spaðahlífar með fulla þekju

Nánari upplýsingar

Yfirlit

DJI Neo er léttasti og meðfærilegasti dróni DJI hingað til,[2] en hann vegur aðeins 135 g.[1] Taktu á loft og lentu í lófanum léttilega án fjarstýringar og festu myndefni á filmu sem setur fókusinn á þig. Svífðu um ótrúlegasta landslag, innandyra sem utan, og náðu öllum saman á hópmyndina. Njóttu nýrrar sýnar á daglegu lífi með DJI Neo.

Úr hendinni í loftið [3]

DJI Neo getur tekist á loft og lent í lófanum þínum. [5] Þrýstu einfaldlega á Mode-takkann á Neo, veldu hvaða tökustillingu þú vilt, og Neo sér um restina, allt án fjarstýringar!

Vertu miðpunktur athyglinnar með gervigreindarstýrðri eftirfylgni

Hvort sem þú ert að hjóla, á hjólabretti eða í göngu fylgir Neo þér eftir sem þinn persónulegi ljósmyndari og tryggir að þú sért alltaf í sviðsljósinu. Með hjálp gervigreindarreiknirita getur Neo fylgt eftir viðfangsefni innan ramma og gert þér kleift að stilla upp mögnuðum skotum á auðveldan hátt.

Komdu sköpunargáfunni af stað með QuickShots

Með einni fingrahreyfingu getur DJI Neo sjálfkrafa tekið upp fyrir þig. DJI Neo býður upp á sex snjallar tökustillingar [5] sem veita fjölbreytt úrval sjónarhorna sem lyfta myndefninu þínu upp á næsta stig.

Fjölbreyttir stýrimöguleikar

DJI Neo er smár en knár og flýgur með stæl. Auk þess að styðja fjarstýringarlausa loftmyndatöku er hægt að nota drónann með DJI Fly appinu, fjarstýringum, RC Motion, DJI Goggles og fleiri stýritækjum.

Raddstýring [6][7]

Segðu „Hey Fly“ til að vekja DJI Fly appið til lífsins og stýrðu DJI Neo með raddskipunum.

Smáforritsstýring [6]

DJI Neo getur tengst við snjallsíma í gegnum Wi-Fi og er því engin þörf á sérstakri fjarstýringu. Stýrðu Neo með sýndarstýripinnum í appinu með allt að 50 metra drægni. [8] Appið gerir þér einnig kleift að stilla horn og fjarlægð eftirfylgni, svo þú hefur frelsi til að velja á milli nærskota og fjarlægðarskota.

Styður fjarstýringar [9]

Með DJI RC-N3 getur DJI Neo sent myndbandsmerki allt að 10 km. [10] Stýrðu myndavélinni á sveigjanlegan hátt með hefðbundnum stýripinnum þegar fagmennskan er í fyrirrúmi.

Hreyfistýring [9]

Hægt er að nota DJI Neo með DJI Goggles 3, RC Motion 3 eða FPV Remote Controller 3 og með allt að 10 km myndbandssendingardrægni. [10] Með RC Motion 3 fullkomnar DJI Neo eins-smellls-eróbikklistina, finnur sér leið innandyra og smeygir sér leikandi í gegnum þröng rými*. Lófadróninn DJI Neo er sveigjanlegur og fimur í loftinu og er hinn fullkomni fleygi félagi fyrir handvirka stýringu.

Myndgæði sem gefa ekkert eftir

DJI Neo er með 1/2″ myndflögu sem tekur 12 MP kyrrmyndir. Með öflugum hristivarnarreikniritum DJI getur hann tekið upp stöðug 4K UHD myndbönd. [11]

4K Ultra HD myndbönd

DJI Neo styður myndbandsupptöku í ýmsum upplausnum og rammatíðnum og allt að 4K/30p [11] RockSteady/HorizonBalancing myndbönd sem viðhalda skerpu bæði í ljósum og dökkum svæðum, og tryggja þannig að hvert smáatriði sjáist.

Hristivarnareigileikar tryggja stöðugt myndefni

DJI Neo er með eins-áss vélrænt rambald, auk RockSteady og HorizonBalancing hristivarnar, [12] og ræður við háhraða- og sveiflumikið flug og allt að 4 vindstig. Hristivarnarreikniritin minnka töluvert hreyfingu í myndefni og leiðrétta halla sjóndeildarhringsins innan ±45° [12] sem skilar sér í mjúku og stöðugu myndefni.

Leiktu þér að því að skapa efni

22 GB geymslupláss

DJI Neo getur geymt allt að 40 mínútur af 4K/30p myndbandsefni eða 55 mínútur af 1080p/60p myndbandsefni, svo þú getur geymt allar minningarnar þínar.

Þráðlaus hljóðupptaka

Þegar DJI Neo er tengdur við DJI Fly appið getur hann tekið upp hljóð í gegnum DJI Mic 2, [13] sem hægt er að tengja við snjallsíma í gegnum Bluetooth, eða í gegnum innbyggðan hljóðnema símans. DJI Fly appið getur einnig sjálfkrafa útilokað spaðahljóð og sameinað hljóðrásina við myndefnið til að tryggja skýrt hljóð jafnvel þegar flogið er lágt.

QuickTransfer

Segðu bless við gagnaflutningssnúrur! Þegar þú tengir DJI Neo við símann þinn með Wi-Fi er á skjótan hátt hægt að flytja myndefnið af drónanum í DJI Fly appið. Flyttu gögnin um leið og þú klárar tökur og taktu flækjustigið út úr eftirvinnslu og dreifingu.

Glamúr með einum smelli

Tryggðu að þú lítir alltaf sem best út og skínir af sjálfsöryggi með Glamour Effects. Flyttu myndefni inn í DJI Fly appið til að byrja.

Fyrirhafnarlaus klipping

DJI Fly appið býður upp á fjölbreytt úrval sniðmáta og hljóðbrellna fyrir fljótlega og auðvelda klippingu. Skapaðu og deildu myndböndum á skilvirkan hátt án þess að þurfa að hlaða myndefninu niður og sparaðu þannig takmarkað geymslupláss símans þíns.

Stöðugt flug, góð rafhlöðuending

Með hjálp innrauðs og eineygðs sjónræns staðsetningarkerfis getur DJI Neo svifið kyrr í loftinu og viðhaldið stöðugleika í allt að 4 vindstigum. Einnig býður dróninn upp á sjálfvirka heimkomu (RTH) svo þú þarft engar áhyggjur að hafa af honum.

Heimkoma (RTH)

Ekki hafa neinar áhyggjur af því að fljúga drónanum aftur heim. Þegar dróninn tekur á loft úr lófa eða er stýrt með DJI Fly appinu snýr dróninn aftur að upphafsstað eftir að hafa klárað flugið. Neo styður heimkomu (RTH) og bilunartrausta heimkomu (Failsafe RTH) þegar fjarstýring eða hreyfistýring er notuð með honum.

Þolir allt að 4 vindstig

18 mínútna flugtími

Með 18 mínútna flugtíma [14] getur DJI Neo framkvæmt yfir 20 leiðangra [15] í og úr lófanum þínum í röð og fest á filmu litlu augnablik lífsins.

Bein hleðsla

Tengdu drónann beint við rafmagn með USB-C gagnasnúru til að hlaða hann á þægilegan máta. Þar að auki er hægt að nota Two-Way Charging Hub [16] til að hlaða þrjár rafhlöður samtímis [17] með auknum hraða og nýtni.

Fjölhæfur

Vloggaðu hvenær sem er

Í pakkanum eru dróninn sjálfur, rafhlaða, spaðahlífar og fleira sem gerir þér kleift að dýfa þér beint í hina djúpu laug drónaflugs á viðráðanlegu veðri — alveg tilvalið fyrir byrjendur. Einnig er hægt að kaupa rafhlöður stakar til að lengja flugtíma og auka enn fjörið.

Taktu loftmyndatökuna þína á næsta stig

DJI Neo Fly More Combo inniheldur drónann, RC-N3 fjarstýringu, þrjár rafhlöður, tvístefnuhleðslustöð og fleira sem veitir enn betri stjórn á flugi og myndavél, hvort heldur sem er fyrir hversdagslega notkun eða hárnákvæma stýringu.

Gagntakandi flug

Leystu kraft hreyfistýringar og fyrstu persónu sjónarhorns (FPV) úr læðingi með því að nota DJI Neo með DJI Goggles 3, RC Motion 3 eða FPV Remote Controller 3. [18] Hvort sem þú ert innandyra eða utan getur hinn smái DJI Neo hreyft sig leikandi í flestum rýmum.*

Smáa letrið

* DJI Neo býr ekki yfir hindranaforðun. Til að tryggja flugöryggi skal fljúga innan beinnar sjónlínu. Ef fljúga á utan beinnar sjónlínu (BVLOS) skal tryggja að ástand drónans sé gott, notandinn sé hæfur og flugið fylgi öllum svæðisbundnum reglugerðum sem viðkoma flugi utan beinnar sjónlínu.
** Öll gögn á þessari síðu voru mæld með framleiðsluútgáfu DJI Neo í stýrðu umhverfi. Raunveruleg reynsla og gögn geta verið önnur og farið eftir umhverfi, notkun og fastbúnaðarútgáfu.
*** Öll myndbönd og myndir á þessari síðu voru tekin með DJI Neo af fagfólki í ströngu samræmi við svæðisbundin lög og reglugerðir og hefur verið breytt á ýmsan hátt í eftirvinnslu. Öll myndbönd og myndir eru aðeins til viðmiðunar. Raunveruleg reynsla getur verið ólík. Fylgið alltaf svæðisbundnum lögum og reglugerðum og gangið úr skugga um að dróninn hafi hlotið viðeigandi vottanir og flugleyfi áður en flogið er.
**** Allar myndir, myndbönd og skjámyndir af vörunni sjálfri eru aðeins til viðmiðunar. Raunverulegir eiginleikar vörunnar (þar með talið en ekki tæmandi listi: útlit, litur og stærð) og efni skjámynda (þar með talið en ekki tæmandi listi: bakgrunnir, notendaviðmót og teikningar) getur verið ólíkt.

  1. Þyngd vörunnar getur verið misjafnt vegna breytileika milli framleiðslulota íhluta og annarra þátta. Raunþyngd þarf að mæla á hverri vöru.
  2. Frá og með september 2024.
  3. Þegar tekið er á loft og lent í lófa skal eftirfarandi viðmiðunum fylgt: fljúgið í vindlausu umhverfi að því marki sem hægt er; réttið lófann út lárétt og haldið honum kyrrum, forðist snertingu við spaðana til að koma í veg fyrir meiðsli; ekki reyna að grípa drónann á meðan hann er á flugi.
  4. Ákveðnar stýriaðferðir krefjast vara úr DJI Goggles línunni, DJI RC Motion línunni eða ákveðinna DJI fjarstýringa.
  5. Ákveðnar tökustillingar kefjast þess að DJI Neo sé tengdur snjallsíma í gegnum Wi-Fi og stillingarnar valdar í DJI Fly appinu.
  6. Krefst þess að DJI Neo sé tengdur snjallsíma í gegnum Wi-Fi.
  7. DJI Neo styður einungis raddstýringu á ensku og mandarín. Tungumálið sem notað er fer eftir kerfistungumáli símans sem er tengdur (enska eða kínverska).
  8. Prófað í opnu umhverfi utandyra, án truflana. Drægni myndbandssendingar er misjöfn eftir umhverfi.
  9. Krefst þess að ákveðinn pakki sé keyptur, eða að ákveðin fjarstýring og gleraugu séu keypt sér.
  10. 10 km myndbandssendingardrægni er aðeins í boði í samræmi við reglur FCC. Gögnin voru mæld í hindranalausu umhverfi utandyra, án truflana, og endurspegla hámarkssamskiptadrægni fyrir flug aðra leið. Hámarksdrægni myndbandssendinga við raunverulegar aðstæður takmarkast af hámarksflugdrægni drónans. Raundrægni ákvarðast af notkun.
  11. 4K/30p myndbandsupptaka er í boði með öllum stýristillingum DJI Neo. 4K/30p myndbandsupptaka með HorizonBalancing eru í boði með öllum stýristillingum nema hreyfistýringu. Þegar DJI Neo er notaður með DJI Goggles 3 og DJI RC Motion 3 getur hann tekið 16:9 4K/30p myndbönd með RockSteady/HorizonBalancing eða tekið upp 4:3 4K/30p myndbönd án hristivarnar.
  12. Þegar drónanum er stýrt með DJI Fly appinu eða hefðbundinni fjarstýringu eru RockSteady og HorizonBalancing virk samtímis og ekki er hægt að slökkva á þeim. Þegar DJI Goggles og RC Motion eða FPV Remote Controller eru notuð til að stýra drónanum er hægt að velja á milli þess að virkja RockSteady eða HorizonBalancing eða að hafa enga hristivörn. Þegar drónanum er stýrt án fjarstýringar eða með DJI Fly appinu er HorizonBalancing-hornið ±30°. Þegar drónanum er stýrt með fjarstýringu eða með hreyfistýringu er HorizonBalancing-hornið ±45°.
  13. Fylgir ekki. Upplýsingar um samhæfða snjallsíma við DJI Mic 2 má finna á vörusíðu DJI Mic 2 á opinberum vef DJI.
  14. Mælt í stýrðu prófunarumhverfi við eftirfarandi aðstæður: flogið áfram við stöðugan 2 m/s hraða, í vindlausu tilraunarstofuumhverfi 20 metra yfir sjávarmáli, með ljósmyndastillingu valda (án myndatöku á meðan á flugi stóð), frá því að hleðsla var 100% þar til hún náði 0%. Raunveruleg ending fer eftir umhverfi, notkun og fastbúnaðarútgáfu.
  15. Mælt eftir að DJI Neo er virkjaður, með fullhlaðna rafhlöðu og sjálfgefnar stillingar, með Circle, Rocket og Dronie-stillingunum, og er aðeins til viðmiðunar.
  16. Hægt að kaupa sér eða sem hluta af DJI Neo Fly More Combo.
  17. Fjöldi rafhlaða sem hægt er að hlaða samtímis fer eftir afli hleðslutækisins sem notað er. Notkun hleðslutækis með meira en 45 W afli gerir mögulegt að hlaða þrjár rafhlöður samtímis, á meðan að hleðslutæki undir 45 W getur aðeins hlaðið tvær rafhlöður samtimis. Athugið hvaða hleðslustaðla hleðslutækið styður.
  18. Fylgir ekki.
Scroll to Top