74.990 kr. – 129.990 kr.
DJI Flip er afar handhægur dróni með framúrskarandi myndatökueiginleika. Dróninn getur tekist á loft úr lófa [1] án fjarstýringar og gerir þér kleift að festa augnablik á filmu á ferð auðveldar en nokkru sinni áður. Þar að auki tryggir gervigreindarelting [2] að aðalviðfangsefnið sé alltaf fullkomlega innan rammans svo þú getir sett upp grípandi skot á auðveldan hátt. Nýstárleg hönnun samanbrjótanlegrar spaðahlífar sameinar létta byggingu og kjöröryggi. Hvort sem þú ert að taka myndir af landslagi úr fjarlægð eða portrett færir DJI Flip sjónræna fegurð í hverjum ramma.
129.990 kr.
Inniheldur DJI RC 2 með 5,5 tommu 1080p 700-nit hábirtuskjá, tvær rafhlöður til viðbótar, hleðsludokku fyrir rafhlöður, tösku og fleira.
109.990 kr.
Inniheldur DJI RC 2 með 5,5 tommu 1080p 700-nit hábirtuskjá fyrir auðvelda og skilvirka stjórnun.
74.990 kr.
Inniheldur hefðbundnu DJI RC-N3 fjarstýringu. Notast með snjallsíma til að fylgjast með beinu streymi og flugstöðu.
DJI Flip er fyrsti dróni DJI með samanbrjótanlega spaðahlíf sem þekur allt svæðið. [5] Grind hlífarinnar er úr koltrefjum sem vegur aðeins 1/60 af því sem hefðbundnar hlífar úr pólýkarbónati (PC) vega, með sama stífleika. Létt og endingargóð hönnun veitir allsherjar vörn og tryggir að jafnvel byrjendur geti svifið um himininn með sjálfsöryggi.
DJI Flip vegur minna en 249 g, svipað og epli, og passar í lófann. [3] Ekki er krafist þjálfunar eða prófs til að fljúga honum í flestum löndum og svæðum. Dróninn er smár og handhægur og er fullkominn ferðafélagi sem byltir því hvernig þú festir þín mikilvægustu augnablik á filmu.
DJI Flip einfaldar stýringu. Ýttu á stillingarhnappinn á hliðinni til að velja þá stillingu sem þú vilt nota og Flip sér um restina. [1] Hvort sem þú ert fagljósmyndari eða byrjandi skaltu búa þig undir þægilega flugferð.
Með gervigreindareltingu[2] getur þú á fljótlegan og nákvæman hátt haldið viðfangsefninu þínu í sviðsljósinu. Hvort sem þú ert í skógargöngu eða fjallaklifri virkar DJI Flip sem þinn persónulegi leikstjóri og festir hverja hreyfingu þína á filmu.
DJI Flip er ekki aðeins dróni heldur hinn fullkomni ferðafélagi til að sýna sjarmann þinn. DJI Fly appið styður sjálfvirka fegrun þegar myndbönd eru flutt út, sem gerir hvert skot einstakt og fallegt.
DJI Flip býður upp á sex snjallar upptökustillingar [6] sem gera þér kleift að nýta fjölbreytt sjónarhorn til að lyfta upp efninu þínu.
Taktu 48 MP ljósmyndir með myndavél DJI Flip, með 1/1,3″ CMOS-myndflögu með Dual Native ISO Fusion, f/1,7 ljósopi og 2,4 μm 4-í-1 pixlum. [7] Meiri smáatriði á björtum og dimmum svæðum skila sér í töfrandi myndgæðum í hverjum einasta ramma.
Taktu myndir með allt að 4x aðdrætti og haltu smáatriðunum sýnilegum með næstu kynslóðar SmartPhoto-tækni [8] sem sameinar HDR-myndatöku, senugreiningu og fleira til að láta myndirnar þínar standa upp úr.
Viðhaltu náttúrulegum töfrum hvers augnabliks. 4K/60p HDR upptaka gerir þér kleift að deila smáatriðunum í sólsetri eða sólarupprás eins og áhorfendur væru á staðnum.
Festu stutt augnablik á filmu sem erfitt er að sjá með eigin augum. DJI Flip styður háhraðaupptöku í 4K-upplausn með 100 römmum á sekúndu, fyrir mjúka hægspilun sem sýnir betur hápunkta íþróttaleikja og annarra atburða.
CMOS-myndflaga í 4:3 hlutföllum veitir nægilega mikið rými til að skera myndina lóðrétt fyrir snjallsímaskoðun og viðhalda 2,7K upplausn. Þannig eru myndir tilbúnar til deilingar á samfélagsmiðlum án þess að það þurfi að skera þær í eftirvinnslu.
10-bita D-Log M litastillingin tekur allt að einn milljarð lita upp og hjálpar til við að viðhalda meiri smáatriðum á björtum og dimmum svæðum, sem veitir aukinn sveigjanleika í klippingu. Jafnvel við aðstæður þar sem birtuskil eru mikil, svo sem við sólarupprás eða sólsetur, tekur DJI Flip upp náttúrulega stigbreytingu lita í miklum smáatriðum.
Hvort sem þú ert rétt að byrja í ljósmyndun eða ert reynd fagmanneskja getur þú snögglega tekið ótrúlegar myndir og auðveldlega framleitt fagmannlegt efni með snjöllum tökumöguleikum DJI Flip.
MasterShots | Hyperlapse | FocusTrack | Panaroma |
---|---|---|---|
MasterShots gerir DJI Flip kleift að framkvæma sjálfkrafa fjölbreyttar myndavélarhreyfingar með því að taka margar klippur og klippa þær til með tónlist, klippi og brellum. | Veldu úr fjórum möguleikum á borð við Free, Circle, Course Lock og Waypoint til að taka upp timelapse-myndefni í allt að 4K upplausn lárétt eða 2,7K lóðrétt. | Finndu skapandi leiðir til að fylgja viðfangsefninu eftir með FocusTrack. Verkfærakistan inniheldur ActiveTrack 4.0, Spotlight 2.0 og Point of Interest 3.0, þrjú öflug tól til að segja sögur. | Styður 180°, Wide Angle, Vertical og Sphere-víðmyndatöku til að festa ótrúlegt landslag á filmu. |
DJI Flip kemur með þrívíðu innrauðu skynjarakerfi sem gerir sjálfvirka hemlun mögulega, jafnvel að nóttu til. [2]
Með DJI O4 myndbandssendingu getur DJI Flip sent beint myndmerki úr allt að 8 km fjarlægð [9] í 1080p/60fps og býr yfir framúrskarandi truflanavarnareiginleikum, sem gerir þér kleift að kanna víðáttumikið landslag án vandræða. Notaðu DJI Flip með DJI RC-N3 eða RC 2-fjarstýringu til að festa ótrúlegt landslag á filmu.
Með DJI Flip Intelligent Flight Battery færðu allt að 31 mínútu flugtíma [4] sem tryggir ótruflaða sköpun án rafhlöðuáhyggna.
DJI Flip Parallel Charging Hub [10] gerir þér kleift að hlaða tvær rafhlöður samtímis, [11] sem dregur mikið úr tímanum sem þarf til að hlaða, svo þú missir ekki af neinum spenanndi augnablikum.
Tengdu DJI Flip við DJI Fly appið með Wi-Fi Direct til að stýra drónanum með einni hendi með nýju lóðréttu viðmóti sem gerir þér kleift að skipta á milli mismunandi tökustillinga.
„Hey Fly“ – Vektu DJI Fly appið með þessum orðum til að virkja raddstýringu og stýra DJI Flip með raddskipunum. [13] Þegar dróninn er tengdur við síma getur hann tekið upp hljóð og dregið úr suði með því að sía út hljóð frá spöðunum. Þannig getur þú tekið upp efni sjálfstætt án aðstoðar annarra.
Gleymdirðu gagnaflutningssnúrunni? Engar áhyggjur! Eftir að hafa tengt DJI Flip við síma í gegnum Wi-Fi er hægt að flytja myndböndin sem dróninn tekur í DJI Fly appið á fljótan og einfaldan hátt, með allt að 30 MB/s flutningshraða. Þegar flutningnum er lokið getur þú auðveldlega klippt myndefnið beint í appinu til að skapa hágæða myndbönd.
Haldari fyrir snjalltæki gerir þér kleift að horfa á beint myndmerki frá drónanum í rauntíma með DJI Fly appinu.
Inniheldur DJI RC-N3 fjarstýringuna. Notaðu snjallsíma til að fylgjast með myndmerki og stöðu flugs.
Inniheldur DJI RC 2 með 5,5″ 1080p ofurbjörtum 700 cd/m2 skjá.
Veitir allt að 31 mínútu flugtíma [4] og gerir þér kleift að fljúga og skapa án áhyggna.
Hladdu tvær rafhlöður samtímis á aðeins 70 mínútum. Geymdu rafhlöðurnar og notaðu stöðina sem hleðslubanka til að hlaða tæki á borð við snjallsíma.
Síur hannaðar til að tækla erfiðar birtuaðstæður og timelapse-töku með langri lýsingu.
74.990 kr. – 129.990 kr.
Við látum þig vita þegar varan er komin aftur á lager
* Öll gögn fengin með prófun framleiðsluútgáfu DJI Flip í stýrðu umhverfi. Raunveruleg reynsla getur farið eftir umhverfi, notkunartilviki og útgáfu fastbúnaðar.
** Öll myndbönd og myndir á þessari síðu voru tekin í ströngu samræmi við viðeigandi svæðisbundin lög og reglugerðir. Sýnisefni er aðeins til viðmiðunar. Fylgið alltaf svæðisbundnum lögum og reglugerðum og gangið úr skugga um að dróninn hafi fengið viðeigandi vottanir áður en flogið er.
*** Allar myndir, myndbönd og skjámyndir um vöruna sjálfa á þessari síðu eru aðeins til viðmiðunar. Raunverulegt útlit vöru (þar með talið, en ekki tæmandi listi: útlit, litur og stærð) og útlit skjámynda (þar með talið, en ekki tæmandi listi: bakgrunnar, notandaviðmót og teikningar) geta verið öðruvísi.