Skilmálar

Skilaréttur

Skilafrestur á vöru eru 14 dagar frá dagsetningu kvittunar eða staðfestingu á móttöku sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær vara var keypt eða afhent. Sé vöru sem er keypt skilað innan 14 daga frá dagsetningu kvittunar eða staðfestingu á móttöku býðst viðskiptavini full endurgreiðsla sem jafngildir kaupverði. Sumir vöruflokkar bera takmarkaðan skilarétt til dæmis drónar og myndatökulausnir.

Viðskiptavinur ber beinan kostnað af því að skila vöru og ber ábyrgð á að koma vörunni til DJI Reykjavík.

Sumar vörur bera takmarkaðan skilarétt. Það þýðir að aðeins er hægt að skila þeim vörum ónotuðum og í innsigluðum umbúðum. Þessar takmarkanir eru settar til að koma í veg fyrir misnotkun.

Vörur sem bera takmarkaðan skilrétt eru:

  • Drónar
  • Osmo Myndavélar og Gimbal
  • Ronin (DJI R) Gimbal
  • Zenmuse myndavélar
  • DJI Goggles eða sambærilegar vörur
  • DJI Fjarstýringar

Viðskiptavinur ber beinan kostnað af því að skila vöru og ber ábyrgð á að koma vörunni til DJI Reykjavík.

Kaupandi ber fulla ábyrgð á öllum gengismun sem getur orðið við endurgreiðslu pantana sem greiddar hafa verið með korti í annarri mynt en íslenskum krónum. Endurgreiðsluupphæð í mynt kaupanda getur því verið hærri eða lægri en upphafleg greiðsla vegna gengisbreytinga og/eða gjalda kortaútgefanda. Seljandi ber enga ábyrgð á slíkum breytingum eða gjöldum.

Réttur til að falla frá kaupum:

Kaupandi hefur rétt til að falla frá kaupum í vefverslun DJI Reykjavík án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan 14 daga. Frestur til að falla frá samningnum rennur út 14 dögum eftir að gengið var frá samningi um kaup eða þann dag sem kaupandi hefur fengið vöruna í sína vörslu. Til þess að nýta réttinn til að falla frá kaupum þarf kaupandi að tilkynna DJI Reykjavík ákvörðun sína um að falla frá kaupum með ótvíræðum hætti t.d

  • Með tölvupósti á [email protected]
  • Með bréfi sendu í pósti á: Reykjavík Drones Ehf, Lækjargötu 2A, 101 Reykjavík

Einnig má nota meðfylgjandi uppsagnareyðublað, en það er ekki skylda.

Áhrif þess að falla frá samningi:

Ef kaupandi fellur frá samningi um kaup í vefverslun DJI Reykjavík munum við endurgreiða kaupanda allar greiðslur sem við höfum fengið frá honum, þ.m.t. afhendingarkostnað ef við á (að undanskildum viðbótarkostnaði vegna þess að valinn afhendingarmáti er annar en ódýrasti staðlaði afhendingarmátinn sem við bjóðum). Kaupandi ber kostnað af því að skila vöru. Við munum endurgreiða með því að nota sama greiðslumiðil og kaupandi notaði í upphaflegu viðskiptunum, nema kaupandi hafi samþykkt annað sérstaklega.

Viðskiptavinur ber ábyrgð á þeirri rýrnun á verðgildi vörunnar sem stafar að meðferð hennar, sem ekki telst nauðsynleg til að staðfesta eiginleika og virkni. Enn fremur þurfa allir fylgihlutir og handbækur að fylgja með vöru til að tryggja fulla endurgreiðslu.

Almennt er endurgreitt með sama greiðslumiðil og notaður var við upphafleg viðskipti. Einnig er í boði að fá endurgreitt með millifærslu ef ekki er hægt að endurgreiða með þeim greiðslumiðil sem notaður var við upphafleg viðskipti.

Reykjavík Drones ehf. ábyrgist framleiðslugalla á seldum vörum í 2 ár frá afhendingardegi, í samræmi við reglur neytendakaupalaga nr. 48/2003. Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits á búnaði eða rekstrarvöru.

Kvörtunarfrestur og skilyrði

  • Kvörtunarfrestur tekur mið af lögbundnum tímamörkum.
  • Kvörtun er aðeins tekin til greina ef sannað er að varan hafi verið með galla við afhendingu.
  • Ekki er hægt að kvarta vegna eðlilegs slits, rangrar meðferðar eða skemmda sem verða við notkun í óviðeigandi umhverfi.

 

Kaupandi skal:

  1. Kynna sér vel leiðbeiningar frá framleiðanda/sala.
  2. Fylgja fyrirmælum um meðferð, viðhald og notkun.

 

Ferli við kvörtun

  1. Kaupandi skal tilkynna galla án tafar þegar grunur vaknar.
  2. Tilkynningu skal senda á [email protected].
  3. DJI Reykjavík áskilur sér rétt til að sannreyna að galli eða bilun falli undir ábyrgðarskilmála.
  4. Athugið: Sölureikningur er ábyrgðarskírteini. Hann þarf til að staðfesta ábyrgð eða sýna fram á að varan hafi verið keypt hjá Reykjavík Drones ehf. Ábyrgðartíminn hefst á kaupdegi.

 

Ábyrgð fellur niður ef:

  • Leiðbeiningum framleiðanda um hirðu, notkun, álag, íhluti eða viðhald er ekki fylgt.
  • Bilun má rekja til illrar eða rangrar meðferðar.
  • Vara er notuð utan við skilgreint eða viðurkennt umhverfi.
  • Óviðkomandi aðili hefur opnað eða átt við búnað, breytt honum eða bætt við hann.
  • Tækið hefur verið tengt við ranga spennu eða straumtegund.
  • Raðnúmer eða innsigli hefur verið fjarlægt eða rofið.

Við viljum leggja áherslu á mikilvægi þess að kynna sér sem best notkun búnaðarins í leiðarvísum eða á vefsíðu framleiðanda. Séu einhver atriði óljós eftir að hafa kynnt sér búnaðinn í handbókum framleiðanda, vinsamlegast hafið samband við okkur í síma 519-4747 eða með því að senda tölvupóst á info(hjá)djireykjavik.is

Reykjavik Drones ehf. kt. 460217-2100 er rekstraraðili djireykjavik.is og DJI Reykjavik.

Við áskiljum okkur fullan rétt til leiðréttinga á villum í verði, texta og myndum, enda er allt efni vefsins birt með fyrirvara um villur.