Hvaða reglur gilda um drónaflug?

Við fáum oft spurningar frá drónaáhugamönnum um hvaða reglur gildi um drónaflug á Íslandi. Við höfum tekið saman helstu reglur Samgöngustofu sem gilda um drónaflug á Íslandi.

Helstu reglurnar eru þessar:

  • Óheimilt er að fljúga dróna hærra en í 120 metra hæð yfir yfirborði án sérstaks leyfis frá Samgöngustofu.
  • Óheimilt er að fljúga drónum innan tiltekinna fjarlægða frá svæðamörkum flugvallar án leyfis frá rekstraraðila flugvallarins. Þó þarf ekki sérstakt leyfi ef aðeins er flogið neðar en hæstu mannvirki í nágrenni flugferils drónans.
  • Alltaf þarf leyfi frá rekstaraðila flugvallar ef fljúga á innan svæðamarka flugvallarins.
  • Stjórnendur dróna eru ábyrgir fyrir notkun þeirra og því tjóni sem þeir kunna að valda.

Nánari upplýsingar má finna á vef Samgöngustofu.

Einnig má þar finna þetta handhæga plagg með ábendingum og tilmælum um drónaflug. DJI Reykjavik mælir eindregið með því að drónaáhugamenn fylgi þessum tilmælum.

Scroll to Top