DJI Dock 3

kr.

Taktu hvaða áskorun sem er

  • Öðlastu stjórn á alls kyns umhverfi
  • Skilvirk með snjöllum eiginleikum
  • Sveigjanleg notkun, ofurlöng drægni
  • Bætt upplifun með háþróuðum hugbúnaði
  • Afkastamiklir drónar
  • Örugg og uppfyllir staðla, opið vistkerfi

DJI Dock 3 virkar með Matrice 4D eða Matrice 4TD drónum og hjálpar til við fjarstýringu 24/7. Í fyrsta sinn býður hún upp á bílfestingu sem hentar ýmsum mismunandi umhverfisaðstæðum. Drónarnir nota sömu myndavélar og Matrice 4-línan en með bættu flugi og vörn. Einnig er hægt að nota þá með DJI RC Plus 2 Enterprise sjálfstætt. Með snjöllum eiginleikum DJI FlightHub 2 geta flugmenn minnkað til muna þann tíma og vinnu sem þarf og hámarkað þannig skilvirkni og sparað.

Öðlastu stjórn á alls kyns umhverfi

Hitaþolin

DJI Dock 3 þolir afar mikinn hita og getur virkað auk þess að hlaða sig í allt að 50 °C hita.

Kuldaþolin

Framkvæmdu áríðandi verkefni á áreiðanlegan hátt í miklum kulda, í umhverfi þar sem hitastig getur farið niður fyrir -20 °C. Eftir forhitun getur DJI Dock 3 virkað á stöðugan hátt við erfiðar aðstæður allt niður í -30 °C.

Vindþolin

Hvort tveggja Matrice 4D og 4TD geta sýnt ótrúleg flugafköst. Í allt að 12 m/s vindi geta þeir tekist á loft og lent stöðuglega og haldist í loftinu í allt að 32 mínútur. [1]

Harðgerð og traust

Hönnun Dock 3 ver innri kerfi þess fyrir ytri aðstæðum með því að hjúpa rafrásrabúta og gerir þannig hnökralausa notkun mögulega jafnvel við erfiðar aðstæður.

DJI Dock 3 er IP56-varin [2] og DJI Matrice 4D/4TD eru IP55-varnir. [2]

Hljóðlátir og ísvarðir spaðar

Matrice 4D og 4TD drónarnir koma með hljóðlátum ísvörðum spöðum og geta viðhaldið stöðugu flugi jafnvel í ískaldri rigningu. Hljóðlát hönnun dregur úr hávaða við notkun.

Sveigjanleg notkun, ofurlöng drægni

Hægt er að nota DJI Dock 3 á ýmsa vegu. Hægt er að bæta gæði merkis í föstum uppsetningum með því að setja upp næstu kynslóðar D-RTK 3 Relay í mikilli hæð, sem opnar á sveigjanlegt staðsetningarval dokkunnar. Með nýju DJI Enterprise appi er hægt að klára uppsetningu með snjallsíma einum tóla. [3] Þar að auki styður DJI Dock 3 í fyrsta sinn bílfesta uppsetningu sem opnar á skilvirkari notkunarmöguleika í neyðartilvikum og við skoðun úr fjarlægð.

Föst uppsetning

Nýja D-RTK 3 Relay Fixed Deployment Version [4] býður upp á betri truflanavörn fyrir myndbandssendingu og gervihnattatengingu. Með því að setja það upp hátt uppi er hægt að leysa vandamál sem tengjast fjarstýringar- og myndbandsmerkisvandamálum vegna hindrana, og aukið drægnina í allt að 25 km. Þannig er hægt að velja uppsetningarstað Dock 3 út frá raunverulegum þörfum.

Nálægt háum byggingum [30]

Að setja upp D-RTK 3 Relay á húsþökum getur bætt til muna gæði merkja og gert uppsetningu Dock 3 við hlið hárra bygginga eða tengivirkja.

Nálægt fjarskiptaturnum [5][30]

Uppsetning D-RTK 3 Relay á nálægum fjarskiptaturnum getur bætt til muna gæði merkja Dock 3 og tryggt örugg flugtak og lendingu, jafnvel í umhverfi þar sem truflanir eru frá fjarskiptaturninum.

Bílfesting

DJI Dock 3 er fyrsta DJI Dock sem styður uppsetningu á bíl. [6] Uppbygging, íhlutir og loftræstingarkerfi Dock 3 hafa undirgengist prófanir með bíltitringi, með nýjum eiginleikum á borð við lárétta kvörðun og skýja-staðsetningarkvörðun. Í neyðartilvikum eða fjarstýrðum skoðunum má nota DJI Dock 3 Vehicle-Mounted Gimbal Mount [4] sem þægilega tímabundna lausn þar sem föst uppsetning er ópraktísk.

Skýja-staðsetningarkvörðun

Við notkun á ferð getur starfsfólk innandyra notað DJI FlightHub 2 til að stilla staðsetningu dokkunnar úr fjarlægð og úthluta verkefnum í skýinu, sem eykur skilvikrni.

Örugg uppsetning með tveimur dokkum

Hægt er að setja tvær dokkur upp á sama ökutæki, sem eykur skilvirkni til muna. DJI Dock 3 notar sérstakt yfirtökumynstur til að forðast árekstra dróna við dróna og tryggja öryggi, sem gerir tveimur dokkum kleift að skiptast á verkefnum á skipulegan hátt.

Snúningur tveggja dróna [5]

Sjálfvirknivæddur snúningur tveggja dróna í svifi gerir stöðuga rauntímasendingu myndefnis úr lofti mögulega. Í neyðartilfellum er hægt að nota kastljós til að lýsa upp svæðið.

Afkastamiklir drónar

Hinir glænýju DJI Matrice 4D og 4TD eru sérhannaðir fyrir DJI Dock 3 og bjóða upp á lengri flugtíma og er hægt að nota þá sjálfstætt með DJI RC Plus 2 Enterprise. Báðir drónar eru með víðlinsumyndavél, miðlungsaðdráttarlinsumyndavél, aðdráttarlinsumyndavél og laserfjarlægðarmæli. Matrice 4D hentar vel í hárnákvæma og fagmannlega kortagerð og yfirborðsskoðanir. Matrice 4TD er með innrauða hitamyndavél og nýtt NIR-aðstoðarljós og hentar í ýmis verkefni, svo sem innviðaskoðanir, neyðarviðbragð og almannavarnir.

Lengri flugtími, öflug vörn

Fullhlaðnir geta Matrice 4D og 4TD flogið í allt að 47 mínútur við 15 m/s hraða, sem er 37% aukning á notkunartíma. [11] Miðað við 10 km radíus endast þessir drónar í 18 mínútur af notkun. [12] Bæði módel eru hönnuð til að þora erfið skilyrði og skarta IP55 ryk- og vatnsvörn.

Hindranaskynjun fyrir örugga notkun

Obstacle Sensing Module [4] fyrir Matrice 4D/4TD notar snúnings-LiDAR og millímetrabylgjuratsjártækni til að ná fram nákvæmri 12 mm hindranaforðun við allt að 15 m/s flughraða, við flóknar aðstæður svo sem innan um háspennulínur, auk bættra staðsetningarafkasta í lítilli birtu. [5] Öryggi við notkun er tryggt í fjölbreyttu umhverfi.[15]

Óviðjafnanlegur skýrleiki og nákvæmni fyrir hvaða verkefni sem er

Framúrskarandi í lítilli birtu

Matrice 4D-línan er með fjórar fiskaugalinsur sem styðja við háa upplausn og litla birtu, sem bætir til muna [11] sjónrænan staðsetningarbúnað og hindranaskynjun í lítilli birtu. Ný Night Scene-stilling býður upp á nætursýn í lit. Matrice 4TD er einnig með IR-Cut Filter-eiginleika fyrir svarthvíta nætursýn og 24/7 notkun, auk nýs NIR-aðstoðarljóss sem drífur allt að 100 m. [10] Innrauð hitamyndavél Matrice 4TD styður UHR Infrared Image-stillingu með allt að 1280 × 1024 myndupplausn, sem og High-Res-stillingu fyrir nákvæmari hitamælingar.

Skýr sýn og stöðugar myndir

Matrice 4D-línan kemur með miðlungs- og aðdráttarlinsumyndavélum með forgrunnshristivörn. Miðlungsaðdráttarlinsan er hentug í skoðun úr meðalfjarlægð og getur numið títuprjóna og sprungur úr 10 metra fjarlægð, auk þess að lesa skýrt gögn af mælitækjum í tengivirkjum. [16] 48 MP aðdráttarmyndavélin fangar smáatriði, eins og skilti, úr allt að 250 m fjarlægð. [17] Þegar aðdráttarmyndavél Matrice 4TD er notuð með drónann á svifi í vindlausu umhverfi getur rambaldið hallast upp á við um 80° og sýnt þannig skýrt galla á neðri hliðum brúa. Bætt hristivörn heldur viðfangsefnum í forgrunni skýrum í aðdráttarskotum með 10x aðdrátti eða meiri.

Hárnákvæm könnun

Matrice 4D-línan skarar fram úr hvað varðar afkastamikla kortagerð og býður upp á nýjan 5-átta skáhallan myndatökumöguleika, 3-átta upprétta loftmyndatöku [5][18] og rauntímaeftirfylgni landsvæðis sem uppfyllir ýmiss konar kortagerðarkröfur. DJI FlightHub 2 hefur verið uppfært fyrir Matrice 4D/4TD. Uppfærslan kynnir til leiks ýmsa möguleika hvað varðar plönun flugleiðar, m.a. Smart 3D Capture [5], rúmfræðileiðir og hallaleiðir, sem bæta skilvirkni en tryggja jafnframt nákvæmni í kortagerð.

Fyrirhafnarlaust endurvarp í fjöllóttu landslagi

Matrice 4D-línan virkar sjálfstætt með DJI RC Plus 2 Enterprise fjarstýringunni og býður upp á innbyggðan endurvörpunareiginleika. Með þessari uppsetningu getur einn dróni flogið hátt og virkað sem endurvarpi og gert öðrum dróna þannig kleift að fljúga í meiri fjarlægð. Endurvarpsdróninn snýr sjálfkrafa að drónanum sem er í notkun [5] og tryggir mjúka myndbandssendingu án 4G-sambands eða í umhverfi með hindrunum. [19] Þessi eiginleiki lengir til muna sendingardrægnina og gerir drónana kjörna fyrir björgunarleiðangra og skoðanir á fjöllóttum svæðum.

Snjallir eiginleikar DJI FlightHub 2

Með DJI FlightHub 2 bætir Dock 3 til muna skilvirkni og snjalla virkni í fjarstýringu dróna.

Snjallt flug og stýring

Sjálfvirkar flugleiðir

Nýr sjálvirkur flugleiðarmöguleiki er gagnlegur við mismunandi aðstæður, m.a. almannavarnir og skoðanir. Þegar flugleið hefur verið negld niður getur dróninn sjálfkrafa numið og tekið myndir og myndbönd af viðfangsefnum á borð við bíla, skip og innrauð hitafrávik, og sent stjórnendum tilkynningar.

Snjöll breytingargreining

Nýr snjall breytingargreiningareiginleiki gerir reglubundna greiningu á breytingum á svæði skilvirka og hjálpar stjórnendum við náttúruvernd, náttúruhamfarahjálp og sprungugreiningu, til að ákvarðanataka verði betri og upplýstari.

Smart Track

Stjórnendur geta notað öfluga sjálfvirka aðdráttareiginleika Matrice 4D-línunnar til að fylgja eftir viðfangsefni, á borð við bíl eða skip, á fljótlegan hátt.

Sýndarstjórnklefi

Virtual Cockpit-fjarstýringarviðmótið hefur verið bætt til muna með nýjum Mouselook-eiginleika. Hann gerir drónanum kleift að stilla af afstöðu sína og rambaldssnúning sjálfkrafa og gerir mögulega nákvæma en fljótlega miðjusetningu rammans.

Skilvirkni

Opnaðu og fljúgðu

Taktu á loft eins og skot og lentu á neyðarvettvangi til að auka skilning þinn á aðstæðum. Eftir að hafa virkjað sjálfvirka leiðarbestun, notaðu FlyTo Tasks til að komast á fyrirframákveðinn punkt 1 km í burtu við 100 m hæð innan 100 sekúndna. [12]

Bein myndbandssending með lítilli töf

Uppfærsla minnkar til muna [11] töf á beinni myndbandssendingu í FlightHub 2, sem styður við ákvarðanatöku í rauntíma.

Sendu gögn á meðan á flugi stendur

Í neyðartilfellum er hægt að senda gögn og stunda kortlagningu í rauntíma á meðan á flugi stendur. Hægt er að klára gagnaflutninga tafarlaust við lendingu [20] og búa til fljótlegt og gróft líkan í skýinu, sem eykur skilvirkni.

Uppfyllir öryggiskröfur

Sérsníðanlegar heimildir í FlightHub 2

FlightHub 2 gerir notendum kleift að stilla stjórnunarheimildir eftir raunverulegum þörfum.

FightHub 2 er með ISO 27001 vottun

FlightHub 2 hleður upp, geymir og sýslar með gögn á skýjaþjónum Amazon Web Services (AWS), sem eru einnig með ISO/IEC 27001 vottun, sem tryggja örugga vinnslu gagna.

4G stuðningur

Með DJI Cellular Dongle 2 [21] getur dróninn tengst 4G-neti. Í flóknu umhverfi virkar 4G-netið samhliða O4+ mynbandssendingarkerfinu til að tryggja stöðugt merki og bæta flugöryggi. 4G-bætta myndbandssendingarþjónustu er hægt að setja upp til einkanota og nota með sjálfhýstu FlightHub 2 til að bæta enn frekar stöðugleika og öryggi gagnaflutnings.

Opið vistkerfi rýfur múrinn

Intelligent Algorithm Developer

Veitir nauðsynleg tól til að þjálfa líkön og aðstoða við vottunarferli sem þriðji þróunaraðili, hjálpar til við að skapa ný snjöll notkunartilvik. [5] Lesa meira

PSDK

Auðkenning með E-Port og E-Port Lite dulkóðun tryggir öryggi farmsins og gerir þér kleift að nota Matrice 4D-línuna við fjölbreyttari aðstæður. Lesa meira

MSDK

Mobile SDK 5 einfaldar þróun appa til að stýra Matrice 4D Series. Mobile SDK 5 er opinn hugbúnaður og kemur með kóðadæmum úr kjarnaeiningum DJI Pilot 2, sem tryggir áreiðanleika. Lesa meira

Samstillt virkni úr skýi í ský

Með FlightHub Sync-eiginleika DJI FlightHub 2 geta notendur auðveldlega tengt það við skýjaþjónustu þriðju aðila til að sýsla með gögn á sveigjanlegan hátt. Lesa meira

Skýja-API

Með innbyggðu skýja-API DJI Pilot 2 (samkvæmt MQTT-staðli) getur þú tengt Matrice 4D-línuna við skýjaþjónustur þriðju aðila. Fáðu aðgang að vélbúnaði drónans, beinni myndbandsútsendingu og ljósmyndagögnum án þess að þurfa að þróa app. Lesa meira

Farmur frá þriðju aðilum

Víkkaðu sjóndeildarhringinn með því að tengja farm frá þriðju aðilum [4] á borð við fallhlíf með E-Port eða fjarstýrðu farminum með DJI FlightHub 2. [22] Einnig er aukatengi fyrir PSDK-farm aftan á.

DJI Terra API

Með DJI Terra API geta notendur nýtt öfluga kortagerðareiginleika í eigin forrit og fengið sjálfkrafa 2D og 3D endursmíði af aðstæðum. Þar að auki geta notendur sérsniðið vinnuflæði við myndmælingar eftir þörfum og gert útkomu Matrice 4D kleift að uppfylla kröfur ýmissa mismunandi notagilda betur. Lesa meira

Fjölbreytt úrval aukahluta [23]

  • D-RTK 3 Relay Fixed Deployment Version
  • Obstacle Sensing Module
  • Gimbal-Following Spotlight
  • Real-Time Voice Speaker
  • Integrated Broadcasting and Lighting
  • DJI RC Plus 2 Enterprise
  • DJI Cellular Dongle 2 [21]
  • DJI 240W Power Adapter
  • DJI Matrice 4D Series 240W Charging Hub
  • DJI Power 1000

kr.

Algengar spurningar

Ertu með aðra spurningu? Hafðu samband

* Öllum gögnum á þessari síðu var safnað með framleiðsluútgáfu DJI Dock 3 og DJI Matrice 4D/4TD í stýrðu umhverfi. Raunveruleg upplifun getur verið ólík eftir umhverfi, notkunartilviki og fastbúnaðarútgáfu.
** Öll myndbönd og myndir á þessari síðu voru tekin í ströngu samræmi við svæðisbundin lög og reglugerðir. Sýnidæmi eru aðeins til viðmiðunar. Vinsamlegast fylgið alltaf svæðisbundnum lögum og reglugerðum og tryggið að dróninn hafi hlotið viðeigandi vottanir áður en flogið er.
*** DJI Matrice 4D/4TD þarf að virkja með DJI Pilot 2 appinu eða DJI Enterprise appinu fyrir notkun
**** Til að tryggja að búnaðurinn virki stöðugt og samfellt, framkvæmið reglulegt viðhald.

  1. Mælt með nýrri rafhlöðu í notkun með a.m.k. 95% hleðslu við flugtak og a.m.k. 15% hleðslu við lendingu. Gögnin eru aðeins til viðmiðunar. Fylgist alltaf vel með áminningum í FlightHub 2 eða DJI Pilot 2 appinu á meðan á flugi stendur.
  2. DJI Dock 3 er IP56-vottuð og DJI Matrice 4D/4TD eru báðir IP55-vottaðir. Hvort tveggja var prófað í stýrðu tilraunastofuumhverfi, með dyrum dreifiskáps dokkunnar lokuðum og skrúfum þéttum. IP-gildið er ekki varanlegt heldur getur minnkað vegna slits.
  3. Krefst þess að Android-símar séu notaðir fyrir uppsetningu og gangsetningu.
  4. Fylgir ekki.
  5. Krefst uppfærslu í nýjustu fastbúnaðarútgáfu.
  6. Bílfesting þarf að fylgja svæðisbundnum reglugerðum. Fylgist með umferðaröryggi og hæðartakmörkunum á meðan keyrt er.
  7. D táknar mælingarfjarlægð.
  8. Aðeins í boði með Matrice 4TD. EKKI berskjalda linsur innrauðu myndavélinnar fyrir sterkum orkugjöfum á borð við sólina, hraunkviku eða leysigeisla. Annars gæti myndflagan brunnið, sem veldur varanlegum skaða.
  9. Aðeins í boði með Matrice 4TD. NIR-aðstoðarljósið hentar fyrir lýsingarþörf aðdráttarlinsumyndavélarinnar.
  10. Mælt með dróna svífandi 100 m yfir jörðinni og aðdráttarlinsumyndavél að taka myndir.e
  11. Samanborið við Matrice 3D/3TD með DJI Dock 2.
  12. Mælt við u.þ.b. 25 °C lofthita, með örugga 15% hleðslu, í vindlausu umhverfi, með hraðann báðar ferðir u.þ.b. 15 m/s. Þetta gildi er aðeins til viðmiðunar og raunveruleg notkun getur leitt annað í ljós.
  13. Mælt í stýrðu tilraunaumhverfi. Eiginleikar prófsins eru eftirfarandi: flogið áfram á stöðugum 12 m/s hraða í vindlausu tilraunastofuumhverfi, 20 metrum yfir sjávarmáli, á ljósmyndastillingu (án þess að ljósmyndir séu teknar á meðan á flugi stendur), með Obstacle Avoidance Action stillt á Off, frá því að hleðsla rafhlöðunnar er 100% og þar til hún nær 0%. Niðurstöður geta verið ólíkar eftir umhverfi, raunverulegri notkun og fastbúnaðarútgáfu.
  14. Mælt með drónum DJI Matrice 4D-línunnar svífandi í vindlausu umhverfi, 20 metrum yfir sjávarmáli, frá því að hleðsla rafhlöðunnar er 100% og þar til hún nær 0%. Niðurstöður geta verið ólíkar eftir umhverfi, raunverulegri notkun og fastbúnaðarútgáfu.
  15. Framleiðandi framkvæmir ókeypis viðgerð ef árekstur verður vegna mistaka hindranaforðunarkerfis sem leiðir til skemmda á drónanum eða Obstacle Sensing Module, að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum: Obstacle Sensing Module er á drónanum, dróninn er að fljúga sjálfkrafa eftir fyrirframákveðinni leið, allur búnaður virkar eðlilega, GNSS-merkið er sterkt, veður er hagstætt og hvort tveggja millímetrabylgjuratsjá og LiDAR virka rétt. Athugið að ókeypis viðgerðir eru ekki í boði við eftirfarandi aðstæður:
    (1) Hlutir sem hreyfast hratt eru til staðar í kringum flugleiðina (t.d. vindtúrbínur í rekstri, turnkranar á hreyfingu, fljúgandi fuglar o.s.frv.);
    (2) Sérstakar veðuraðstæður svo sem rigning, snjókoma, þoka eða mistur;
    (3) Ratsjá getur ekki fengið vottun og verið virkjuð í ákveðnum löndum og landsvæðum vegna lagalegra og reglugerðarlegra takmarkana. Nánari upplýsingar má fá hjá svæðisbundnum umboðsaðilum DJI;
    (4) Obstacle Sensing Module er úr ábyrgð
  16. Mælt við venjuleg birtuskilyrði, staðsett lárétt 10 metrum frá viðfangsefninu, með beina sjónlínu.
  17. Tekið með aðdráttarlinsumyndavélinni snúandi beint að hlutnum.
  18. Núverandi virkni dugir ekki til að uppfylla þarfir við kortlagningu á þéttbýli. Uppfærslur munu í framtíðinni halda áfram að besta flugleiðir og kortlagningarlausnir fyrir þéttbýl svæði.
  19. Engar hindranir ættu að vera á milli fjarstýringarinnar og endurvarpsdrónans, eða á milli endurvarpsdrónans og virka drónans. Sterkar rafsegultruflanir gætu haft áhrif á drægni myndbandssendingar.
  20. Í opnu umhverfi utandyra án truflana, í samræmi við reglur FCC, getur dróninn yfirleitt klárað að senda myndefni í dokkuna þegar fjarlægðin á milli drónans og dokkunnar er innan við 1 km. Flutningshraðinn úr dokkunni í skýið fer eftir netsambandi notanda.
  21. Fylgir ekki. Þessi þjónusta er ekki í boði í sumum löndum og landsvæðum. Nánari upplýsingar má fá hjá svæðisbundnum umboðsaðilum DJI.
  22. Hafðu samband við umboðsaðila fyrst til að tryggja að farmurinn virki með DJI FlightHub 2.
  23. Ákveðnir aukahlutir fylgja ekki. Uppsetning ákveðinna aukahluta gæti haft áhrif á hindranaforðun drónans, sem hefur áhrif á flugöryggi. Vinsamlegast fylgið notkunarleiðbeiningum.
  24. Vegna lagalegra og reglugerðarlegra takmarkana á ratsjárvottun er þessi eiginleiki ekki í boði í ákveðnum löndum og landsvæðum. Nánari upplýsingar má fá hjá svæðisbundnum umboðsaðilum DJI.
  25. Þetta er útkoman úr 100 m fjarlægð frá viðfangsefninu, aðeins til viðmiðunar.
  26. Þegar fest á drónann, herðið skrúfurnar og gangið úr skugga um að tengingin sé þétt. Þegar notað með DJI Dock, notið vinsamlegast meðfylgjandi sexkant til að herða skrúfurnar aftur.
  27. Gögn mæld í tilraunaumhverfi við 25 °C lofthita og eru aðeins til viðmiðunar. Raunverulegar aðstæður geta verið ólíkar vegna mismunar á hugbúnaðarútgáfum, hljóðuppsprettum, umhverfi og öðrum þáttum. Lokaútkoma fer eftir raunverulegri notkun.
  28. Núverandi talgervingareiginleiki styður aðeins ensku og mandarín.
  29. DJI Care Enterprise þjónusta getur verið ólík eftir landi/svæði. Nánari upplýsingar má fá hjá svæðisbundnum umboðsaðilum DJI; Ótakmarkaður fjöldi ókeypis viðgerða: Fáið ókeypis viðgerðir innan ábyrgðarrammans; Deild ábyrgð: DJI Enterprise-vörur sem eru virkjaðar og bundnar DJI Care Enterprise Plus innan sama tímabils (30 almanaksdaga) geta deilt með sér ábyrgðartakmörkunum; Enginn sendingarkostnaður: Í boði á svæðum sem DJI Care Enterprise nær yfir. Notendur eru ábyrgir fyrir aukakostnaði á borð við flutningskostnað og tollgjöld sem kunna að koma upp utan ábyrgðarrammans; Aukin ábyrgð: Innifelur meginhluta drónans, rambaldsmyndavélina, fjarstýringuna og hleðslustöðina.
  30. Virkni dokkunnar við hlið hárra bygginga og nálægt fjarskiptaturnum er háð þjónustusvæðis gervihnattastaðsetningarkerfisins og styður eins og er aðeins flest svæði Kyrrahafs- og Asíusvæðisins, eins og kemur fram í uppsetningarhandbókinni. Nákvæma nothæfni skal ákvarða út frá niðurstöðum sem birtast í DJI Pilot 2 appinu á meðan staður er valinn fyrir dokkuna. Þegar dokkan er notuð nálægt fjarskiptaturnum getur aflbreytileiki mastra valdið truflunum og gæti mögulega haft áhrif á flugtak dróna í sjaldgæfum tilfellum. Ef slík vandamál verða, vinsamlegast reynið að endurræsa drónann og stilla flugverkefnið inn að nýju.