5.500.000 kr.
Fyrir ótroðnar slóðir
DJI Dock er sterkbyggð, áreiðanleg og gerð til að vinna 24/7, dag og nótt, í rigningu og sól.
Hver DJI Dock hýsir Matrice 30 og er honum lendingarpallur, hleðslustöð, flugtakspallur og stýribúnaður fyrir sendiferðir sem forritaðar eru í DJI FlightHub 2.
FlightHub 2 leysir úr læðingi fulla virkni DJI Dock í skýinu. Tímasettu flug, búðu til og breyttu flugleiðum og sjáðu um gögn sem safnað er.
Rauntímameðvitund | Skipulagning leiðangra | Stýring flugáætlana | Margmiðlunarstjórnun og -geymsla | Einn staður fyrir stjórnun og viðhald |
---|---|---|---|---|
Streymdu háskerpumyndmerki hvenær sem er til að fylgjast með DJI Dock eða drónanum þínum. | Skipulegðu flóknar flugleiðir úr fjarlægð með FlightHub 2. | Breyttu, stýrðu og hladdu upp flugleiðum í DJI Dock og fylgstu með framvindu og niðurstöðum flugsins. | Farðu yfir staðsetningarmerktar myndir, myndbönd, kort og víðmyndir sem drónarnir þínir safna. Hægt er að hlaða gögnum frá drónunum sjálfkrafa upp og geyma fyrir síðari notkun. | Fylgstu með heilsu og stöðu DJI Dock og drónanna þinna úr fjarlægð í gegnum skýið. |
TEC loftkæling gerir hraðhleðslu og hratt flugtak mögulegt með því að kæla rafhlöður drónanna. Þannig er hægt að hlaða þau úr 10% upp í 90% á aðeins 25 mínútum [2].
DJI Dock er byggð til að þola veður og vinda svo þú þurfir þess ekki.
M30 Series Dock Version veitir flaggskipsafköst, þolir allt að 12 m/s vind og er IP55 vottuð.
Fullhlaðinn getur M30 flogið í allt að 40 mínútur [8] og getur framkvæmt leiðangra og skoðanir allt að 7 km í burtu frá DJI Dock.
M30 Series Dock Version inniheldur víð-, þys- og hitamyndavélar (aðeins M30T) með leysifjarlægðarmæli, sem saman geta fangað þau loftgögn sem þú þarft, þegar þú þarft þau.
Ein DJI Dock vegur innan við 105 kg og þarf innan við 1 m2 af plássi. Uppsetning krefst aðeins jarðfestingar, aðgengis að rafmagni og internettengingu og snöggrar stillingar með DJI RC Plus fjarstýringu.
DJI Dock er pökkuð af samofnum vélbúnaði sem bætir virknina.
Einingahönnun kjarnaíhluta einfaldar viðhald.
Einkanot | Edge Computing [3] |
---|---|
Skýjaforritaskil opna eiginleika DJI Dock fyrir forriturum og kerfisstjórum sem geta sett upp sérsniðinn einkaþjón. Lesa nánar | DJI Docks kemur með þenslurauf fyrir edge computing sem veitir möguleika á forvinnslu margmiðlunarskráa og fleiru til að bæta skilvirkni. |
5.500.000 kr.
Við látum þig vita þegar varan er komin aftur á lager