JÓLAGJAFAHUGMYNDIR 2022

Það er skemmtilegt að gleðja fjölskyldu og vini með réttu gjöfinni. DJI Reykjavík er með mikið úrval af gjöfum fyrir fólk á öllum aldri og við tókum saman nokkrar vörur sem eru líklegar til að hitta í mark.

DJI Mini 2 er einn besti dróni fyrir byrjendur, þegar að það kemur að því að finna dróna sem er bæði ódýr og með mikla getu þá verður DJI Mini 2 oftast fyrir valinu. Hann býður upp á allt að 4K upptöku, hefur drægni allt að 6 km og er með 31 mínútna hámarksflugtíma. Sjá nánar á djireykjavik.is

DJI Mini 3 Pro er sá allra fremstur í DJI Mini línunni, hann er klárlega besti dróninn fyrir þá sem eru að leitast eftir dróna sem getur fylgt t.d fólki eða bíl. Einnig er hann eini dróninn frá DJI sem bíður uppá það að taka lóðrétt myndbönd og myndir og er tilvalinn í pakkan hjá þeim sem eru mikið á Instagram og Tiktok. Það sem fylgir því að geta tekið lóðrétt myndbönd og myndir er minni eftirvinnsla þar sem þú sérð ramman eins og þú ætlar að skjóta hann þegar að þú ert á töku stað. Sjá nánar á djireykjavik.is

DJI Osmo Mobile 6 og DJI Osmo Mobile SE eru tilvalin tæki í jólapakkan hjá þeim sem eru að búa til Tiktok, Youtube myndbönd, Instagram myndbönd eða bara einfaldlega þeim sem vilja fanga minningar á stöðugu myndbandi. Þessar græjur gera þér kleift að taka upp stöðugra myndband heldur en síminn getur beint úr kassanum. Sjá nánar á djireykjavik.is

DJI Mavic 3 Classic er flaggskipið á dróna markaðinum, hann er með 4/3 CMOS Hasselblad myndavél og býður uppá að taka myndbönd í 5.1K og 20MP ljósmyndir. Mavic 3 Classic er klárlega dróninn sem fer í pakkan hjá þeim sem elska ljósmyndun og myndbandsframleiðslu. Hann er einnig með lengsta flugtíma af öllum drónum í sama stærðarflokki á markaði og býður hann uppá allt að 46 mínútna flugtíma og allt að 8km drægni. Sjá nánar á djireykjavik.is

DJI RC er fjarstýring með innbyggðum skjá sem gerir flugið þægilegra, það eru engar snúrur sem þarf að hafa áhyggjur af hvort sem það er að vera með snúruna á sér eða að passa að hún virki. Fjarstýringin er með 5.5″ 1080P skjá og er einnig með fleiri takka sem hægt er að stilla heldur en venjuleg fjarstýring fyrir síma. DJI RC virkar með eftirfarandi drónum: DJI Mini 3 Pro, DJI Mavic 3, DJI Mavic 3 Classic og DJI Air 2S. Settu DJI RC undir jólatréið í ár.  Sjá nánar á djireykjavik.is

Ecoflow eru færanlegar rafstöðvar með þeim geturðu hlaðið síman þinn, stungið sjónvarpi í samband, helt uppá kaffi og fleira. Þessar rafstöðvar eru með venjulegri heima innstungu og þar afleiðandi getur þú stunguð nánast hverju sem er í samband. Það tekur ekki nema 60 mínútur að hlaða stöðvarnar úr 0% hleðslu í 80% hleðslu. Ecoflow mun hitta beint í mark hjá útileigu fólkinu sem vantar alltaf rafmagn.  Sjá nánar á djireykjavik.is

Lendingarpallur fyrir dróna í jólapakkan í ár getur seint klikkað, þeir geta komið í veg fyrir að sandur komist inní mótora og gimbal. Einnig geta þeir hjálpað með að taka á loft þegar það er snjór á götunni eða í háu grasi þar sem grasið gæti flækst í mótorum. Þrátt fyrir að gata líti út fyrir að vera hrein þá kemur það fólki að óvart að það sé sandur á götum og sandurinn á götum er ein af ástæðum þess að mótorar festast í miðju lofti. Settu lendingarpall undir tréið í ár.  Sjá nánar á djireykjavik.is

DJI Pocket 2 er skemmtileg og lítil myndavél sem tekur stöðugri myndbönd beint úr kassanum heldur en síminn þinn getur. Þú getur tekið hana með þér hvert sem er, hún er sérstaklega skemmtileg þegar að það kemur að því að fanga minningar á myndbönd, hvort sem þú ert að fara ferðast í kringum heiminn eða skjóta myndbönd af fjölskyldunni á aðfangadag þá hjálpar Pocket 2 þér alltaf að ná stöðugum myndböndum. Sjá nánar á djireykjavik.is

DJI Osmo Action 3 er vatnsheld myndavél sem hentar vel fyrir fólk sem stunda mikið af afþreyingum eins og að fara á skíði, snjóbretti, krossara og fleira. Einnig hefur hún verið mikið notuð fyrir vídeó blogg þar sem hún er lítil, vatnsheld og tekur myndbönd í góðum gæðum. Ef þú ert að leita af gjöf fyrir þann sem á allt en stundar mikið af afþreyingum þá mun þessi litla myndavél slá í gegn í ár.   Sjá nánar á djireykjavik.is

Scroll to Top