Þegar það kemur að því að finna út hvaða dróni er réttur fyrir þig er margt að huga að. Mjög algengt er að fólk vilji kaupa ódýran dróna sem fyrsta drónann sinn vegna hræðslu við að skemma drónann vegna reynsluleysis en hinsvegar óþarfi að ætla sér að drónaflugin verði brösótt og að flókið sé að fljúga dróna.
Einfaldleiki
Það tekur að jafnaði ekki lengur en 3 mínutur að átta sig á því hvernig á að stýra drónanum. Dróninn gerir ekkert og stendur í stað ef þú sendir honum engar skipanir með fjarstýringunni. Hann einfaldlega bíður á sama stað í loftinu og fer ekki neitt nema að þú stýrir honum í þá átt sem þú vilt að hann fari.
Stýringarnar eru mjög einfaldar í og þæginlegar í notkun. Þær koma ýmist með eða án skjás. Vinstri pinninn á fjarstýringunni er til að hækka flugið og lækka ásamt því að snúa drónanum til hægri og vinstri. Hægri pinninn virkar hinsvegar til þess að stýra drónanum áfram, afturábak, til hliðar vinstri og til hliðar hægri.
Á fjarstýringunni er einnig hjól til að stýra myndavél drónans upp og niður. Algengt er að myndavélin geti snúið 30 gráður upp og 90 gráður niður.
Ódýrustu drónarnir eins og DJI Mini SE, DJI Mini 2 og DJI Mini 3 eru frábærir. Hinsvegar hafa þeir ekki árekstrarvarnarbúnað sem skynjar hindranir. Því er gott að hafa í huga að stilla alltaf RTH (Return to Home) hæðina í safety stillingum appsins DJI Fly í meiri hæð en hæsti punktur í umhverfinu sem þú ert að fljúga í. Það gæti verið hæsti kletturinn eða hóllinn. Ef dróninn missir samband við fjarstýringuna vegna þess að sjónlínan á milli dróna og fjarstýringar rofnar þá flýgur dróninn fyrst upp í RTH hæðina og svo beina línu að upphafspunkti flugsins (homepoint).
Ef RTH hæðin er ekki næg til að koma drónanum yfir hindranir á leiðinni á upphafspunkt getur farið illa og dróninn klesst á það sem verður á vegi hans.
Öryggi
Dýrari drónar eins og DJI Mini 3 Pro, DJI AIr 2S og DJI Mavic 3 hafa skynjara sem skynja umhverfið. Þeir skynja ýmist fyrir framan, aftan undir og yfir en slíkt fer eftir týpunni. Mini 3 Pro hefur aðeins skynjara að framan, aftan og undir en það er nóg til að koma honum örugglega yfir hindranir á leiðinni á upphafspunkt. DJI Air 2S er með skynjara fyrir framan, aftan undir og yfir á meðan DJI Mavic 3 er með skynjara í allar áttir.
Því má segja að drónarnir séu öruggari því meira sem þeir kosta. En hinsvegar býður DJI uppá mjög góðar tryggingar sem ættu að slá mjög á allar áhyggjur. Þær tryggingar kallast DJI Care Refresh og tryggja þær drónann gegn öllum mögulegum óhöppum. Einnig ef þú týnir drónanum en þá er sjálfsábyrgðin hærri fyrir vikið.
Notkun
Að fljúga dróna er mjög einfallt og gefandi. Notendur fá mest út úr því að fljúga dróna ef þeir gera eitthvað við efnið sem þeir taka á drónann. Gaman er til dæmis að pósta myndum á samfélagsmiðlum, prenta út myndir og klippa video. Viðbrögð annara geta verið mjög kvetjandi